Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 32

Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 32
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Ég hef verið rosalega heppin með það að ég hef fengið að njóta mín í starfi öll þessi ár og hefði líklega ekkert grætt á því að skipta um vinnu,“ segir Ragn- heiður Kristjánsdóttir sem hefur starf- að hjá Sjóvá í hálfa öld. Af því tilefni var fyrir skemmstu haldið samsæti til heiðurs Ragnheiði í höfuðstöðvum Sjó- vár í Kringlunni þar sem boðið var upp á veglegar tertur og snittur og starfs- manninum til fimmtíu ára færð blóm og peningagjöf. „Svo varð félagið 96 ára og haldin árshátíð í Hörpu daginn eftir, þannig að þetta var afskaplega fín helgi,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður var aðeins sextán ára gömul þegar hún hóf störf hjá Sjóvá í október árið 1963. „Ég kom til starfa beint úr verslunardeild Laugarnes- skólans, en sú deild var einungis starfsrækt til prufu í tvö ár. Þá var Bíladeild Sjóvár til húsa á Lauga- vegi 176 og þremur árum síðar hóf- ust útsendingar Ríkissjónvarpsins úr sama húsi,“ rifjar Ragnheiður upp og segist heldur betur hafa rekist á sjónvarpsstjörnur þess tíma á hverj- um einasta vinnudegi. „Ég man til dæmis vel eftir öllum aprílgöbbunum sem voru tekin upp fyrir sjónvarpið á Laugaveginum. Aprílgöbbin voru ný á þessum tíma og afskaplega skemmti- leg.“ Fljótlega var Ragnheiður send á námskeið hjá IBM á Íslandi til að læra að starfa með gataspjöld, en þeim undanfara tölvunnar fylgdu stórar og miklar vélar. Í kjölfarið færði Ragn- heiður sig um set milli vistarvera fyrir tækisins, meðal annars í Ingólfs- stræti, Suðurlandsbraut og Kringlunni, þegar fyrirtækið sameinaðist Almenn- um tryggingum árið 1989, og einnig milli deilda innan Sjóvár en hún hefur starfað í öllum deildum fyrirtækisins nema innheimtudeild á þessum fimm- tíu árum. „Innheimta er ekki mín sterka hlið. Ég myndi örugglega gef- ast strax upp því mér finnst svo erfitt að rukka fólk,“ segir Ragnheiður, sem hefur verið fulltrúi í tjónadeild frá árinu 2008. Ragnheiður segir árin hjá Sjóvá hafa verið einkar ánægjuleg. „Ég hef verið mjög heppin með samstarfs- fólk og á marga góða vini eftir þenn- an tíma. Mér hefur gefist kostur á að prófa eitthvað nýtt reglulega og vinna mig upp, sem er ómetanlegt,“ segir Ragnheiður að lokum. kjartan@frettabladid.is Hefur starfað hjá Sjóvá í heil fi mmtíu ár Ragnheiður Kristjánsdóttir hefur starfað í hálfa öld hjá Sjóvá og var haldið upp á tíma- mótin með pomp og prakt fyrir skemmstu. Hún segist hafa fengið að njóta sín í starfi . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÓHANNSDÓTTIR Meðalholti 14, lést sunnudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Halldór Þórisson Jóhanna Magnea Þórisdóttir Þórir Þórisson Halldóra Kr. Valgarðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA STEINDÓRA HILDIÞÓRSDÓTTIR Austurmýri 13, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 27. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fossheima og Sjúkrahúss Suðurlands fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Sigurður Kristinn Sighvatsson Guðbjörg Sigurðardóttir Kristinn Ólafsson Hilmar Sigurðsson Hulda Guðmundsdóttir Hjalti Sigurðsson Ragnheiður Jóna Högnadóttir Helgi Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR Hvanneyrarbraut 44, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar sunnudaginn 27. október. Magnús B. Jónasson Margrét Maronsdóttir Ævar B. Jónasson Guðlaug Friðriksdóttir Sigrún J. Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, REGÍNU FJÓLU SVAVARSDÓTTUR, Aflagranda 40, Reykjavík. Hans R. Berndsen Kristjana Albertsdóttir Ragnhildur Albertsdóttir Rúnar Benjamínsson Hrönn Albertsdóttir Lilja Albertsdóttir Ásgeir Albertsson Jarþrúður Jónsdóttir Regína Berndsen og ömmubörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Laufvangi 18, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem komu að umönnun í veikindum hennar. Alf H. Pedersen Helene H. Pedersen Einar Hjaltason Guðmundur Þórir Pedersen Berglind Einarsdóttir Anita Sigurveig Pedersen Sigurður Einar Marelsson Hafdís, Þórhallur Ísak, Hugrún, Sylvía Rós, Sóley Katrín, Óttar Freyr, Sindri Marel og Örvar Hrafn Þuríður Guðmundsdóttir Kristján B. Kristjánsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGÓLFSSON frá Eyri við Ingólfsfjörð, Háeyrarvöllum 34, Eyrarbakka, sem lést föstudaginn 25. október verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju 2. nóvember kl. 14.00. Ingunn Hinriksdóttir Sævar Sigurðsson Halldór Björnsson Hafdís Edda Sigfúsdóttir Sigríður Guðlaug Björnsdóttir Jón Birgir Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. október. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Sesselja (Stella) Ingimundardóttir Inga Benný Azzan Kanan Sigurður J. Guðmundsson Svanborg K. Magnúsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Valdimar Sigurjónsson Einar M. Guðmundsson Guðbjörg F. Guðmundsdóttir barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLM ÞORSTEINSSON Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði, sunnudaginn 27. október. Sálumessa verður sungin í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti, mánudaginn 4. nóvember, klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sagnfræðisjóð Björns Þorsteinssonar við Háskóla Íslands: reikn. 0111-26-5712 – kt. 571292-3199 eða í síma 525-4000. Torfhildur Steingrímsdóttir Guðrún Unnur Martyny Donald Martyny Ólafur Sigurðsson Anna Bergsteinsdóttir Pétur Már Sigurðsson Stefanía Úlfarsdóttir María Sigurðardóttir Örn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR SVAVARSDÓTTUR Gullsmára 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 25. október, verður frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Ólafur Tryggvason Halla Stefánsdóttir Svavar Tryggvason Aðalbjörg Jóhannesdóttir Sigrún Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, GUNNAR SIGURÐSSON bifreiðarstjóri Tjarnarbrú 16, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu HSSA sunnudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00, jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið HSSA. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurþór Sigurðsson LANGUR FERILL Ragnheiður Kristjánsdóttir var aðeins sextán ára gömul þegar hún hóf störf hjá Sjóvá haustið 1963. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.