Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 50

Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 50
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA8 Dermatude „Meta Therapy“ er eina 100 prósent náttúrulega meðferðarúrræðið við öldrun húðar þar sem sprautur koma hvergi nærri. Meðferðin dregur úr öldrun húð- arinnar og dregur einnig úr sjáanlegum ummerkjum öldrunar,“ segir Undína Sigmundsdóttir, eigandi fyrirtækisins FR Cosmetics, sem er umboðsaðili Dermatude Meta Therapy á Íslandi. Fyrstu merki um að húðin sé farin að eldast koma fram við 25 ára aldur. „Húðin þynnist, blóðflæði minnkar og það hægir á náttúrulegri framleiðslu kollagens og elastíns en húðin tapar þá stinnleika og teygjanleika. Þá þornar hún vegna fækkunar fitukirtla,“ lýsir Undína. Fyrstu ummerki um öldrun húðar eru broshrukkur sem sjást í kringum augun. „Þetta náttúrulega öldrunarferli kemur innan frá en ytri aðstæður flýta fyrir ferlinu, eins og óhóflega miklir útfjólubláir geislar frá sól eða ljósalömpum, loftkæling, streita, áhrif sindurefna og loftmeng- unar, að ógleymdu tóbaki og áfengi,“ segir Undína. „Meta Therapy felst í því að gerð- ar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrulegar varnir líkamans bregðast samstundis við og hefja framleiðslu á kollageni og elast- íni til að gera við „skaðann“. Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100 prósent náttúrulegar og húðin endur- nýjast innan frá. Við þetta verður hún þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka, og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar,“ segir Undína. Meðferðinni fylgja einnig virk efni, þ.e. svokölluð sérstök fyllingarefni, sem gera það kleift að framkvæma mjög sérhæfðar og sérmiðaðar meðferðir sem hæfa við- komandi húðgerð. „Fyrst eftir meðferðina getur borið á dálitlum roða, en hann hverfur á ör- fáum klukkustundum. Hægt er að snúa sér strax aftur að daglegum störfum og það má nota andlitsfarða sólarhring eftir meðferð,“ upplýsir Undína. Hún ráðleggur að taka átta skipta meðferð en einnig sé hægt að taka stök skipti. Árangurinn verði þó meiri með fullri meðferð. STOPPAÐU ÖLDRUN HÚÐARINNAR FR COSMETICS KYNNIR Dermatude er nýtt snyrtivörumerki í hæsta gæða- flokki. Dermatude „Meta Therapy“ er byltingarkennd meðferð sem dregur úr öldrun húðarinnar og dregur einnig úr sjáanlegum ummerkjum öldrunar. FYRIR EFTIR KENNSLA Undína hélt námskeið í lok sumars til að kenna meðferðarleiðina. Van Herpen vakti athygli dómara með hinni sérstöku fatalínu sinni Voltage, sem hún sýndi í janúar síðastliðnum á tískuvikunni í París. Þar hannaði hún kjóla og föt með sérstakri þrívíddar prenttækni. „Með Voltage gefur van Herpen fólki innsýn inn í tísku framtíðarinnar,“ segir í dóms- niðurstöðu. Van Herpen er fædd 1984. Hún stundaði nám í tískuhönnun við Artez Institute of the Arts í Arnhem en þaðan hafa hönnuðir á borð við Viktor & Rolf út- skrifast. Hún var lærlingur hjá Alexander McQueen í London og Claudy Jongstra í Amsterdam. Árið 2007 stofnaði hún sitt eigið tískumerki og fyrir tveimur árum var henni boðið í hinn virta félagsskap Chambre Syndicale de la Haute Couture í París. Van Herpen er þekkt fyrir afar óvenjulega notkun á efni og ótrúlega flókna útfærslu á kjólum og flíkum fyrir konur. Sumar flíkurnar minna meira á listaverk og skúlptúra. Hún nýtir sér oft samstarf við aðra listamenn við hönnun sína. Föt van Herpen hafa notið vinsælda meðal nokkurra stjarna, til dæmis Lady Gaga og Daphne Guinness. Söngkonan Björk hefur klæðst nokkrum kjólum eftir van Herpen, til dæmis á plötuumslagi Biophilia-plötunnar. Sami kjóll, úr línunni Radiation Invasion, sást í tónlistarmyndbandi við lagið Moon. Björk var einnig í kjólum frá van Herpen á tónleikum í fyrra á Hróarskeldu, í New York og á Íslandi. TÍSKA FRAMTÍÐAR VERÐLAUN Hollenski fatahönnuðurinn Iris van Herpen hlaut aðalverðlaun hollensku hönnunarverðlaunanna á dögunum fyrir frumlega efnisnotkun. HÖNNUÐURINN Iris van Herpen mun án efa vekja mikla athygli í framtíðinni. 3D Flíkur búnar til með þvívíddarprenttækni. Úr línunni Voltage sem sýnd var á tískuvikunni í París í janúar. NORDICPHOTO/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.