Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 60
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlp- túrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlut- um, úr nánasta umhverfi eða keypt- ir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðar- efnum. Verkin búa yfir formrænum eig- inleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrir- bærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlis- fræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mest- an áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að með- höndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veru- leikanum þar sem viðteknum venj- um og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlis- læga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacob- sen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Pól- landi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnað- arefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efnivið- arins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. des- ember. olof@frettabladid.is Tríó Kalinka kemur fram á hádegistónleikunum í Háteigskirkju á morgun. Tríóið skipa við það tækifæri Gerður Bolladóttir sópran, Mar- ina Shulmina sem leikur á rússneska hljóðfærið domra og einnig Jónas Ásgeir Ásgeirsson sem leysir Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur af á harmonikunni. „Domra er mjög sérstakt þriggja strengja rússneskt hljóðfæri sem er sjaldgæft hér á Íslandi. Það og harmonikan mynda ótrúlega flottan tón saman og gera það að verkum að allur flutningur okkar verður með rúss- nesku ívafi, jafnvel á íslenskum sönglögum eftir Þórarin Guðmundsson og Karl O. Runólfsson,“ segir söngkonan Gerður. Á dagskránni verða líka rússnesk þjóðlög og fjörugir dansar og rómansar bæði frá Íslandi og Rússlandi að hennar sögn. - gun Dansar og rómansar Rússneskt yfi rbragð verður á hádegistónleikum í Háteigskirkju á morgun, föstudag. TRÍÓ KALINKA Jónas Ásgeir, Gerður Bolladóttir og Marina Shulmina koma fram saman í Háteigs- kirkju. Lokaviðburður Lestrarhátíðar í ár fer fram í ljóðarútu sem keyrir um í borgarmyrkrinu í kvöld. Ljóðin lögðu af stað í ferðalag um borgina þann 1. október þegar Lestrarhátíð hófst og því vel við hæfi að ljúka mán- uðinum á ljóðrænum rúnti með einvalaliði skálda. Ljóðarútan fer frá Hörpu klukkan 20 og tekur ferðin um eina og hálfa klukkustund. Sigurlín Bjarney Gísladóttir, skáld og leiðsögukona, fer með gesti um upplýsta borgina í kvöldmyrkrinu og skáldin stíga um borð um stund þar til þau hverfa aftur út í næturmyrkrið. Meðal skáldanna eru Bjarki Karlsson, Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Heiða Eiríks, Kári Tul- inius, Sindri Freysson, Valgerður Þóroddsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Ferðinni lýkur við Hörpu klukkan 21.30 þar sem ljóðskáld frá fyrri tíð stígur um borð og biður gesti um að nefna sig. Sætafjöldi er takmarkaður og er áhugasömum bent á að nauðsynlegt er að bóka far með rútunni með því að senda póst á netfangið bokmennta- borgin@reykjavik.is. Leynigestur frá fyrri tíð í ljóðarútunni Lestrarhátíð í Reykjavík lýkur í kvöld með því að ljóðarúta ekur um borgina. Um borð verða ýmis valinkunn skáld sem lesa úr verkum sínum. LEIÐSÖGUKONAN Sigurlín Bjarney Gísladóttir skáld verður allsráðandi í ljóðarút- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í tilefni af endurútgáfu bókar Þórar- ins Eldjárn Grannmeti og átvextir mun Ljótikór í kvöld endurflytja dagskrá sína Grannmetis- og átvaxtaveisla Ljótakórs en hún var frumflutt vorið 2012. Öll tónlist í dagskránni er eftir Hauk Tómasson tónskáld og textinn eftir Þórarin úr fyrrnefndri bók, en Ljótikór leggur sig fram um að fara nýstárlegar leiðir í tónlistarflutningi. Tónleikarnir fara fram í Tjarnar- bíói og hefjast klukkan 20. Aðeins verða þessir einu tónleikar. Grannmeti og átvextir LEIKRÆNT Ljótikór fer nýstárlegar leiðir í tónlistarflutningi. Mestan áhuga á því sem enginn getur útskýrt Sýning Alicja Kwade samanstendur af skúlptúrum og innsetningum. Sýningin verður opnuð í Galleríi i8 í dag. Alicja segist leita einfaldra leiða til að komast nær skilningi á veruleikanum. LISTAMAÐUR Alicja hefur mikinn áhuga á spurnin- gum eðlisfræð- innar. MYND/STEFÁN Ljóðabók Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, trón- ir á toppi metsölulista Eymundsson aðra vikuna í röð. Bjarki hlaut sem kunnugt er Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir hand- ritið og lesendur virðast sammála dómnefnd verðlaunanna um að hér sé eðalbók á ferð. Maður sem heitir Ove er komin í annað sæti eftir að hafa einokað toppsætið vikum saman, en skammt undan eru jólaskáldsögurnar, Mánasteinn Sjóns í þriðja sæti og Glæpurinn eftir Árna Þórarinsson í því fjórða. Í fimmta sæti situr bókin Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson. - fsb Bjarki enn á toppnum ➜ Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmynda- listarinnar og eiga sér rætur í naum- hyggju. Alicja hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.