Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 64
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 ÞEGAR ÞÚ ERT Á RÖLTI TEKURÐU EKKERT ENDILEGA EFTIR HURÐARHÚNUM, HURÐUM, GRAFÍSKUM SKREYTINGUM EÐA SKILTUM. BÆKUR ★★★★★ Andköf Ragnar Jónasson VERÖLD Andköf er fjórða glæpasaga Ragnars Jónassonar, en hann hefur einnig þýtt nokkrar skáld- sögur, meðal annars eftir Agöthu Christie. Og það er ekki laust við að áhrif frá þeirri gömlu drottn- ingu glæpasögunn- ar sjáist víða í þess- ari nýjustu sögu Ragnars. Sögusvið- ið er afskekkt vita- varðarhús norður í Kálfshamarsvík sem er engu líkara en gegni hlutverki herragarðs í einni af sögum Agöthu. Þar býr einhleyp- ur milljónamær- i n g u r á s a mt þjónustufólki, gömlum systk- inum sem hefur dagað þar uppi. Í upphafi sögu kemur ung kona úr fortíðinni í heimsókn. Hún heitir Ásta og ólst upp í húsinu en hefur ekki komið þangað lengi. Einnig kemur við sögu ungur og kvensamur bóndi af næsta bæ. Allt þetta fólk tengist missterkum böndum og á sameiginlegar minn- ingar um hörmulega atburði sem gerðust á staðnum, öll eiga þau leyndarmál sem afhjúpast í rás sögunnar. Morguninn eftir að Ásta kemur finnst eitt þeirra látið í fjöru- grjóti undir klettum skammt frá húsinu og þá fer af stað klassísk morðgáta þar sem þeir einir liggja undir grun sem voru staddir í hús- inu kvöldið áður. Semsagt: það er engu líkara en hér sé búið að flytja umhverfi og persónur úr sögu af Hercule Poirot eða fröken Marple inn í íslenskan samtíma og bæta við DNA-rannsóknum, tölvum og lögreglumönnum sem glíma við það eilífðarverkefni að samþætta einkalíf og starf. Rannsóknin er í höndum lögreglumannanna Ara Þórs og Tómasar sem lesendur þekkja úr fyrri sögum Ragnars – Ari Þór á von á sínu fyrsta barni og Tómas glímir við erfiðleika í hjónabandinu. Sagan er semsagt ekki frumleg og morðgátan sjálf reynist vera fremur fyrirsjáanleg, bæði það hver morðinginn er og hvað rekur hann til þess að drepa er lesand- anum löngu ljóst áður en yngri lögreglumaður- inn, Ari Þór, leggur saman tvo og tvo eftir að hann verð- ur fyrir óvæntri hugljómun sem er algerlega eftir uppskrift frá Her- cule Poirot. Stí ll sögunn- ar er einkenni- lega gamaldags og minnir oft á gamlar þýðingar á glæpasögum. Þetta þarf ekki að vera alslæmt en virkar einkennilega hér. Ekki síst vegna þess að það er enginn munur á frásögn sögumannsins annars vegar og samtölum persónanna hins vegar. Það verður næstum því kómískt á köflum að lesa sam- tölin sem eiga að vera á milli fólks í nútímanum en eru alltaf eins og upp úr gamalli bók. Auðvitað er ekkert að því að höfundar verði fyrir áhrifum frá þeim sem á undan komu og glæpa- sögur þurfa ekki að vera frum- legar eða nýstárlegar til að virka. En þessi saga er eiginlega frekar stæling eða staðfærsla en skap- andi úrvinnsla úr áhrifum. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Gamaldags glæpasaga með fyrirsjáanlegri fléttu, skrifuð í þunglamalegum stíl. Agatha Christie á Íslandi „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir fjórum árum,“ segir Annetta. „Þá var ég atvinnulaus í miðri krepp- unni, oft á rölti um bæinn og fór að velta fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir. Í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og upp- götvaði þá hversu mörg grafísk smá- atriði leynast allt um kring. Þegar þú ert á rölti niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn tekurðu ekkert endilega eftir hurðarhúnum, hurðum, grafískum skreytingum eða skiltum, svo ég tali nú ekki um stytturnar.“ Annetta segist vera ánægð með hversu vel myndirnar í bókinni end- urspegli breytingarnar í miðbænum á þessum fjórum árum. „Bærinn er svo fljótur að breytast,“ segir hún. „Þannig að bókin er heimildarverk í leiðinni. Langflestar myndirnar eru teknar í hundrað og einum, en það eru nokkrar teknar utan hans eins og fólk sér ef það rýnir vel í bókina. Mynd- unum er ekki skipt niður í kafla eftir viðfangsefnum þannig að þú veist aldrei hvað bíður þín á næstu síðu, bara eins og þegar þú ert á röltinu.“ Annetta er grafískur hönnuður en hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun, tók til að mynda kúrsa í henni samhliða hönnunar- náminu. Hún gefur bókina út sjálf, segir hana hafa verið sér svo mikið hjartans mál að hún hafi viljað fylgja henni alla leið. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir hún. „Ég fékk svo góð viðbrögð við þessum myndum frá þeim sem ég sýndi bók- ina að ég ákvað að láta slag standa og gefa hana bara út alveg eftir mínu höfði.“ fridrikab@frettabladid.is Munurinn á því að sjá og taka eft ir Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fj ögur ár. REYKJAVÍK Í HNOTSKURN Annetta segist hafa tekið þá ákvörðun að gefa bókina út sjálf til að fylgja henni alla leið. FJÖLBREYTNI Gluggaskreyt- ingar búðanna við Laugaveg- inn eru með ýmsu móti. Fennel grafinn lax með hunangssinnepssósu Reyktur lax með piparrótarsósu og lime Síldar þrjár tegundir Ferskt sjávarréttasalat með rækjum, hörpuskel og kóríander Heimalagað villibráða pate með trönuberjasósu Hreindýrabollur með gráðostasósu Hunangsgljáðar kalkúnabringur með villisveppasósu Brakandi grísa purusteik Birkireykt hangikjöt með uppstúf Sinneps gljáður hamborgahryggur Jóla Heimalagað rauðkál, eplasalat, sykurbrúnaðar kartöflur, seytt rúgbrað og smjör. Ris á l´allamende með kirsjuberjasósu Dönsk eplakaka með þeyttum rjóma Kókostoppar með súkkulaði Borðapantanir í síma 544 40 40 eða á netfangið spot@spot.is UPPSELT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.