Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 72

Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 72
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 52 Ævintýramyndin Thor: The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld. Ástralinn Chris Hemsworth bregður sér aftur í hlutverk þrumu- guðsins Þórs, sem þarf að glíma við fornan fjanda sem vill eyða veröld guðanna. Til að brjóta hinn illa Malekith á bak aftur þarf Þór að leita aðstoðar goðsins Loka, en á milli þeirra ríkir lítið traust sem gæti verið þrándur í götu friðar. Leikstjóri myndarinn- ar er Alan Taylor og auk Hemsworth fara Natalie Portman, Tom Hiddleston, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgård og Idris Elba með helstu hlutverk. ● Tökulið var sent til Íslands til þess að taka loftmyndir af Dettifossi frá ólíkum sjónar- hornum. Myndefnið var notað sem grunnur fyrir fossana í Ásgarði. ● Tökur fóru einnig fram í Dómadal, við Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og á Skeiðarársandi. ● Um 30 hamrar voru smíðaðir fyrir kvikmyndina. Aðalhamarinn var smíðaður úr áli en aðrir hamrar voru ýmist þyngri eða léttari og voru þeir léttustu notaðir í hvers kyns brellur. ● Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Hálendi Íslands þótti kjörið fyrir dimma veröld Svartálfaheima. ● Myndin gekk undir heitinu Thursday Morning á meðan á tökum stóð. Thursday, eða fimmtu- dagur, er kenndur við þrumuguðinn Þór. ● Leikstjórinn Patty Jenkins átti upphaflega að taka að sér að leikstýra myndinni. Hún hætti við vegna listræns ágreinings og þótti Natalie Portman, aðalleikkonu myndarinnar, það svo miður að hún neitaði að taka að sér hlutverk í myndinni. Hún varð þó að snúa aftur sem Jane Foster vegna samningsins sem hún hafði gert við framleiðslufyrirtækið. Þrumuguð til bjargar Ævintýramyndin Thor: The Dark World er frumsýnd í kvöld. Kvikmyndin skartar Chris Hemsworth í hlutverki Þórs og Tom Hiddleston í hlutverki Loka. KOMINN AFTUR Chris Hemsworth fer með hlutverk þrumuguðsins Þórs í kvikmyndinni Thor: The Dark World. Við erum bestar, sænskur „feel gúddari“ Við erum bestar gerist árið 1982 í Stokkhólmi og segir frá þremur þrettán ára stúlkum sem takast í sameiningu á við öll vandamál unglingsáranna. Kvikmyndin er í leikstjórn Lukas Moodysson og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Furðufuglar, teiknimynd Tveir ólíkir kalkúnar, Reggie og Jake, taka höndum, eða vængjum, saman og ætla að ferðast aftur í tímann og breyta gangi sögunnar með þeim afleiðingum að kalkúnar verði ekki á boðstólum Bandaríkjamanna á þakkargjörðardaginn. Stórleikararnir Owen Wilson, Woody Harrelson og Amy Poehler ljá raddir sínar. Carrie, hrollvekja Hrollvekjan um Carrie hefur verið endurgerð og í þetta sinn er það Chloë Moretz sem fer með aðalhlut- verkið. Carrie verður fyrir stöðugu einelti í skólanum og heima við þarf hún að glíma við heittrúaða móður sína. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri skáldsögu Stephen King. Philomena, drama Leikkonan Judi Dench fer með hlutverk Philomena Lee sem varð barnshafandi á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952. Sonur hennar er tekinn frá henni og ætt- leiddur til Bandaríkj- anna. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum án árang- urs. Hún kynnist svo Martin Sixsmith, tortryggnum blaðamanni, og ferðast þau til Bandaríkjanna í von um að finna son Philomenu. FRUMSÝNINGAR Fjórar ólíkar kvikmyndir eru sýndar um helgina Endurgerð og „feel gúddari“ Breski leikarinn Nigel Davenport er látinn, 85 ára að aldri. Daven- port var hvað þekktastur fyrir hlut- verk sín í Óskarsverðlaunamynd- inni Chariots Of Fire og Man for all Seasons. Hann er faðir leikarans Jacks Davenport. Nigel Davenport stundaði nám við Oxford áður en hann gerðist sviðsleikari. Í upp- hafi kvikmyndaferils síns tók hann helst að sér minni hlutverk í kvikmyndum á borð við Peeping Tom og Look Back in Anger. Hann lék einnig á móti Vanessu Redgrave í stórmyndinni Mary, Queen of Scots sem kom út árið 1971 og fór með hlutverk Abrahams Van Helsing í hrollvekj- unni Bram Stoker‘s Dracula sem frumsýnd var árið 1973. Davenport fæddist í Englandi árið 1928 og stundaði enskunám við Sidney Sussex-háskólann. Hann komst á samning hjá Royal Court leikhúsinu árið 1960 og hóf kvikmynda- og sjónvarpsferil sinn skömmu síðar. Davenport lætur eftir sig þrjú börn: Lauru, Hugo og leikarann Jack. Nigel Daven- port látinn LÁTINN Breski leikarinn Nigel Davenport átti langan og farsælan feril að baki. NORDICPHOTOS/GETTY Leikur í nýrri kvikmynd Neills Blomkamp Sigourney Weaver tekur að sér hlutverk í myndinni Chappie sem segir frá ungu vélmenni. MEÐ BLOMKAMP Leikkonan Sigourney Weaver fer með hlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Neills Blomkamp. NOR- DICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sigourney Weaver hefur tekið að sér hlutverk í nýrri kvik- mynd suðurafríska leikstjórans Neills Blomkamp, Chappie. Hugh Jackman, Dev Patel, Ninja, Yolandi Visser úr hljómsveitinni Die Antwo- ord, Jose Pablo Cantillo og Brand- on Auret fara með helstu hlutverk myndarinnar. Myndin segir frá vélmenni sem rænt er af tveimur glæpamönnum og elst upp hjá stórfurðulegri fjöl- skyldu, en vélmennið, sem er piltur, er gætt einhvers konar náðargáfu. Sharlto Copley, náinn samstarfs- maður Blomkamp, mun ljá vél- menninu rödd sína. Blomkamp skrifaði handrit myndarinnar ásamt Terri Tatchell og fara tökur fram í Jóhann- esarborg. Blomkamp á að baki kvikmyndir á borð við District 9 og Elysium. Ekki er vitað hvaða hlutverk Weaver mun fara með í Chappie, en leikkonan er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leika í mynd- um sem eiga sér stað í framtíðinni. Þekktust er Weaver fyrir hlutverk Ripley í Alien-kvikmyndunum. ➜ Fyrsta kvikmyndahlutverk Sigourney Weaver var í kvikmyndinni Annie Hall frá 1977. Þar lék hún stúlku sem fer á stefnumót með persónu Woodys Allen. BÍÓFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.