Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 76

Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 76
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 TÓNLIST ★★★★★ Komdu til mín svarta systir Mammút RECORD RECORDS Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mamm- út hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð tölu- vert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er ann- ars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tví- mælalaust ein af plötum ársins. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins. Töff heildarsvipur og tælandi söngur MAMMÚT „Okkur langar að láta gott af okkur leiða með fatamarkaðnum,“ segir Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari sem stendur fyrir fatamarkaði til styrktar Rauða krossinum, ásamt vinkonum sínum, þeim Alexöndru Bernharð, Steinunni Eddu Stein- grímsdóttur og Margréti R. Jón- asar. Þær ætla að selja fötin úr fataskápnum sínum eins og á hefð- bundnum fatasölum en ætla að gefa 150 krónur af hverri seldri flík til Rauða krossins. Á staðnum verður gámur frá Rauða krossinum þar sem öllum er frjálst að koma með flíkur, skó og ýmislegt annað til að gefa í gám- inn. „Hver sá sem gefur í gáminn fær í hendurnar happadrættismiða en með honum er hægt að vinna vegleg verðlaun frá hinum ýmsu fyrirtækjum sem styrkja málefnið eins og Make Up Store, Vero Moda og fleiri fyrirtæki,“ bætir Þórunn við. Fatamarkaðurinn verður hald- inn á skemmtistaðnum Austur, laugardaginn 2. nóvember og hefst klukkan tólf. - glp Tískuföt seld til styrktar Rauða krossinum Tískubloggarar selja fl íkur til styrktar góðu málefni. STYRKTARSALA Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari stendur fyrir fatasölu ásamt vinkonum sínum til styrktar Rauða kross- inum. MYND/ JÓNAS SIGURBJÖRNSSON For a Minor Reflection er að gefa út tvöfalda plötu sem ber nafnið Live at Iceland Airwaves. Útgáf- an inniheldur hljóð- og myndupp- töku af tónleikum sveitarinnar á Iceland Airwaves árið 2012 í Norðurljósum, Hörpu. Kjartan Holm, gítarleikari sveitarinnar, hefur verið á tón- leikaferðalagi síðustu miss- eri með Sigur Rós og hefur For a Minor Reflection þess vegna haldið sig til hlés á meðan. Hljómsveitin mun þó stíga á svið á Iceland Airwaves og frumflytja nýtt efni í bland við eldra. Alls kemur hljómsveitin fram á sex tónleikum í vikunni, þ.e. á aðal- tónleikum í Norðurljósum Hörpu á föstudagskvöld, og á fimm öðrum tónleikum utan dagskrár. FOR A MINOR REFLECTION Hljóm- sveitin gefur út tvöfalda tólneikaplötu. Með tvöfalda tónleikaplötu Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder staðfesti í samtali við The Independent að tvær plöt- ur væru væntanlegar frá honum á næsta ári. Wonder, sem er orðinn 63 ára, hefur ekki gefið út plötu í átta ár en nýju plöturnar munu heita When the World Began og Ten Billion Hearts. Wonder sagðist ætla að breyta mikið til á næstu plötum og jafn- vel syngja gospel á arabísku eða hebresku. Þá sagðist hann hafa hlustað mikið á rapptónlist undanfarið en fyrr á árinu hafði hann tjáð sig um að nýja efnið yrði flutt af sinfóníuhljómsveit. Wonder með nýjar plötur NÝTT EFNI Stevie Wonder segist ætla að gefa út tvær plötur á næsta ári. NOR- DICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.