Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 86
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 66 DY NA M O RE YK JA VÍ K Ragnar Jónasson með nýjanog spennandikrimma! Fiskikóngurinn Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Roðlausir og beinlausir Framhald á hasarmyndinni Olympus Has Fallen sem á að gerast í London er í undirbúningi. Sem fyrr verða handritshöfundar hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti til Bandaríkjanna þegar hún var sex ára, og eiginmaður hennar Creighton Rothenberger. Samkvæmt Screen Daily mun framhaldið heita London Has Fallen og fjallar um hryðjuverka- menn sem gera árás á ensku höfuðborgina á meðan jarðarför forsætisráðherra Bretlands stendur yfir. Gerard Butler, Aaron Eckhart og Mor- gan Freeman munu allir endurtaka hlut- verk sín úr fyrri myndinni, sem var frumsýnd í mars síðastliðnum. Hún fjallaði um fyrrverandi lífvörð Banda- ríkjaforseta sem lokast inni í Hvíta húsinu í miðri hryðjuverkaárás og var gerð eftir fyrsta kvik- myndahandriti Katrínar og Rothenbergers. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur og halaði inn 160 milljónir Bandaríkjadala um allan heim, eða um nítján milljarða króna. Framleiðslukostn- aður nam um 80 milljónum dala, eða rúmum níu milljörðum króna. Butler verður aftur einn af framleið- endum og eiga tökur að hefjast 5. maí á næsta ári í London. Enn á eftir að ráða leikstjóra en Antoine Fuqua leikstýrði fyrri myndinni. -fb Katrín skrifar framhald Olympus Handritshöfundurinn Katrín Benedikt skrifar framhald Olympus Has Fallen. KATRÍN OG BUTLER Katrín Benedikt ásamt leikaranum Gerard Butler. ➜ Katrín og Rothenberger skrifa einnig handritið að Expendables 3 ásamt Sylvester Stallone. Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tón- listarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síð- ustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstak- lega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamann- anna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjör- samlega á fullu“ til áramóta. „Auð- vitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sext- án ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þess- um bransa eins og gengur og gerist erlendis.“ -fb Hættir hjá Senu eft ir 16 ára starf Eiður Arnarsson hættir um áramótin sem útgáfustjóri Senu eft ir 16 ára starf. ➜ Eiður segir ekkert ákveð- ið með framhaldið hjá sér en hann hefur ekki í hyggju að hætta í tónlistarbransanum. HÆTTIR Eiður Arnarsson segir tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmti- legan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við systurnar erum gríðarlega skotnar í K-bar. Mæli með kjúklinga- vængjunum sem eru svo djúsí að helst þyrfti að fara í sturtu eftir að hafa borðað þá, já og kimchiepla- og beikonsalatinu.“ Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona. BESTI BITINN „Ég hef alltaf haft tröllatrú á honum pabba sem teiknara,“ segir Davíð Guðjón Karlsson, betur þekktur sem Gói, um föður sinn, en þeir feðgar voru að gefa út bók sem nefnist Jólaandinn. Davíð Guðjón skrifar en Karl Sigur- björnsson, fyrrverandi biskup Íslands og faðir Davíðs, mynd- skreytti. „Málið er að þegar við systk- inin vorum ung þá sá hann alltaf um að búa til afmælisdúka fyrir okkur þegar við áttum afmæli, hann teiknar líka og föndrar afmælis- og jólakort í fjölskyld- unni og er bara ofboðslega list- rænn í sér,“ segir Gói og bætir við: „Þannig að ég bað hann um að myndskreyta þessa sögu og er bara virkilega ánægður með það að hann skyldi taka það að sér.“ Gói kveðst hafa gengið með sög- una í maganum í einhvern tíma. Hún fjallar um fjölskyldu sem er á fullu að undirbúa jólin. „Þetta er dæmigerð íslensk fjölskylda. Það eru að koma jól og allir stressaðir. Mamman er í prófum og pabbinn og allir uppteknir og enda- laust verið að tala um jólaanda. Þannig að son- urinn fer að velta fyrir sér hvað þetta fyrirbæri sé: jólaandinn. Eina nótt- ina fer besti vinur hans, bangsinn Bjössi, á stúfana og reynir að finna þennan jólaanda.“ Gói lýsir bókinni sem hugljúfri sögu um jólaandann. „Þetta er saga sem skipt- ir máli. Enginn æsingur eða fífla- gangur, það er nóg af því, þetta er bara svona hug- ljúf saga um jóla- andann,“ segir hann að lokum. olof@frettabladid.is Fyrrverandi biskup myndskreytir bók Feðgarnir Davíð Guðjón Karlsson og Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, gefa út jólabók. Davíð Guðjón segir föður sinn einstaklega listrænan. LISTRÆNN Karl Sigur- björnsson hefur haft það fyrir sið að föndra jóla- og afmæliskort fjölskyldunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM GEKK LENGI MEÐ SÖGUNA Í MAGANUM Jólaandinn fjallar um dæmigerða íslenska fjöl- skyldu. Gói segir hana hugljúfa söga sem fangar hinn sanna anda jólanna. ÚR JÓLAANDANUM Þessi teikning er eftir Karl og er úr nýrri bók þeirra feðga, Jólaandanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.