Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 2
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKRIFTIR ERU STANSLAUS HÖFUÐVERKUR 34 Bræðurnir Hugleikur og Þormóður Dagssynir muna eft ir sér teiknandi frá fyrstu tíð og textagerð er þeim í blóð borin. 35 ÁR ERU LIÐIN FRÁ MANNSKÆÐASTA SLYSI ÍSLENSKRAR FLUGSÖGU 36 Í gær voru 35 ár liðin síðan þota Flugleiða brotlenti í aðfl ugi á Srí Lanka. 183 fórust í slysinu, þar af átta Íslendingar. FRAMTÍÐ SKÁKLISTARINNAR Í HÚFI 42 Norska undrabarnið Magnus Carlsen berst um heimsmeistaratitilinn í skák við indverska snillinginn Viswanathan Anand. Þeir eru fulltrúar mismunandi kynslóða en vonir standa til þess að sigur Carslens gæti endurvakið áhuga almennings á skák. NAUÐSYNLEGT AÐ SAMEINA HÁSKÓLA 44 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar uppstokkun í menntakerfi nu. Hann segir óhjákvæmilegt að sameina háskóla og vill stytta nám til stúdentsprófs. HRINGIR Í SANDI OG GÉZA VERMES 50 Illugi Jökulsson rifj ar hér upp dramatíska ævi ungversks fræðimanns af Gyðingaættum, sem dýpkaði mjög skilning okkar á Jesú frá Nasaret. VINNUMARKAÐUR „Við gerðum fulltrúum ríkisstjórnarinnar grein fyrir því í gær að þessi svör dygðu ekki til að hefja gerð aðfara - samnings,“ segir Gylfi Arn- björnsson, for- seti Alþýðusam- bands Íslands. Ráðherra- nefnd um kjara- mál gerði aðilum vinnumarkaðar- ins grein fyrir því í gær hvernig aðkoma hennar að kjarasamning- um yrði. Í minnisblaði nefndar- innar segir að kjarasamningar með áherslu á kaupmátt og hóf- legar launahækkanir séu best til þess fallnir að stuðla að efnahags- legum stöðugleika. Þá á að koma á reglubundnu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins á sviði vinnu- markaðsaðgerða, skattamála, í lífeyrismálum, peningamálum og húsnæðismálum. Ráðherranefnd- in leggur til að komið verði á fót fastanefnd um samskipti ríkis og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Gylfi segir að plaggið geti verið grunnur að samráði í vetur. „En við höfum gert stjórnvöldum grein fyrir því að eigi að gera einhvers konar samræmdan aðfarasamning þá verði verkalýðshreyfingin að fá svör við ákveðnum breytingum á fjárlagafrumvarpinu er varða útgjöld til heilbrigðis- og mennta- mála, þjónustu við atvinnuleitend- ur og varðandi skattamál,“ segir Gylfi. - jme Ríkisstjórnin svarar aðilum vinnumarkaðarins um aðkomu að samningum: Ekki grunnur að viðræðum GYLFI ARNBJÖRNSSON VILJA SVÖR Minnisblað ráðherranefnd- ar um kjaramál getur orðið grunnur að samráði í vetur, segir forseti ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR 2➜16 SKOÐUN 18➜22 HELGIN 26➜62 SPORT 80➜81 MENNING 64➜88 FIMM Í FRÉTTUM QUIZ UP OG UNDIRBÚNINGUR FYRIR LANDSLEIK ➜ Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, segir vinsældir leiksins Quiz Up vera algjört ævintýri og að þær hafi farið fram úr öllum væntingum. Leikurinn er eitt vinsælasta smáforrit heims um þessar mundir. Rakel Sölvadóttir hannaði kjól sem Lady Gaga klæddist við kynningu á nýrri plötu sinni í New York. Rakel tók þátt í hönnun- arkeppni í Kaupmannahöfn síðastliðið vor og eftir sýninguna bað stílisti Lady Gaga um línu Rakelar í heild sinni. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Siv er ellefti aðstoðarmaður ráðherra Framsókn- arflokksins sem eru fjórir í ríkisstjórninni. Selma Björk Hermannsdóttir hefur náð að vekja samfélagið til umhugsunar um einelti og skaðsemi þess með því að segja sögu sína. Nú fer hún ásamt föður sínum í grunnskóla og heldur fyrirlestra fyrir bæði nemendur og foreldra. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knatt- spyrnu, sagði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Króötum að ástand Laugardalsvallar skipti máli upp á leikskipulag og að íslenska liðið ætti að halda markinu hreinu. X-IÐ 20 ÁRA 76 Farið yfi r sögu X-ins í máli og myndum. ÚTGÁFUTEITI BÓKARINNAR HEMMI GUNN– SONUR ÞJÓÐAR 72 Var haldið á fi mmtudagskvöld. ENGINN STÖKK UPP Á NEF SÉR 18 Þorsteinn Pálsson um skýrslu hagræðingarhóps ríkisstjórnar- innar. ÞETTA FÓLK DREGUR SIG Í HLÉ– AF MÁLHÖLTUM! 20 Baldur Kristjánsson um málhalta og fordóma. KVÓTAKERFI = GJAFAKVÓTI? 20 Jón Steinsson um makríl og kvóta. FÉLAGSMÁL Tæplega 36 prósent íslenskra barna hafa ýmist óvart eða viljandi farið inn á vefsíður með klámfengnu efni. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar SAFT á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Í henni voru nokkrar spurningar um aðgengi barna og unglinga að klámi. Þau voru spurð hvort þau hefðu óvart eða viljandi farið inn á vefsíður með myndum eða mynd- böndum af nöktu fólki eða klámi á síðustu tólf mánuðum. Í ljós kom að tæplega 36 pró- sent íslenskra barna höfðu annað- hvort óvart eða viljandi farið inn á slíkar vefsíður. Tæp 29 prósent barna og unglinga í 4. til 10. bekk höfðu óvart farið inn á þær og tæp 24 prósent barna í 6. til 10. bekk höfðu farið viljandi inn á þær. Þar af fóru 15 prósent tvisvar í mánuði eða oftar á síðurnar. Þegar þau börn sem höfðu farið inn á vefsíðurnar voru spurð hvar á netinu þau hefðu séð slíkt efni svöruðu flestir á klámsíðu. Næstalgengast var að myndir birtust skyndilega á skjánum (uppskotsgluggar) og þar á eftir komu samskiptasíður og YouTube. Samkvæmt könnuninni eru strákar mun líklegri en stelpur til að hafa viljandi skoðað klám á vefsíðum síðustu tólf mánuði. Alls höfðu 38 prósent stráka einhvern tíma gert það og 27 prósent þeirra tvisvar í mánuði eða oftar. Á hinn bóginn höfðu um 11 prósent stelpna farið viljandi inn á vefsíðu með klámi. „Það er svolítið sláandi að á síð- ustu tólf mánuðum hafa 38 prósent stráka einhvern tíma farið viljandi inn á vefsíðu með klámi,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Heimili og skóla. „Þarna sjáum við neytendur kláms sem eru börn. Við getum spurt okkur hvaða hugmyndir unglingarnir fái þarna um samskipti kynjanna. Þeir fá mjög brenglaðar hugmynd- ir.“ Þegar litið er til nágrannalanda okkar erum við ekki fjarri þeim. Í Noregi höfðu 34 prósent barna og unglinga séð kynferðislegt efni á netinu á síðustu 12 mánuðum. Í Danmörku er hlutfallið 29 prósent og í Svíþjóð 26 prósent. „Við njót- um þess vafasama heiðurs að vera með hæstu töluna,“ segir Hrefna. Það var Capacent Gallup sem framkvæmdi könnunina. Haft var samband við 1.500 foreldra barna á aldrinum 10 til 16 ára og óskað eftir þátttöku þeirra og barna þeirra. Um fimm hundruð tóku þátt. freyr@frettabladid.is Um 38 prósent stráka skoða klám á netinu Tæplega 36 prósent íslenskra barna tíu til sextán ára hafa farið á vefsíður með klámfengnu efni. Strákar eru mun líklegri en stelpur til að fara inn á slíkar síður. Tíðnin á Íslandi er hærri en í nágrannalöndunum. Flestir sjá efnið á klámsíðum. KLÁM Á NETINU Rúmlega þriðjungur barna, sem tóku þátt í könnuninni, hafði séð klám á netinu á síðustu tólf mánuðum. Við getum spurt okkur hvaða hugmyndir unglingarnir fái þarna um samskipti kynjanna. Þeir fá mjög brenglaðar hugmyndir. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla MARGFALT FLEIRI PANTA FRÁ KÍNA 4 Póstsendingum hingað til lands frá Kína fj ölgaði um rúm 400 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins. UMDEILD SUNDHALLARHÖNNUN 6 Arkitekt Sundhallar Reykjavíkur hefði ekki samþykkt verðlaunatillögu, segja gagn- rýnendur tillögunnar. KAÞÓLSKA KIRKJAN BÓTASKYLD 8 Fagráð kaþólsku kirkjunnar telur kirkjuna bótaskylda í einu af sextán tilvikum þar sem misnotkun átti sér stað á Landakoti. ALLIR EIGA RÉTT Á MÓÐURMÁLI 10 Mikilvægt er fyrir sjálfsmynd barna af erlendum uppruna og tækifæri þeirra til náms að þau fái móðurmálskennslu. KÍNVERJAR SLAKA Á KLÓNNI 12 Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að leggja niður ill- ræmdar vinnubúðir fyrir stjórnarandstæðinga og slaka á reglum sem banna pörum að eignast fl eiri en eitt barn. HM-DRAUMURINN LIFIR ENN 80 Hetjuleg barátta landsliðsmanna Íslands heldur draumnum um þátttöku á HM næsta sumar lifandi. Meiðsli lykilmanns og rautt spjald drógu ekki þróttinn úr okkar mönnum heldur efl du þá. Íslenska liðið náði markalausu jafntefl i í fyrri umspilsleiknum á móti Króatíu á Laugardalsvellinum í gær fyrir framan frábæra stuðningsmenn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.