Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 18
16. nóvember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Óvænt stökk enginn upp á nef sér þegar skýrsla hagræðingarhóps ríkis-stjórnarinnar birtist í vikunni. Ástæðan er ugglaust sú að í henni er ekki það sprengiefni sem véfréttir af starfi hópsins höfðu gefið tilefni til að ætla að þar yrði að finna. Ein helsta gagnrýni stjórnar- andstöðunnar var sú að hafa ekki fengið að sjá skýrsluna á vinnslu- stigi. Athugasemdir af því tagi hefðu hugsanlega átt nokkurn rétt á sér ef hér væru á ferðinni fullgerðar tillögur sem stjórnar- meirihlutinn hefði þegar samein- ast um og biðu aðeins formlegs samþykkis Alþingis. Skýrslan er hins vegar ekki af þeim toga. Hún geymir vel- útfærðan lista yfir rúmlega eitt hundrað hugmyndir um hagræðingu og kerfisbreyting- ar. Nokkrar þeirra eru ferskar, aðrar hafa sést áður og sumar eru þegar til skoðunar í ráðuneytum eða jafnvel komnar í framkvæmd eins og utanríkisráðherra stað- hæfir varðandi lækkun á fram- lögum til þróunaraðstoðar. Misskilningurinn um ætlað efni skýrslunnar stafar trúlega af því að í henni sátu áhrifaríkir þing- menn sem á stundum hafa verið fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum en ríkisstjórnin. Hald manna hefur sennilega verið að slíkur hópur skilaði endanlegum og útfærðum tillögum sem hann hefði í krafti pólitískra áhrifa þegar náð meiri- hlutastuðningi við. Segja má að staða málsins sé á því þrepi sem algengt er í slíkri vinnu að embættismenn hafi lagt fram hugmyndalista fyrir pólitíska forystu, fyrst til frek- ari greiningar og rökstuðnings og síðar til að tryggja pólitísk- an stuðning. Í raun er pólitíska starfið við þetta þarfa og góða verk eftir. Enginn stökk upp á nef sér Pólitík er stundum sögð vera list hins mögulega. Að svo miklu leyti sem sú staðhæfing er rétt á hún við það verkefni sem hér er verið að leggja af stað með. Hvort tveggja er að það er efnis- lega flókið og pólitískt snúið. Satt best að segja er það frem- ur umhugsunarefni hvort rétt hafi verið að birta hugmyndalistann á þessu þrepi vinnunnar en að gagn- rýna að hann hafi ekki verið kynnt- ur fyrr. Um leið og ein hugmynd er skotin í kaf er hætt við að þeir fái aukið púður sem eru í skotgröfun- um til að verjast öðrum. Í því ljósi hefði verið æskilegt að pólitíska vinnan væri lengra komin í fyrstu skýrslu. Alltént hefði það verið líklegra til að styrkja fram- gang málsins ef pólitíska skuld- bindingin væri ríkari og ótvíræðari þegar svo umfangsmiklar tillögur koma til umræðu. Á móti kemur að eðlilegt er að umræðan hefjist áður en menn standa frammi fyrir orðn- um hlut. Erfitt getur verið að finna jafnvægið þarna á milli. Í byrjun var um það rætt að vinna hagræðingarhópsins myndi standa allt kjörtímabilið. Það var trúverðugt miðað við umfang málsins. Nú hefur formaður hóps- ins verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra meðal annars til að vinna að framgangi þessara hugmynda. Ekkert er við þá ráð- stöfun að athuga. Þingmenn geta verið aðstoðarmenn ráðherra eins og hverjir aðrir kjósi menn það. Þessi skipan mála bendir í hina röndina til að ákveðið hafi verið að taka pólitísku forystuna í þessu máli úr þingmannanefndinni og inn í forsætisráðuneytið. Ugglaust er hugsunin sú að gefa viðfangsefn- inu meira pólitískt vægi en í upp- hafi var áformað. Sé svo fer vel á því. Það gefur til kynna að ríkis- stjórnin ætli að láta reyna á list hins mögulega. List hins mögulega Fyrstu viðbrögðin við skýrslu hagræðingarhópsins eru vissulega bundin fyrirvör- um af ýmsu tagi. En almennt eru þau jákvæð og vísbending um að víðtækur skilningur sé á nauð- syn umfangsmikillar hagræð- ingar í ríkisrekstrinum og jafn- vel kerfisbreytinga. Fyrir ári var birt skýrsla ráð- gjafarfyrirtækisins McKinsey um vaxtarmöguleika Íslands. Hún geymdi raunverulegt sprengiefni og leiddi meðal ann- ars í ljós að raunvöxtur á síðustu þrjátíu árum var umtalsvert minni hér en í grannlöndun- um og framleiðni vinnuafls um fimmtungi minni. Sjávarútveg- urinn var eina atvinnugreinin sem stóðst alþjóðlegan saman- burð í framleiðni. Ekki er ofmælt að sú skýrsla sé eitt markverðasta framlag til efnahagsumræðunnar í lang- an tíma. Nefnd var skipuð til að vinna að framgangi þeirra hug- mynda sem settar voru fram í henni. En athyglisvert er að í kosningabaráttunni síðastliðið vor myndaðist algjör samstaða um að samkjafta um þetta póli- tíska púður. Þær staðreyndir sem við blasa í McKinsey-skýrslunni kalla á umfangsmiklar kerfisbreyting- ar í þjóðarbúskapnum í heild. Án þeirra er lítil von um við- reisn Íslands. Ærin ástæða er til að kalla eftir afstöðu ríkis- stjórnarinnar til þeirrar vinnu í samhengi við hugmyndalista hagræðingarhópsins í ríkisfjár- málum. Þessi tvö viðfangsefni er ekki unnt að slíta í sundur. Samstaða um að samkjaft a FYRIR FÓLKIð Í LANDINU Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar Drífa Snædal , framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur Sjöfn Ingólfsdóttir og Ögmundur Jónasson stýra þinginu Nánari upplýsingar á www.vg.is SKIPTIR SAMSTAÐA MÁLI? MÁLEFNAÞING UM KJARABARÁTTU OG VERKALÝðSMÁL 16. nóvember kl. 13.00 - 17.00 í IÐNÓ ALLIR VELKOMNIR S igmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði í byrjun vikunnar fram þarft frumvarp á Alþingi. Það fjallar um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífs- ins og efla samkeppni. Meiningin er að standa betur að undirbúningi löggjafar þannig að hún verði ekki til þess að leggja óþarfar byrðar og skriffinnsku á fyrirtækin í landinu. Nú fer ekki á milli mála að reglur eru nauðsynlegar til að passa upp á alls konar almannahagsmuni, til dæmis að vernda umhverfið og heilsu fólks og tryggja hag neytenda. En það er jafnljóst að opinbert regluverk er á sumum sviðum komið út í öfgar og flækjurnar áreiðanlega ekki nauðsynlegar til að tryggja almannahagsmuni. Við þekkjum ýmis dæmi um slíkt. Viðskiptaráð hefur til dæmis ítrekað á undanförnum árum vakið athygli á því hversu fáránlega dýrt er og flókið að koma af stað einföldum rekstri eins og litlu kaffihúsi eða bar. Til þess þarf fimm opinber leyfi og vel á fjórða tug vottorða. Kostnaðurinn við pappírana er mörg hundruð þúsund krónur. Verðandi veitingamenn þurfa að þvælast þvers og kruss um frumskóg opinberra stofnana og eftirlitsaðila og heimsækja suma oftar en einu sinni. Sennilega var ekki meining löggjafans að hafa þetta svona, en af því að heildarsýnina skortir og fáir hafa velt fyrir sér hvernig mismunandi lög og reglur spila saman endar regluverkið með að verða svona fráleitlega flókið og þungt í vöfum. Skrifræði af þessu tagi getur hreinlega latt fólk frá að stofna fyrirtæki og láta að sér kveða í atvinnulífinu. Það segir sig líka sjálft að lítil fyrirtæki bera hlutfallslega miklu meiri fyrirhöfn og kostnað af flóknu regluverki en þau stóru. Ætlunin með frumvarpi forsætisráðherra er að leita „einfaldra, skilvirkra og hagkvæmra leiða til að ná fram samfélagslegum markmiðum.“ Það getur þýtt að ekki þurfi endilega alltaf nýja lagasetningu til, heldur sé hægt að ná markmiðunum með öðrum leiðum. Sömuleiðis er meiningin að festa í sessi þá meginreglu að innleiða ekki íþyngjandi reglu nema önnur slík víki þá í staðinn. Í þessum tilgangi á að stofna óháð ráð, svokallað regluráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um hvernig eigi að ná þess- um markmiðum. Ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög eiga að bera undir ráðið allar lagabreytingar og breytingar á stjórnvalds- fyrirmælum sem hafa áhrif á atvinnulíf og samkeppni. Athuga- semdir ráðsins eiga svo að birtast með frumvörpum þegar þau koma til kasta Alþingis. Mikið af löggjöf sem snertir atvinnulífið kemur til okkar frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ráðið mun ekki geta haft miklar skoðanir á meiripartinum af henni, en í sumum tilvikum er þó svigrúm til að ganga skemmra en tilskipanir ESB kveða á um. Slíkt dæmi hefur verið í fréttum nýlega; löggjöf um að olíufélög verði að blanda lífrænu eldsneyti í olíuna hefði ekki þurft að taka gildi fyrr en eftir sjö ár. Slíkan frest hefði að sjálfsögðu átt að nýta. Almennt er það góð nálgun að undirbúa löggjöf betur þannig að hún sé einfaldari, gegnsærri og minna íþyngjandi. Það er rétt að byrja á atvinnulífinu, en það sama á að sjálfsögðu við um ýmis lög og reglur sem snerta daglegt líf borgaranna. Þar má einfalda ýmislegt. Ríkisstjórnin vill draga úr skriffinnskunni: Léttara regluverk Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.