Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 98
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Hin virtu verðlaun Carnegie Art Award voru afhent á fimmtudagskvöld í Svíþjóð. Handhafi þessara virtu verðlauna var norski myndlistarmaðurinn Dag Erik Elgin og fékk hann í sínar hendur eina milljón sænskra króna eða um 18 milljónir íslenskra króna. Önnur og þriðju verðlaun hlutu dönsku og sænsku myndlistarmennirnir Sophie Totte og A. Kassen. Íslendingar áttu sinn fulltrúa á verðlaunaafhending- unni. Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson tók við 1,8 milljóna króna styrk frá Carnegie-sjóðn- um en styrkurinn er afhentur ungum listamanni sem þykir skara fram úr á sínu sviði. Fréttablaðið heyrði í Davíð Erni sem flaug beint frá Svíþjóð til Þýska- lands eftir að hafa tekið við styrknum. „Þetta var virkilega flott athöfn, svakalega virðuleg og marg- ir listamenn viðstaddir,“ sagði Davíð. Hann sagði afar jákvætt fyrir sig sem listamann að hljóta þenn- an styrk og nú þegar hefði Carnegie-sjóðurinn fjár- fest í nokkrum verka hans. Carnegie-verðlaunin voru sett á laggirnar árið 1998 af Carnegie fjárfest- ingabankanum og er markmið þeirra að verðlauna og styrkja það markverðastra í norrænni myndlist auk þess að styðja við bakið á ungum listamönnum. - sb Svakalega virðuleg athöfn Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður tók við 1,8 milljóna króna styrk á Carnegie Art Awards verðlaunaafh endingunni á fi mmtudagskvöld. DAVÍÐ ÖRN Hlaut styrk frá Carnegie-sjóðnum. TÓNLIST ★★★★★ Píanóleikararnir Aladar Rácz og Peter Maté Dagskrá ættuð frá Ungverjalandi HÁDEGISTÓNLEIKAR Í SALNUM Í KÓPA- VOGI MIÐVIKUDAGINN 13. NÓVEMBER Tuttugu fingur ruku yfir eitt hljóm- borð á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í hádeginu á miðvikudag- inn. Eigendur fingranna voru þeir Aladar Rácz og Peter Maté. Þeir eru báðir af ungverskum ættum og tónlistin sem fingur þeirra miðluðu var það einnig. En þó ekki. Ung- versku dansarnir á efnisskránni voru t.d. eftir Jóhannes Brahms sem var þýskur. Brahms samdi alla umgjörðina í kringum stefin, en þau byggjast samt á ungverskum lögum. Þarna var líka sálmur eftir annan Þjóðverja, Jóhann Sebastian Bach, en reyndar í útsetningu Ung- verjans Györgi Kurtágs. Tónleikarnir hófust á verki eftir hinn ungverska Franz Liszt. Það var Hátíðarpólónesa, en pólónesa er pólskur dans í þrískiptum takti. Hátíðarpólónesan hans heyrist ekki oft. Eins og flest annað eftir hann einkennist hún af glæsimennsku, flottum tónahlaupum, háskalegum heljarstökkum upp og niður hljóm- borðið. Liszt fæddist árið 1811 og sumir hafa sagt að hann hafi verið fyrsta poppstjarnan. Hann var heimsfrægur píanóleikari sem svo miklum ljóma stafaði af að sumar konur féllu í yfirlið þegar hann steig fram á sviðið. Fullt af ungmennum var á tón- leikunum nú, en ég gat ekki séð að nokkur þeirra væru borin út í ofboði þegar Liszt var leikinn! Engu að síður var túlkunin flott, samspilið nákvæmt og öruggt – það gneistaði af flutningnum. Einmitt þannig á Liszt að hljóma. Sálmurinn eftir Bach, Aus tie- fer Not schrei‘ ich zu dir, var líka prýðilega fram settur. Flestir sálm- ar Bachs eru þrungnir andakt, en engu að síður var túlkunin nú til- finningarík, án þess að vera tilgerð- arleg. Ég hef einmitt heyrt svona tónsmíðar eftir Bach í útsetningu Kurtágs þar sem tilgerðin hefur lekið af hverjum tóni. Ekki nú. Hér var flutningurinn blátt áfram og einlægur, það var eitthvað fallega elskulegt við hann. Um ungversku dansana eftir Brahms (nr. 4, 6 og 3) þarf ekki að hafa mörg orð. Þetta er það allra vinsælasta sem Brahms samdi, tónlist sem þeir Peter og Aladar spiluðu afburðavel. Túlkunin var rytmísk og full af snerpu; tækni- leg atriði, svo sem eins og hrað- ar, glitrandi nótnarunur og sam- spil var allt saman pottþétt. Sömu sögu er að segja um tvo dansa eftir Ungverjann Leo Weiner, þeir voru báðir kraftmiklir og grípandi, léttir og leikandi. Aukalagið var útsetning eftir Vil- berg Viggósson á íslensku þjóðlagi. Vilberg hefur gert margar frábær- ar útsetningar sem eru vinsælar hjá lengra komnum píanónemendum. Þær eru smekklegar og hugvitsam- legar, oft skreyttar húmor. Útsetn- ingin nú var fullkominn endir á líf- legri dagskrá. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sérlega skemmtilegir tónleikar með tveimur píanóleikurum í fremstu röð. Heljarstökk eft ir hljómborði í Salnum PETER MATÉ LÉK ÁSAMT Aladar Rácz í salnum. Jónas Sen er yfir sig hrifinn. „Við Gunnar ætlum að vera þarna með smáskemmtiatriði,“ segir Gísli sposkur þegar spurt er um hvað dagskráin í Hann- esarholti snúist. „Ég veit náttúrulega ekk- ert hvað Gunnar ætlar að gera, en ég ætla að reyna að vera skemmtilegur og tala um hvers vegna við látum eins og við látum með handritin. Varpa ljósi á það hvað það er sem er svona merkilegt við þetta.“ Og hvað er svona merkilegt? „Það er þetta einstaka innihald. Hvergi annars staðar tókst fólki á miðöldum að skrá þessa fornu forkristnu heimsmynd sína, þessa goðfræðilegu túlkun á veruleikanum, með skipulegum hætti á bækur. Þetta eru einu bókmenntirnar sem lýsa þessum alfyrsta fundi mannsins við náttúruna og ekki er síður merkilegt að finna beinlínis upp nýtt bókmenntaform til að miðla þessum sögum. Íslendingasögurnar líkjast ekki neinu öðru, án þess að ég sé að gera lítið úr því að auðvitað spruttu þær upp úr jarð- vegi þess sem á undan var komið. Þetta er nú í örstuttu máli það sem ég mun fjalla um á sunnudaginn.“ Gunnar Karlsson er á örlítið öðrum nótum í sinni bók, Ástarsögu Íslendinga, þar sem hann beinir sjónum lesenda að sögu tilfinninganna og fjallar um ástir Íslendinga á tímabilinu 870 til 1300. Að loknum framsöguerindum þeirra félag- anna mun Vilborg Davíðsdóttir, þjóðfræð- ingur og rithöfundur, stýra umræðum sem Gísli segist vonast til að áheyrendur taki virkan þátt í. fridrikab@frettabladid.is Forkristin heimsmynd og ástir Sögusamkoma verður í Hannesarholti á morgun. Þar munu Gísli Sigurðsson og Gunnar Karlsson ræða nýútkomnar bækur sínar, Leift ur frá horfi nni öld og Ástarsögu Íslendinga. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur mun stýra umræðum. SPEKINGAR SPJALLA Gunnar Karlsson og Gísli Sigurðsson ræða nýútkomnar bækur sínar í Hannesarholti á morgun. Vilborg Davíðsdóttir stjórnar umræðum. AÐGANGUR ÓKEYPIS GYÐJUR ÓPERUARÍUR EFTIR PURCELL OG ROSSINI AUK KANTÖTUNNAR ARIANNA Á NAXOS EFTIR HAYDN HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 19. NÓVEMBER KL.12:15 SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR, MEZZÓSÓPRAN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.