Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 112
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 80 FÓTBOLTI Strákarnir okkar sýndu fádæma baráttu í fyrri umspils- leiknum gegn Króötum á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Þrátt fyrir mótlæti á mótlæti ofan efldust okkar menn. Markalaust jafnt- efli varð niðurstaðan sem verða að teljast frábær úrslit í ljósi þess að íslenska liðið spilaði manni færri í tæpan hálfleik. Ari Freyr Skúlason gaf tón- inn eftir eina mínútu. Taugarnar voru það þandar hjá strákunum okkar að áður en mínúta var liðin komst Eduardo da Silva í dauða- færi. Ari Freyr bjargaði nánast á marklínu en vinstri bakvörðurinn átti stórkostlegan leik. Alfreð Finnbogason, sem kom inn í liðið í stað Eiðs Smára Guð- johnsen, fékk besta færi Íslands í leiknum strax mínútu síðar. Varn- armenn komust fyrir skotið á síð- ustu stundu. Varnir beggja liða áttuðu sig á því að þær þyrftu að herða sig í kjölfar taugaveiklunar á upphafs- mínútunum og fátt var um færi. Allt stefndi í að leikmenn beggja liða gengju þokkalega sáttir til Draumurinn um Brasilíu lifi r Hetjuleg barátta landsliðsmanna Íslands heldur draumnum um þátttöku á HM næsta sumar lifandi. Meiðsli lykil- manns og rautt spjald drógu ekki þróttinn úr okkar mönnum heldur efl du þá. Möguleikinn er enn fyrir hendi. ÓTRÚLEG BARÁTTA Ragnar Sigurðsson fer upp í skallabolta við markvörð Króata. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM hálfleiks með stöðu mála þegar heyra mátti saumnál detta á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sig- þórsson, sem skoraði hafði í fimm síðustu landsleikjum Íslands og framherji liðsins númer eitt, meiddist illa og þurfti að fara af velli. Grátleg tíðindi fyrir þjóð- ina þegar okkar maður var loks- ins kominn á beinu brautina eftir erfið axlarmeiðsli. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hans stað og ekki ónýtt að eiga markahæsta leikmann lands- liðsins inni. Eftir fimm mínútuna leik í síðari hálfleik dundi síðara áfallið yfir. Ólafur Ingi Skúlason gleymdi sér í vörninni og Ivan Perisic féll til jarðar í leið í átt að marki. Spænski dómarinn, sem átti ekki sinn besta dag, flautaði og gat ekki annað en lyft rauðu spjaldi. Erfiðar fjörutíu mínútur voru framundan og voru nokkuð lengi að líða. Allir sem einn börðust okkar menn fyrir því að halda draumn- um á lífi. Draumnum um Brasilíu sem þeir hafa unnið fyrir undan- farna fimmtán mánuði. Þeir voru yfirmáta skynsamir, börðust hetjulega og unnu vel saman með stuðningsmenn á vellinum sem sinn ellefta mann. Aldrei hefur stemningin á landsleik verið í lík- ingu við þá sem var í gærkvöldi. Þjóðsönginn mátti vafalítið heyra í úthverfum höfuðborgarinnar og í níutíu mínútur voru raddböndin þanin og lófaklappið linnulaust. Í einu orði sagt magnað. Þótt verkefnið fram undan sé afar krefjandi er möguleikinn fyrir hendi. Strákarnir okkar unnu fyrir þeim miða og munu vafalítið gera þjóðina stolta í enn eitt skiptið í Zagreb á þriðjudag. kolbeinntumi@frettabladid.is SPORT Skot (á mark): 4-9 (1-5) Horn: 3-4 Varin skot: Hannes Þór 5 - Pletikosa 1. Aukaspyrnur: 13-16 Rangstöður: 0-1 HINIR UMSPILSLEIKIRNIR PORTÚGAL-SVÍÞJÓÐ 1-0 1-0 Cristiano Ronaldo (82.) ÚKRAÍNA-FRAKKLAND 2-0 1-0 Roman Zozulya (61.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (82.) GRIKKLAND-RÚMENÍA 3-1 1-0 Konstantinos Mitroglou (14.), 1-1 Bogdan Stancu (19.), 2-1 Dimitris Salpingidis (21.), 3-1 Konstantinos Mitroglou (66.). VINÁTTULANDSLEIKIR Í GÆR RÚSSLAND - SERBÍA 1-1 1-0 Aleksandr Samedov (29.), 1-1 Filip Djordjevic (31.) DANMÖRK - NOREGUR 2-1 1-0 William Kvist (13.), 1-1 Marcus Pedersen (78.), 2-1 Nicolai Boilesen (90.) ÍTALÍA - ÞÝSKALAND 1-1 0-1 Mats Hummels (8.), 1-1 Ignazio Abate (28.) ÍRLAND - LETTLAND 3-0 1-0 Robbie Keane (22.), 2-0 Aiden McGeady (68.), 3-0 Shane Long (80.). Fyrsti leikur Michael O‘Neill með írska landsliðið. ENGLAND - SÍLE 0-2 0-1 Alexis Sánchez (7.), 0-2 Alexis Sánchez (90.) SKOTLAND - BANDARÍKIN 0-0 Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Laugardals- völlurinn Mallenco frá Spáni (4) 0-0 FÓTBOLTI „Við börðumst vel og sýndum kjark þó dómarinn hafi verið skelfilegur. Við héldum áfram og hefðum getað stolið sigri en verðum að sætta okkur við þetta,“ sagði Ari Freyr Skúlason sem lék sinn langbesta lands- leik gegn Króatíu í gær. Ísland var manni undir í 40 mínútur í leiknum en Ari og félagar í vörn Íslands gáfu fá færi á sér þótt Króatía fjölgaði í sókninni og reyndi allt hvað liðið gat til að skora hið mikilvæga útivallarmark. „Síðustu fimm mínúturnar voru erfiðar þegar þeir senda fjóra framherja fram sem hlaupa út um allt. Mér fannst við halda haus þó það fari auðvitað í taugarnar á okkur þegar dómarinn er í svona skapi. Markmið okkar var að halda hreinu og við gerðum það en það hefði verið betra ef við hefðum sett eitt,“ sagði Ari sem var hæstánægður með hugarfar leikmanna í varnarleiknum í gær. „Þetta var einn besti varnarleikur okkar í keppninni. Það var hugarfarið sem var lykillinn að því. Þegar 40 mínútur eru eftir getur maður misst sig í kæruleysi við að reyna að skora en við héldum okkar stöðum og biðum eftir þeim,“ sagði Ari Freyr Skúlason. - gmi Einn besti varnarleikur okkar í keppninni BJARGAR Á MARKLÍNU Ari Freyr Skúlason var á réttum stað í upphafi leiks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var hæstánægður að loknum jafnteflisleiknum gegn Króatíu í gær. „Þetta köllum við að vinna vel fyrir samherjann. Það er æðislegt að fá að vera partur af því sem er í gangi í landsliðinu,“ sagði Aron Einar. Hann neitar því ekki að það hafi verið erfitt að missa Kolbein Sigþórsson út af vegna meiðsla og að rauða spjaldið sem Ólafur Ingi Skúlason hafi sett strik í reikninginn. „Það kom smá ró yfir okkur með innkomu Eiðs Smára en annars fannst mér varnarleikurinn okkar virkilega góður.“ Hann sagðist engar fréttir hafa fengið af meiðslum Kolbeins strax eftir leik. „Hann var mjög bólginn og það verður erfitt fyrir hann [að ná seinni leiknum] en við sjáum bara til.“ Aron Einar býst ekki við Kolbeini FÓTBOLTI „Á heildina litið eru marklaust jafntefli mjög góð úrslit. Sérstaklega eftir að við missum leikmann út af,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í gær. „Það hefði verið nógu erfitt að halda hreinu ellefu á móti ell- efu, hvað þá tíu á móti ellefu. Því eru þetta frábær úrslit og ef við náum að spila ellefu á móti ellefu úti í Króatíu þá er ég fullviss um að við getum strítt þeim,“ sagði Eiður sem var mjög ánægður með frábæra stemninguna á Laugar- dalsvelli í gær. „Það er mikið skemmtilegra að spila í stemningu og hún var ekki bara í kvöld. Aðdragandinn að leiknum og undanfarið í kring- um landsliðið. Við finnum það og finnum fyrir þessum mikla stuðningi og auðvitað hjálpar það mönnum og við erum stoltir af þeim afrekum sem við höfum náð hingað til og viljum reyna að gera enn betur og gleðja fólkið meira.“ Getum strítt þeim í Króatíu FRAMMISTAÐA LEIKMANNA HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON 8 Öryggið uppmálað í öllum sínum aðgerðum og varði vel þegar þurfti. ÓLAFUR INGI SKÚLASON 4 Virkaði óöruggur í nýrri stöðu. Sofandi í aðdraganda rauða spjaldsins. RAGNAR SIGURÐSSON 7 Á tánum allan tímann og bjargaði vel oftar en einu sinni. KÁRI ÁRNASON 7 Traustur í miðverðinum við hlið Ragnars. ARI FREYR SKÚLASON 8 Besti leikmaður Íslands. Steig ekki feilspor frá fyrstu mínútu. BIRKIR BJARNASON 5 Náði aldrei að sýna sitt rétta andlit. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON 7 Skapaði ró á miðjunni þegar hann fékk boltann. Skapaði lítið. ARON EINAR GUNNARSSON 7 Duglegur á miðjunni en tefldi stundum á tæpasta vað. JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON 5 Hljóp mikið en skilaði bolta afar illa frá sér. KOLBEINN SIGÞÓRSSON 6 Djöflaðist í Króötunum og Ísland saknaði hans í seinni hálfleik. ALFREÐ FINNBOGASON 5 Fékk gott færi eftir eina mínútu en komst ekki í takt við leikinn. VARAMENN: EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN (INN Á 45. MÍN. FYRIR KOLBEIN) 6 Einmana frammi eftir rauða spjaldið en hélt bolta vel þegar þurfti. RÚRIK GÍSLASON (INN Á 63. MÍN. FYRIR ALFREÐ) 7 Kom inn á með krafti og barðist vel með félögum sínum. Markmið sjóðsins eru eftirfarandi: Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína. Að veita afreksíþróttafólki í hópíþróttum í íþróttafélögum í Kópavogi sem náð hefur afburðaárangri fjárhagslegan styrk og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áfram- haldandi keppni. Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi og stundar íþrótt sem ekki er iðkuð með íþróttafélagi í Kópavogi. Að veita árlega styrki og viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum jafnt kvenna sem karla. Umsóknum um styrki skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum fyrir 30. nóvember 2013. Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð fyrir sjóðinn fást í þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin ásamt reglugerð á vef bæjarins, kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi í síma 570 1500. Umsóknir um íþróttastyrki kopavogur.is Íþróttaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði ráðsins. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 33 01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.