Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 6
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 HÖNNUN „Guðjón Samúelsson hefði aldrei útfært þetta svona og aldrei gefið leyfi fyrir þessu svona,“ segir Bolli Kristinsson kaupmaður um verðlaunatillögu í samkeppni um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Á r ið 2 0 01 fékk Bolli Ívar Örn Guðmunds- son arkitekt til að gera teikn- ingu að stækkun Sundhallarinn- ar sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara á sínum tíma. „Tillagan var um það bil þannig að það var eins og það hefðu fundist gamlar tillögur að útisundlaug og að þetta væri ein heild í þeim fallega art deco-stíl sem einkenn- ir Sundhöllina,“ segir Bolli. Ívar þróaði síðan tillögu sína áfram fyrir Aflavaka nokkrum árum síðar. Hann sendi inn tillögu í samkeppnina nú en hún var ekki tekin til dóms. Skiptar skoðanir eru um ágæti verðlaunatillögunar frá VA arki- tektum. Dómnefndin segir aðlög- unina að Sundhöllinni einstaklega vel heppnaða. Sumir segja stílinn hins vegar ekki passa. „Sigurtillagan er að mínu mati látlaus og stílhrein,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgar- ráðs. „Hún reynir ekki að keppa við arkitektúr Guðjóns Samúels- sonar heldur er aðlögunin mjög vel heppnuð, eins og segir í dóm- nefndarálitinu. Gler er ekki notað til að vera með stæla heldur til að gamla byggingin njóti sín áfram.“ Best segir Dagur þó að sér þyki að myndað sé skjólgott útisvæði með vaðlaug fyrir börn, lítilli rennibraut og pottum sem allt snúi mót suðri. „Þetta er einfaldlega útilaug með þeim lífsgæðum sem þeim fylgja – sem er nákvæmlega það sem stefnt var að,“ segir hann. Borgarráð samþykkti á fimmtudag að hefja endanlega hönnun á viðbyggingunni. Dagur segir framkvæmdir eiga að geta hafist undir lok næsta árs og að opnun verði um tveimur árum síðar. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en Dagur segir að miðað við fyrri reynslu megi áætla að grunnkostnaður verði um einn milljarður króna. „Rekstrarkostnaður ætti hins vegar ekki að aukast mikið því Sundhöllin er þegar í fullum rekstri. Hins vegar vonumst við til að laugin verði vinsæl og skapi borginni góðar tekjur þótt laug- arnar okkar séu auðvitað fyrst og fremst lífsgæða- og lýðheilsu- mál,“ segir formaður borgarráðs. „Mér finnst æðislegt að það sé verið að búa til þessa sundlaug. Það er hið besta mál að þessu hverfi sé þjónað betur. En það er oft sem fólki finnst byggt glanna- lega við gömul meistaraverk. Í fæstum tilfellum heppnast það vel,“ segir Bolli Kristinsson. gar@frettabladid.is Sundhöll byggð eftir umdeildri hugmynd Gagnrýnendur verðlaunatillögu í samkeppni um viðbyggingu Sundhallar Reykja- víkur telja að arkitekt hallarinnar hefði ekki samþykkt tillöguna. Stílhrein, segir formaður borgarráðs en ákveðið var á fimmtudag að byrja á verkefninu. VERÐLAUNATILLAGAN Heilsteypt og aðlaðandi tillaga, segir í umsögn dómnefndar um framlag Hebu Hertervig, Karls Magnúsar Karlssonar og Ólafs Óskars Axelssonar hjá VA arkitektum. MYND/VA ARKITEKTAR TILLAGA FYRIR AFLAVAKA Sumir nefna tillögu Ívars Arnar Guðmundssonar sem þá leið sem velja hefði átt fyrir viðbyggingu við Sundhöllina. MYND/NEXUS ARKITEKTAR BOLLI KRISTINSSON DAGUR B. EGGERTSSON Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is » thorbjorghelga Þorbjörg Helga 1. sæti Reykjavík FILIPPSEYJAR, AP Erfiðlega hefur gengið að koma aðstoð til allra sem á þurfa að halda og hefur fólk nú sums staðar þurft að bíða í viku við kröpp kjör, jafnvel húsnæðis- laust, án matvæla, drykkjarvatns og án læknishjálpar. Athygli hjálparstofnana hefur beinst mjög að borginni Tacloban, sem varð verst úti í hamförunum, en afskekktari staðir hafa orðið út undan. Þannig bíða íbúar í þorpinu Marabut enn eftir aðstoð. Bærinn er rústir einar og íbúar horfa til himins í hvert sinn sem þyrlur sjást sveima yfir, en enn hefur engum pakka verið varpað niður þar. „Okkur finnst við vera algerlega gleymd,“ segir Mildred Labado, bæjarstjórnarmaður þar í þorpinu. Öll hús í þorpinu, nærri 16 þúsund, eyðilögðust með öllu, meira en tvö þúsund manns hlutu meiðsli, en enn er aðeins vitað til þess að 20 manns hafi látið lífið. Átta að auki er þó saknað. Í gær var búið að staðfesta að fellibylurinn Haiyan hefði kostað 3.621 lífið, en 1.140 er enn saknað og 12.166 eru særðir. - gb Örvæntingar gætir víða á Filippseyjum meðal fórnarlamba hamfaranna: Erfið bið eftir að aðstoð berist Á FLUGVELLINUM Í TACLOBAN Fjöldi fólks hefur beðið sólarhringum saman á flugvellinum eftir að komast burt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA TORONTO Lögreglan í Toronto í Kanada tilkynnti í fyrradag niður- stöður þriggja ára alþjóðlegrar rannsóknar á barnaníðshring. Alls voru 348 handteknir og var 386 börnum bjargað úr klóm níðínga. Barnaníði var dreift til 94 landa og þar á meðal Íslands. Í október 2010 komust óein- kennisklæddir lögreglumenn í samband við mann sem heitir Brian Way og er 42 ára gamall. Hann var grunaður um að dreifa barnaníði á netinu. Frekari rann- sókn leiddi þó í ljós að hann fram- leiddi og seldi barnaníð. Í maí árið 2011 var framkvæmd húsleit í fyrirtæki og á heimili manns- ins. Hann rak heimasíðu þar sem barnaníði var dreift og það selt. Hann greiddi fólki fyrir að kvikmynda börn svo hægt væri að nota myndböndin í kvikmyndir sem seldar voru á síðunni. Tekjur fyrirtækisins voru meira en fjórar milljónir dollara, eða tæplega 500 milljónir króna. Lögregla lagði hald á yfir 45 terabæti af gögnum við rannsókn málsins. - skó Barnaníðshringur sem var upprættur í Kanada teygði anga sína til Íslands: Barnaníði dreift um heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.