Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 26
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á sunnudags-kvöld verður leikritið Ref-urinn frumsýnt í Borgar- leikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnu- leikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingj- unum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáld- konu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklist- arverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitt- er og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til lands- ins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn við- staddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameigin- legan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borg- arleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“ Þurfum við að vera hrædd? Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir sínu fyrsta verki í atvinnuleikhúsi, Refnum, á sunnudagskvöld. Hann segir gaman að fá loksins að segja fyrrverandi bekkjarsystkinum fyrir verkum. VIGNIR RAFN VALÞÓRSSON LEIKSTJÓRI Refurinn er hans fyrsta leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLADID/XXXXX Símon Birgisson simon@frettabladid.is Anna Svava Knútsdóttir leikkona Í keilu með mömmu Í kvöld verð ég veislustjóri hjá WOW air og fer svo beint í fertugsafmæli hjá Konna vini mínum. Á morgun ætla ég svo að skella mér í keilu með mömmu. Ég gaf henni einkatíma fyrir okkur báðar hjá landsliðsþjálfaranum í keilu svo fellurnar verða líklega óteljandi. Bjarni Bjarnason rithöfundur Færeyska alla helgina Ég er að undirbúa lestur á nýút- kominni bók í Færeyjum og þarf því að rifja upp færeyskuna. Ég verð einn með tvíburastrákana mína og hyggst tala við þá fær- eysku alla helgina. Guðrún Helga Sigurðar- dóttir ferðafrömuður Hellaferð og veisla Ég ætla með ferðamenn í hellaferð á Reykjanes í dag og segja þeim sögur og í kvöld fer ég í doktorsveislu en morgundagurinn er óskrifað blað. Steinunn Ólína Þorvarðar- dóttir, leikkona og rit- stjóri kvennabladid.is Erfi tt að fasta Vinna, leika við börnin mín og fara í bröns með familí- unni sem verður erfitt af því að ég er að fasta! Vísindi og tónlist í Hörpu Sverrir Guðjónsson kemur fram Tónleikar Á sunnudaginn verður óvenjuleg sýning í Hörpu þar sem vísindi og listir koma saman í verkinu SOLAR5 eftir Sverri Guðjónsson, Huga Guðmundsson, Joshue Ott og fleiri. Verkið byggir á „quasicrystals“ eða fimmfaldri samhverfu tónlistar, sem tengist formfræðirannsóknum, heimspeki og lífsstarfi Einars Þor- steins Einarssonar, sem þróaði hina svonefndu „quasibrick“, sem Ólafur Elíasson notaði við hönnun glerhjúps og lofts Hörpu. Flutningur verksins tekur um eina klukkustund og geta gestir haft áhrif á hljóðinnsetninguna með skynjurum og spjaldtölvum. SOLAR5 - Journey to the center of sound. Flutt í Hörpu 17. nóvember 2013 kl. 17.00 og 21.00. Hafnarganga í Hafnarfi rði Daglegt líf skoðað Göngutúr Kristinn Aadnegard, yfir- hafnsögumaður hjá Hafnarfjarðar- höfn, mun leiða göngu um hafnar- svæðið. Gangan hefst í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnar- fjarðar. Gangan er hluti af dagskrá í tengslum við verkefnið Þinn staður – okkar umhverfi, opna vinnustofu um bæjarskipulag sem umgjörð daglegs lífs í Hafnarfirði. Gangan hefst við Hafnarborg sunnudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Sýnir í skúr Samtal við veður og haf Myndlist Listakonan Dodda Maggý opnar sýningu í Menningarhúsinu Skúrnum laugardaginn 16. nóvember klukkan 15.00. Sýningin, sem er hljóðinnsetning og ber titilinn Æsa, er tíu radda kórverk unnið sérstak- lega fyrir Menningarhúsið Skúrinn. Verkið liggur á óljósu svæði milli tón- og hljóðlistar og má segja að það sé eins konar samtal við veður og haf. Menningarhúsið Skúrinn er að þessu sinni staðsettur við Bygggarða, vestast á Seltjarnarnesi. HELGIN 16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR Kvennakórinn Katla heldur tónleika í Fríkirkjunni í dag, laugardaginn 16. nóvember. Þema tónleikanna er „Ástin í öllu sínu veldi“ en í tilkynningu frá kórnum segja þær það verð- ugt málefni sem varði mannkynið allt. Þær segja jafnframt að Kötlurnar séu þekktar fyrir kraftmikla framkomu og hríf- andi söng. Öll lög eru flutt án undirleiks. Stjórnendur kórsins eru Hildigunnar Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. „Við héldum inntökupróf þar sem við leituðum eftir flottum og hressum söngkonum en ekki endilega hámenntuðum,“ svarar Lilja Dögg, spurð um inntökuskilyrðin í kórinn. „Aðalatriðið er að konurnar í kórnum hafi ástríðu fyrir söng og samveru. Það eru engin landamæri. Við erum lýðræðislegar í lagavali, reynum að fara út fyrir rammann. Ætli það sé ekki okkar mottó. Við viljum ögra okkur sjálfum og hafa gaman.“ - sb Ástríðufullur kvennakór í Fríkirkjunni Þema tónleika Kvennakórsins Kötlu í kvöld er ástin í öllu sínu veldi. Meðlimir segja það verðugt málefni. KÖTLUR Á GÓÐRI STUND Inntöku- skilyrðið í Kötlurnar er að elska tónlist og vera hress. /MYND ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.