Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 8
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi NEYTENDAMÁL Of lítill hraði á posum er aðalástæðan fyrir því að ekki hefur verið sett upp pin-númera- kerfi fyrir viðskiptavini Bónuss. Mikil pin-númeravæðing hefur verið hér á landi og nú er svo komið að viðskiptavinir þurfa víðast hvar sjálfir að slá inn pin-númer- in er þeir borga með kortum. Þessi þróun hefur enn ekki náð í verslanir Bónuss og Krónunnar, nema að litlum hluta. Búið er að setja kerfið upp í verslun Bónuss að Nýbýlavegi í Kópavogi þar sem verið er að prófa hvernig það virkar. Áður hafði það verið sett upp í Holtagörðum en það þótti ekki nógu hraðvirkt. „Aðalmálið er að hraðinn sé nægur í þessu, hvað kerfið er fljótt að sækja heimild og að öryggis- leiðir séu í lagi. Að ef netið er niðri sé búðin ekki óstarfhæf,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. „Við höfum verið að bíða eftir nýjustu tækni og höfum flýtt okkur hægt. Í svona stórum búðum þar sem mikið er að gera er það hver sekúnda sem telur.“ Hann býst við því að kerfið verði komið í allar 29 verslanir Bónuss snemma á næsta ári. Linda Kristmannsdóttir, formað- ur upplýsingatæknisviðs Norvik- ur sem m.a. rekur Krónuna, býst einnig við því að kerfið verði komið þangað í byrjun næsta árs. Hún hefur áhyggjur af því að afgreiðsluhraðinn minnki fyrst um sinn. „Það er kannski tímabund- ið. Fólk þarf að venjast því að nota þetta og eftir það eykst hraðinn.“ - fb Pin-kerfi sett upp í verslunum Bónuss og Krónunnar snemma á næsta ári: Hver sekúnda skiptir máli SLÆR INN PIN-NÚMER Viðskipta- vinur Bónuss á Nýbýlavegi, þar sem nýtt posakerfi er í prófun, slær inn pin-núm- erið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GUÐMUNDUR MARTEINSSON DÓMSMÁL Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteigna- sala, segir félagið munu áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki sé hægt að skylda fast- eignasala til aðildar að félaginu. „Brýnt er að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn í þessu máli enda er með dómi héraðsdóms lagaákvæði í lögum um sölu fasteigna dæmt andstætt stjórnarskrá gagnvart tilteknum fasteignasala,“ segir Grétar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á miðvikudag neitaði framkvæmda- stjóri fasteignasölu að vera meðlim- ur í Félagi fasteignasala. Aðildinni fylgir 90 þúsund króna árgjald. Málið kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur sem á þriðjudag kvað upp úr með að félagið sinnti ekki slíku eftirlitshlutverki að það rétt- lætti löggjöf þar sem vikið væri til hliðar ákvæði stjórnarskrár um að ekki megi skylda fólk til aðildar að félagi. „Lögmenn Félags fasteigna- sala munu áfrýja niðurstöðu hér- aðsdóms án tafar í þessu máli og óska flýtimeðferðar enda ýmis- legt óglöggt í dómi héraðsdóms er varðar neytendur miklu að fá skorið úr. Það varðar meðal ann- ars heimildir löggjafans til að skapa öryggi og festu í fasteigna- viðskiptum með því að leggja til- teknar skyldur á starfsstétt sem sýslar almennt með aleigu fólks og hefur opinber starfsréttindi til þess,“ segir Grétar. Aðspurður segir Grétar engin fleiri slík mál rekin gegn öðrum og að sams konar mál og þetta hafi ekki komið upp. „Nokkur dæmi eru á hinn bóg- inn um að menn hafi viljað standa utan félagsins og með því verða meðal annars óbundnir af því að fylgja brýnum siðareglum gagn- vart neytendum og um leið gera eftirlit með starfsemi þeirra erfið- ari. Þessir örfáu aðilar hafa komið óánægju á framfæri en reynslan orðið sú að þeir hafa orðið skamm- lífir í sínum rekstri,“ segir fram- kvæmdastjóri Félags fasteigna- sala. gar@frettabladid.is Fasteignasalar áfrýja og vilja flýtimeðferð Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir brýnt að Hæstiréttur dæmi um hvort fasteignasalar geti staðið utan Félags fasteignasala eins og Héraðsdómur Reykja- víkur segir að þeir megi. Það þarf festu þegar fólk sýslar með aleiguna, segir hann. GRÉTAR JÓNASSON Ýmislegt er óljóst í dómi héraðsdóms sem varðar neytendur miklu að Hæstiréttur skeri úr um. Félag fasteignasala var stofnað 5. júlí 1983. „Frá stofnun félagsins hef- ur félagafjöldi verið nokkuð mismunandi en á árinu 2004 varð lögbundin skylduaðild að Félagi fasteignasala og eru nú allir fasteignasalar í félaginu.“ Félag fasteignasala GRÆNLAND „Ég skaut hann til að geta sannað að við hefðum séð hvítan hrafn,“ segir sjómaðurinn Hans Japhet Filippussen í samtali við grænlenska fréttavefinn Ser- mitsiaq. Filippussen skaut hvítan hrafn sem hann sá á flugi yfir bænum Ikerasaarsuk í fyrradag. Hans Japhet hafði að eigin sögn aldrei áður séð hvítan hrafn og var handviss um að sjá þenn- an aldrei meir ef hann léti hann sleppa. Þess vegna greip hann til þessa örþrifaráðs. Spurður hvað hann hygðist gera varðandi hræið sagðist Hans Japh et ekki vera viss. Hann myndi þó frysta fuglinn fyrst um sinn. - þj Sjómaður á Grænlandi: Drap sjaldséð- an hvítan hrafn SVÍÞJÓÐ Ökumaður sem tók konu kverkataki er hafði gleymt sér við umferðarljós í í Limhamn í Sví- þjóð í ágúst síðastliðnum hefur verið ákærður. Hann flautaði á konuna þegar græna ljósið var komið og hún lyfti hendinni í þakkarskyni og ók af stað. Hinn ákærði viðurkennir að hafa ekið upp að bíl konunnar sem hann segir hafa gefið honum dóna- legt merki og ekið hægt til að ögra honum. Hann viðurkennir einnig að hafa farið úr bíl sínum og æpt á hana. Hann getur hins vegar ekki gefið skýringar á áverkum á hálsi konunnar eftir atvikið. - ibs Gleymdi sér við grænt ljós: Kona tekin kverkataki Nokkur dæmi eru á hinn bóginn um að menn hafi viljað standa utan félagsins og með því verða meðal annars óbundnir af því að fylgja brýnum siðareglum gagnvart neytendum. LANGAR BIÐRAÐIR Landamæraeftirlit Spánverja hefur valdið miklum töfum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SPÁNN Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins kvað í gær upp þann úrskurð að Spánverjar hafi verið í fullum rétti þegar þeir tóku upp hert landamæraeftirlit við Gíbraltarhöfða fyrr á árinu. Hins vegar sagði fram- kvæmdastjórnin að nú þurfi bæði Spánverjar og Bretar að leggja eitthvað á sig til að leysa deiluna. Spánverjar þurfi að sjá til þess að umferð gangi greiðlega fyrir sig, en Bretar þurfi að efla eftir- litið Gíbraltarmegin landamær- anna og hjálpa til við að koma í veg fyrir tóbakssmygl. - gb ESB um Gíbraltardeilu: Spánn og Bret- land hjálpist að SVEITARSTJÓRNIR Byggðaráð Rangárþings eystra vill vera með í stofnun hugsanlegrar sjálfseign- arstofnunar eða félags um gömlu byggingarnar í Múlakoti. „Þarna er um að ræða bæjarhús- in sem risu árin 1897-1946, rústir fjóss, hesthúss og hlöðu auk lysti- garðsins sem kenndur er við Guð- björgu Þorleifsdóttur og lysti- húss sem stendur í garðinum,“ segir byggðaráðið, sem vill að svæðið og húsin verði aðgengileg almenningi og nýtist í menning- artengdri ferðaþjónustu. Stofnun félags greiði fyrir styrkveiting- um úr opinberum sjóðum, eins og Húsafriðunarsjóði. - gar Félag í Rangárþingi eystra: Múlakot verði aðgengilegt Heimild: Vefsíða Félags fasteignasala. EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur 2,5% á næsta ári Hagvöxtur hér á landi verður 2% á þessu ári en 2,5% á því næsta. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hag- stofunnar. Í spánni er gert ráð fyrir því að landsframleiðsla aukist um 2% á þessu ári. Einkaneysla eykst minna í ár en í fyrra og fjárfesting dregst saman um 3,1%. TRÚMÁL Fagráð kaþólsku kirkjunn- ar á Íslandi telur að kirkjan sé ekki bótaskyld í öllum tilfellum þar sem misnotkun átti sér stað á Landa- koti, heldur aðeins einu. Það mál sé þó fyrnt eins og öll hin málin. „Kæmi til greiðslu af hálfu kirkjunnar engu að síður væri það að mati fagráðs umfram laga- skyldu,“ segir í niðurstöðum ráðs- ins. Fagráðinu bárust alls tíu kröfugerðir vegna kynferðislegr- ar misnotkunar og sex vegna and- legs eða annars ofbeldis af hálfu prests og kennslukonu á Landakoti á árunum 1959 til 1984. „Reykjavíkurbiskupsdæmi hefur síðustu þrjú ár varið miklum tíma, vinnu og orku í þessi mál og hefur af sjálfsdáðum lagt áherslu á að komast til botns í þessu erfiða máli með hlutlægni og vandvirkni að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá kaþólsku kirkjunni. Einnig segir að yfirstjórn kirkjunnar hafi gert „allar nauðsynlegar ráðstaf- anir hvað snertir fortíð sem fram- tíð“. - skó Fagráð kaþólsku kirkjunnar tók til greina sextán kröfugerðir vegna misnotkunar á Landakoti: Kirkjan talin vera bótaskyld í einu máli MÁLALOK Með aðgerðunum segir Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, að þessum erfiðu málum sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Matvælastofnun varar fólk við notkun fæðubótar- efnisins VERSA-1. Efnið inni- heldur efnið Angeline, sem einn- ig er að finna í vörunni Oxy Elite Pro, sem stofnunin varaði við nýverið og er framleitt af sama fyrirtæki, SP Labs LLC í Banda- ríkjunum. Notkun efnisins hefur verið talin tengd lifrarbólgu. Einnig er athygli vakin á því að fæðubótarefnið Oxy Elite Pro fæst í mismunandi neysluformi. - skó Matvælastofnun aðvarar: Fæðubótarefni tengt lifrarbólgu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.