Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 10

Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 10
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAMGÖNGUR Bílastæðanýting við Laugaveg hefur ekki minnkað að ráði þrátt fyrir hækkun bíla- stæðagjalda í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Bílastæða- sjóðs. Með nýju gjaldskránni hækkaði gjald í skammtímastæði á gjald- svæði 1 úr 150 krónum á klukku- stund upp í 225 og gjaldskyldu- tími á laugardegi lengdist um þrjá tíma. Meðal raka þeirra sem voru andsnúnir hækkuninni var að með þessu væri verið að hrekja fólk á einkabílum úr miðborginni. Kann- anir Bílastæðasjóðs leiða hins vegar í ljós að nýting stæðanna fyrri hluta dags jókst úr 92 pró- sentum upp í 98 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra, í apríl fór nýtingin eilítið niður á við, en stóð engu að síður í 92 prósentum, og í júlí fór nýtingin niður í 83 prósent, en þá var hluti Laugavegar göngugata. Sé litið til mælinga í eftirmiðdaginn hækk- aði nýtingin bæði í apríl og júlí. „Við hækkuðum verðið til að auka flæði, en það hefur ekki breyst á gjaldsvæði 1, þannig að þetta dugði ekki til,“ segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs. Aðspurður hvort frekari hækk- un væru í kortunum sagði Karl að verið væri að skoða framhaldið. „Við ræðum á hverjum fundi hvað við getum gert til að auka flæðið.“ - þj Skoða hvort bílastæðagjald í miðborginni hækki: Stæði í miðborg full þrátt fyrir hækkun BORGAÐ Í BAUKINN Þrátt fyrir að gjald í skammtímastæði í miðborginni hafi hækkað eru stæðin enn umsetin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL „Börn sem fá ekki móðurmálskennslu fá ekki jöfn tækifæri í námi,“ segir Renata Pesková Emilsson, formaður Móðurmáls, samtaka um tvítyngi á Íslandi og doktorsnemi í móður- málskennslu og tvítyngi. Móðurmál barna af erlendum uppruna er ekki kennt í íslensku menntakerfi. Ýmsir þjóðernishóp- ar hafa tekið sig saman og bjóða upp á móðurmálskennslu fyrir börnin um helgar en það starf er unnið í sjálfboðavinnu og ekki samkvæmt samræmdri náms- áætlun. Renata segir móðurmáls- kennsluna þurfa að vera lögbundna í skólum með námsskrá og viður- kenndum kennurum til að öll börn af erlendum uppruna geti haldið í við íslensk börn í námi. „Auðvitað er ábyrgðin í höndum foreldranna en stundum er erfitt að sannfæra þá um þörfina fyrir móðurmálskennslu. Aðrir foreldr- ar hafa hreinlega ekki tíma til eða færi á að styðja börnin sín í námi. Enn aðrir tala ekki móðurmál- ið við börnin sín og því ná börn- in aldrei almennilegum tökum á nokkru tungumáli. Barnið þarf að kunna að skrifa, greina móðurmál- ið og nota á skapandi hátt. Sá orða- forði sem barn býr yfir hefur bein áhrif á námsárangur í framtíðinni og skapar mikilvægan grunn til að læra nýtt tungumál,“ segir Renata og bendir á að þessir foreldrar þurfi stuðning frá menntakerfinu. Rannsóknir sýna að eftir því sem barn hefur betri tök á móður- málinu, því betur gengur því að læra nýtt tungumál. Renata kemur sjálf frá Tékklandi og talar alltaf tékknesku við son sinn þegar þau eru tvö saman. Hann er fæddur á Íslandi og talar bæði íslensku og tékknesku. Renata segir mun erfiðara fyrir börn að flytja til Íslands á grunnskólaaldri og missa tengslin við móðurmálið en um leið þurfa að læra nýtt tungumál frá grunni. „Ef við tökum móðurmálið af börnunum og segjum að það skipti ekki máli, hvaða skilaboð erum við að senda þeim? Þetta eru rætur barnsins, menningararfur, sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfsmynd þess. Svo er sagt að barn sé mál- laust ef það talar ekki íslensku, til dæmis í skólanum. En það er ekki rétt. Það á heilt móðurmál til að nota.“ erlabjorg@frettabladid.is Öll börn eiga rétt á móðurmáli Móðurmál barna af erlendum uppruna er ekki kennt í íslensku menntakerfi. Renata Pesková Emilsson segir mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna og tækifæri þeirra til náms að fá móðurmálskennslu. Það veiti einnig mikilvægan grunn til að ná tökum á íslenskunni. Íslensk málnefnd hefur ályktað um stöðu ís- lenskrar tungu í tilefni dags íslenskrar tungu. Nefndin beinir sjónum sínum að íslensku sem öðru máli og þá einkum að börnum af erlendum uppruna og skólastarfi. Í ályktun frá nefnd- inni kemur fram að fjöldi barna með inn- flytjendabakgrunn hafi margfaldast á örfáum árum, þau börn fari síður í framhaldsnám og ljóst sé að skólakerfið standi frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum. „Ég hef heyrt um hálftyngd börn sem eru veik í bæði móðurmáli og íslensku. Eru hrein- lega ekki með tungumál til að tileinka sér flókna hugsun,“ segir Sigríður Þorvaldsdóttir, fulltrúi í íslenskri málnefnd og aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. „Skólakerfið þarf að bregðast við þessum nýju aðstæðum.“ Sigríður segir tungumálið vera í höndum barnanna og því mikilvægt að vekja athygli á málinu. Hún segir tungumálastöðu barna af erlendum uppruna vera áhyggjuefni og nú sé tækifærið til að skoða þessi mál og lagfæra. „Það þarf að efla þessi börn. Það er mikill fjársjóður að hafa tvítyngda einstaklinga í samfélaginu og fá öll þessi tungumál. Annars ölum við upp nýja stétt fólks, útlendinga sem komast aldrei almennilega inn í samfélagið og fá aldrei sömu tækifæri. Þarna skiptir tungumálið höfuð- máli ásamt virðingu, skilningi og umburðarlyndi.“ Tvítyngi er fjársjóður fyrir samfélagið MIKLAR ÁSKORANIR Sigríður Þorvaldsdóttir segir skólakerfið standa frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON RENATA PESKOVÁ EMILSSON og sonur hennar, Jóhannes Guðmundsson, tala alltaf saman á tékknesku. Hún segir móðurmálið vera undirstöðu fyrir aðra tungumála- kennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Júlíus Vífill 1. sæti í Reykjavík www.juliusvifill.is Taka þarf fjármál og rekstur borgarinnar föstum tökum svo hægt sé að lækka álögur á borgarbúa. Tryggja verður ungum fjölskyldum aðstöðu til uppbyggingar í borginni með nýju og framsýnu aðalskipulagi. Bæta verður umferðaröryggi og ráðast í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir. Hefja þarf nýja sókn í skólamálum í samvinnu við foreldra, nemendur og skóla. Framundan er tími tækifæra Reynsla og þekking til forystu Kjörstaðir eru opnir frá kl. 9 - 18 í dag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.