Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.11.2013, Qupperneq 12
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 MENNTAMÁL Stúdentar við Háskóla Íslands óttast að tekin verði upp gjaldtaka á stæðum við byggingar Háskóla Íslands. „Ég sendi yfirstjórn skólans fyrir- spurn þar sem ég spurðist fyrir um þetta mál. Mér var tjáð að þetta yrði ekki gert í náinni fram- tíð,“ segir María Rut Kristins- dóttir, formaður Stúdentaráðs. Hún segir að áður en farið yrði í að taka gjald fyrir að leggja í stæði við skólann yrði að semja um það við Landspítalann og HR auk þess sem það kallaði á bættar almenningssamgöngur. - jme Kínastjórn slakar á klónni Leiðtogar Kína hafa tekið ákvörðun um að leggja niður hinar illræmdu vinnubúðir, sem notaðar hafa verið í héruðum landsins til að refsa stjórnarandstæðingum. Einnig á nú að leyfa pörum að eignast tvö börn, ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Auðugir Kínverjar hafa komist upp með að eignast tvö börn og greiða sektir. KÍNA, AP Á fjögurra daga fundi sínum um síðustu helgi samþykktu æðstu leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins tilslakanir á hinni umdeildu einbirnisstefnu, sem framfylgt hefur verið áratugum saman. Brátt munu pör mega eignast tvö börn, en þó aðeins að því skil- yrði uppfylltu að í það minnsta annað foreldrið sé einbirni. Einbirnisstefnan hefur haft margvíslegar afleiðingar fyrir kín- verskt samfélag. Dregið hefur úr hraða fólksfjölgunar, en að sama skapi er fyrirsjáanlegt að fólk á vinnualdri mun eiga æ erfiðara með að standa undir umönnun aldraðra þegar fram líða stundir. Stefnunni hefur í mörgum tilfellum verið fylgt eftir af mikilli hörku, meðal annars með því að neyða konur til að gangast undir fóstureyðingar. Þungar sektir hafa legið við brotum og hinir brotlegu hafa jafn- vel misst eignir sínar og atvinnu, hafi þeir ekki efni á að greiða sektirnar. Auðugri Kínverjar hafa hins vegar getað komist upp með að eignast í það minnsta tvö börn, þar sem greiðsla sektar er ekki vandamál hjá þeim. Á fundi leiðtoganna var einnig samþykkt að leggja niður hinar illræmdu vinnubúðir, sem upphaflega voru reistar til þess að refsa andstæðingum Kommúnistaflokksins. Leiðtogar í héruðum Kína og sveitarfélögum hafa haldið áfram að notfæra sér þessa leið til þess að refsa einstaklingum, sem gagn- rýnt hafa spillingu í stjórnsýslunni. gudsteinn@frettabladid.is FRELSIÐ EYKST Í nokkra áratugi hefur flestum kínverskum pörum verið bannað að eignast nema eitt barn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og býður upp á mikla notkunarmöguleika fyrir fjölbreyttan lífsstíl. Amarok fæst nú með 2.0 TDI 180 hestafla dísilvél með 8 gíra sjálfskiptingu og 3.200 kg dráttargetu. Eyðsla frá 7,6 lítrar/100km.* *Miðað við blandaðan akstur á sjálfskiptum/beinskiptum Volkswagen Amarok Startline Double Cab 2.0 TDI, 180 hö. www.volkswagen.is Volkswagen Amarok Fágaður og fullur af orku Komdu í reynsluakstur Amarok Double Cab 2.0 TDI 180 hestöfl kostar frá 7.590.000 kr. (6.047.809 kr. án vsk) Atvinnubílar FÓLK Í Reykjavík er hægt að kom- ast í dekur hjá hjónunum Adam og Evu. Ekki þó í Edensgarðinum heldur í heilsulindinni Sóley Nat- ura Spa. Hjónin Adam og Eva eru pólsk- ir nuddarar og vinna saman í heilsulindinni. Adam segir að nöfn þeirra hafi oft vakið furðu- svip og hlátur hjá fólki. „Helmingur viðskiptavina okkar er erlendir ferðamenn. Nöfnin okkar eru náttúrulega mjög alþjóðleg og því hefur fólk af bókstaflega öllum þjóðernum spurt okkur hvort við séum að grínast,“ segir Adam hlæjandi. Adam og Eva hafa búið á Íslandi í átta ár. „Við ætluðum bara að vinna hér í eitt ár til að prófa eitthvað nýtt. En okkur líkar svo vel á Íslandi. Hér er allt svo rólegt og svo fallegt. Það er hægt að labba um göturnar um miðja nótt án þess að hafa áhyggj- ur af því að eitthvað komi fyrir mann. Það kunnum við vel að meta.“ - ebg Hjón sem spurð eru daglega hvort þau séu að grínast vegna nafna þeirra: Adam og Eva dekra við þreytta Í PARADÍS Adam og Eva hafa búið á Íslandi í átta ár og segja landið vera sína paradís. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI SAGA EINBIRNISSTEFNUNNAR Í KÍNA Í SEXTÍU ÁR 1953-2013 Kínverskir leiðtogar stinga fyrst upp á því að takmarka þurfi barneignir, en ekkert verður úr þeim áformum. 1953 1975 20011970 19841980 2013 Kínverjar orðnir 800 milljónir. Kínastjórn hvetur pör til að eignast helst ekki fleiri en eitt barn, og alls ekki fleiri en tvö. Kommúnistaflokkurinn setur ný lög þar sem pörum er í reynd bannað að eignast fleiri börn en eitt. Kínastjórn veitir sumum undantekningarheimild til þess að eignast tvö börn. Þetta á við sums staðar í sveitum landsins. Einnig mega foreldrar eins barns eignast annað barn ef þeir eru báðir einbirni. Nokkrar aðrar undantekningar eru einnig leyfðar. Með nýrri löggjöf er reynt að fylgja þessum reglum betur eftir. Meðal annars þarf nú að greiða sektir ef fólk eignast barn í óleyfi. Nú nægir að annað foreldri barns sé einbirni til þess að eignast megi annað barn. Gjaldtaka á bílastæðum HÍ: Verður ekki í náinni framtíð DÓMSMÁL Handtökumáli Hjör- dísar Svan Aðalheiðardóttur var frestað í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Hjördís flúði með dætur sínar frá Danmörku til Íslands, en hún hefur verið í áralangri forræðisdeilu við danskan barns- föður sinn. Faðirinn fékk dæmt forræði yfir dætrum þeirra í Danmörku. Dönsk yfirvöld hafa sent hand- tökubeiðni til íslenskra stjórn- valda sem ríkissaksóknari sér um að fullnusta. Ákvörðun dansks dómara um að gefa út handtöku- skipun hefur verið áfrýjað í Dan- mörku og á þeim grundvelli frest- aði héraðsdómur málinu í gær. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða fæst fyrir dómstólunum. - fbj Forræðisdeila fyrir dómi: Fresta hand- töku Hjördísar JAFNRÉTTI Í nýjum bæklingi frá Toys “R” Us má sjá stelpur og stráka leika sér saman í bílaleik og í barbí. Bæði kynin sjást leika sér með ýmis leikföng án þess að þau séu sérstaklega ætluð öðru kyninu. Femínistafélag Íslands hrósar fyrirtækinu í tilkynningu: „Það er Femínistafélagi Íslands bæði ljúft og skylt að hrósa því þegar jafnréttissjónarmið eru höfð til hliðsjónar í starfsemi aðila sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif.“ - hrs Hrósa leikfangaverslun: Bæði kyn með sömu leikföngin HEILBRIGÐISMÁL Dæmi eru um að stúlkur undir lögaldri fari í skapa barmaaðgerðir til lýta- lækna í fylgd með mæðrum sínum. Lýtalæknir segir fordóma í garð slíkra aðgerða einkennast af vanþekkingu. Þórdís Kjartansdóttir, for- maður Félags lýtalækna, skrifar grein um málið í Læknablaðið. Þar segir hún að mikil vanlíðan fái konur til að gangast undir slíka aðgerð, ekki staðalímyndir í klámi. - þþ Undir lögaldri til lýtalækna: Fara í aðgerðir á skapabörmum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.