Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 22
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22
Miklar breytingar hafa
orðið á viðskiptaumhverfi
hérlendis og víðast hvar í
heiminum á síðustu árum
og á það ekki síst við fyr-
irkomulag á greiðslum.
Vissulega eru enn marg-
ar leiðir mögulegar til
greiðslu á vörum og þjón-
ustu en við blasir að notk-
un reiðufjár hefur minnk-
að, tékkar eru nær horfnir
og rafrænar lausnir hafa
að miklu leyti tekið við.
Ekki er hægt að segja að
gagnsæi ríki um kostnað þjóð-
félagsins við greiðslumiðlun og
hin ýmsu form hennar. Því er
ekki hægt að útiloka að verðlagn-
ing einstakra þátta sé ekki í sam-
ræmi við kostnað, t.d. við árgjöld
eða færslugjöld. Það er því ekki
gefið að sá greiðslumiðill sem
vinsælastur er hverju sinni, sé sá
hagkvæmasti fyrir fjármálakerfið
eða þjóðfélagið í heild. Geri menn
sér ekki grein fyrir kostnaði við
notkun á tilteknum greiðslumiðli,
getur það stuðlað að sóun eða tafið
eðlilega framþróun.
Kostnaður er stundum sýnilegur …
Tékkar eru gott dæmi um
greiðslumiðil þar sem kostnaður
var nokkuð augljós. Allir vissu
að hlutfallslegur kostnaður neyt-
enda við notkun þeirra var hár
enda útrýmdu debetkortin tékka-
viðskiptum nær algerlega. Annað
dæmi eru hraðbankar; þar er
kostnaður nokkuð augljós. Þeir
eru dýrir í innkaupum og rekstur
þeirra kostar mikið. Nú innheimta
bankar færslugjald af úttektum
annarra en eigin viðskiptavina.
Reynslan mun svo skera úr um
hvaða áhrif gjaldtakan hefur á
notkun hraðbanka.
… en stundum ekki
Í kreditkortaviðskiptum tíðkast
að sá sem selur vöru eða þjónustu
greiðir umsjónaraðilum korta-
kerfisins (banka, greiðslumiðl-
unarfyrirtæki (Reiknistofu bank-
anna) og kreditkortafyrirtæki)
þóknun í hvert sinn sem kredit-
kort er notað. Korthafinn greiðir
hins vegar sjaldnast færslugjald
þannig að frá hans sjónarhóli er
notkun á þessum greiðslumiðli
ókeypis þegar frá er talið árgjald-
ið.
Svipaða sögu má segja um
reiðufé. Viðskiptavinur sem notar
reiðufé verður heldur ekki var við
þann kostnað sem fylgir því að
gefa út seðla og mynt, kostnað við
meðhöndlun fjárins í bönkum og
hjá þeim sem selja vöru og þjón-
ustu.
Bankar taka sjaldnast þóknun
fyrir notkun reiðufjár, yfirleitt
er hægt að leggja inn og taka út
peninga án nokkurs kostnaðar.
Sama gildir um verslanir, þar er
hægt að nota reiðufé án þess að
það kosti viðskiptavininn nokkuð.
Frá sjónarhóli neytandans fylgir
m.ö.o. enginn kostnaður notkun
reiðufjár enda kemur hann hvergi
fram. Reyndin er auðvitað önnur.
Bæði bankar og verslanir bera
mikinn kostnað vegna geymslu
og umsýslu reiðufjár, en jafn ljóst
er að það er mjög erfitt að rukka
neytandann beint vegna þessa.
Staðreyndin er sú að kostnaður
við notkun reiðufjár er
innifalinn í verðlagningu
á þeirri vöru og þjón-
ustu sem greitt er fyrir
og því fylgir að notendur ódýrari
greiðslumiðla, t.d. korta eða raf-
rænna millifærslna, greiða niður
kostnað við notkun reiðufjárins.
Kostnaður við reiðufé er mikill …
Við notkun reiðufjár fer fram upp-
gjör um leið og peningar skipta
um hendur. Það á hvorki við um
tékka né rafræna greiðslumiðla. Í
þeim tilvikum þarf milliliði eins
og banka, hæft starfsfólk, tölvu-
kerfi og margreyndar vinnslu-
aðferðir til að ljúka uppgjöri. Að
þessu leyti er reiðufé einfaldara
í notkun en aðrir greiðslumiðl-
ar en það gerir það ekki ókeypis.
Nálgast þarf reiðufé í banka eða
hraðbanka. Verslanir þurfa að
varðveita reiðuféð með traustum
hætti. Síðan þarf að fara með þann
hluta þess sem ekki er notaður
sem skiptimynt í bankaafgreiðslu
eða næturhólf. Vegna þess að
reiðufé ber enga vexti flytja
bankar eins mikið og þeir geta til
Seðlabankans í lok viðskiptadags.
Þegar þeir þurfa svo aftur á því
að halda til að þjónusta viðskipta-
vini þurfa þeir að sækja það aftur
í Seðlabankann. Flutningar af
þessu tagi kalla á umfangsmiklar
öryggisráðstafanir og það sama á
við um um flutning reiðufjár milli
útibúa. Þetta sýnir glögglega að
það er langt frá því að reiðufé sé
ókeypis greiðslumiðill, þótt engin
árgjöld, færslugjöld eða annar
kostnaður fylgi notkun þess. Þá
er enn algerlega ótalinn kostnað-
ur við prentun seðla og myntsláttu
sem er auðvitað verulegur.
Hver verður framtíðin?
Þróun á þessu sviði hefur verið
mjög hröð og tæknin ræður miklu
þar um. Ef gengið er út frá þeirri
viðurkenndu hugmynd að inn-
heimta beri raunkostnað fyrir
þjónustu, þá mætti hugsa sér að
hægt væri að ýta undir hagkvæm-
ari greiðslumiðlun með því að taka
gjald fyrir umsýslu reiðufjár sem
tæki mið af raunverulegum kostn-
aði eða leggja á notkun þess og
vörslu sérstakt áhættugjald. Til-
gangurinn með slíkri gjaldtöku
væri m.a. að gera notkun reiðu-
fjár tiltölulega óhagstæðari en
annarra greiðslumiðla.
Eflaust má segja að notkun
reiðufjár sé einn af hornsteinum
okkar fjármálakerfis og þannig
hefur það verið um aldir. Gjald-
taka vegna þeirrar notkunar er
flókin og hún myndi tæplega
ganga hávaðalaust fyrir sig. Miklu
líklegra er því að reiðufé hverfi
hægt og hljóðlega af sjónarsvið-
inu á næstu árum, þó ólíklegt sé
að notkun þess líði alveg undir lok.
Framtíð reiðufjár verður rædd
á ráðstefnu Landsbankans í Hörpu
þriðjudagsmorguninn 19. nóvem-
ber.
Hverfur reiðufé
af sjónarsviðinu?Starfsmenntamálin eru ofarlega á lista áherslna VR
í þeim kjaraviðræðum sem
nú standa yfir og er í kröfu-
gerð VR og Landssam-
bands ísl. verzlunarmanna
(LÍV) sérstaklega fjallað
um menntun starfsmanna
í verslun og þjónustu. Á
nýafstöðnu þingi LÍV var
samþykkt ályktun þar sem
áherslur í menntamálum
eru áréttaðar og atvinnu-
rekendur hvattir til að standa með
okkur að því að auka og efla starfs-
menntun í landinu.
Af hverju starfsmenntamálin?
Rúmlega helmingur félagsmanna
VR sótti menntun, fræðslu eða
þjálfun af einhverju tagi á árinu
2012, samkvæmt launakönnun VR.
Það er mjög ánægjulegt. Það er hins
vegar áhyggjuefni að í versluninni
er þetta hlutfall lægra, eða 37%, á
meðan það er mun hærra hjá fyrir-
tækjum í sérhæfðri þjónustu og
fjármálageira, eða yfir 60%.
Í nýlegri vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofunnar kemur fram að nær
þriðjungur fólks á aldrinum 25-64
ára er ekki með framhaldsmenntun.
Í verslun og ferðaþjónustu er þetta
hlutfall umtalsvert hærra eða um
48%, að mati Fræðslumiðstöðvar
atvinnulífsins, að því er fram kemur
í rannsókn sem unnin var á vegum
Rannsóknarseturs verslunarinnar.
Þrátt fyrir mikið framboð af
námi fyrir starfsfólk í verslun og
þjónustu er enn þörf fyrir meiri
menntun. Fjórir af hverjum tíu
svarendum í könnun VR sögðust
hafa mikla þörf fyrir frekari þjálf-
un eða viðbótarfræðslu í tengslum
við starf sitt. Og því miður er
aðsókn ekki nógu góð í sérhæft
nám fyrir verslunarfólk –
unga fólkið leggur námið
ekki fyrir sig og lítur ekki á
starfið sem framtíðarstarf.
Og síðast en ekki síst,
starfsfólk vantar hvatann
til að afla sér meiri mennt-
unar. Mikið námsfram-
boð hefur lítið að segja ef
enginn nýtir það. VR gerði
í sumar könnun meðal
félagsmanna þar sem
m.a. var spurt um starfs-
menntamálin. Þegar spurt var um
hvatann fyrir frekara námi voru
niðurstöðurnar býsna afgerandi;
flestir nefndu örugga launahækk-
un að námi loknu sem og tækifæri
til starfsþróunar eða stöðuhækk-
unar. Atvinnulífið verður að sýna
í verki að það vilji menntað starfs-
fólk til starfa. Og starfsmenn verða
að sjá það í launaumslaginu sínu að
menntunin borgi sig.
Markmið okkar er einfalt: við
viljum hefja störf í verslun og þjón-
ustu til vegs og virðingar og gera
þau að eftirsóknarverðum valkosti
fyrir unga fólkið. Það gerum við
með því að auðvelda aðgengi að
markvissu og skilvirku námi og
tryggja að námið skili áþreifanleg-
um ávinningi – bæði í formi launa
og starfsþróunar.
Hverju viljum við ná fram?
Það bendir margt til þess að stéttar-
félög og atvinnurekendur geri með
sér stuttan kjarasamning sem und-
anfara að lengri og viðameiri samn-
ingi. Á þingi LÍV samþykktu þing-
fulltrúar þessa nálgun, eins og fram
kemur í kjaramálaályktun þingsins
sem birt er á heimasíðu VR. Kjara-
samningaviðræður eru vettvang-
ur samskipta milli atvinnulífsins
og stéttarfélaganna og við teljum
mikil vægt að starfsmenntamálin fái
þá athygli sem þeim ber við samn-
ingaborðið, hvort sem samið verð-
ur til lengri eða skemmri tíma. Við
gerum þá kröfu að áherslur félags-
ins í þessum málaflokki fái inni í
bókun í næstu kjarasamningum.
Í fyrsta lagi gerum við þá kröfu
að fulltrúar atvinnulífsins, í sam-
starfi við menntamálayfirvöld,
sammælist um að ljúka vinnu við
að skilgreina starfsmenntun fyrir
starfsfólk í verslunar- og þjón-
ustugreinum með námslokum sem
verða metin til launa.
Í öðru lagi leggjum við áherslu á
samfellt nám á framhaldsskólastigi
fyrir starfsfólk í verslunar- og þjón-
ustugreinum.
Og í þriðja lagi viljum við að
áhersla verði lögð á að starfsfólk
með stutta formlega menntun fái
tækifæri til þess að fá reynslu sína
metna í raunfærnimati.
Atvinnulífið og stéttarfélögin
verða að fylgja því fast eftir að
nýjar áherslur í starfsmenntamál-
um fái þann stuðning sem til þarf,
orð mega sín lítils ef þeim fylgja
ekki aðgerðir. VR samþykkti fyrir
nokkrum árum menntastefnu þar
sem áhersla er lögð á að menntun
sé hagsmunamál allra á vinnumark-
aði – félagsmanna og atvinnurek-
enda. Aukin menntun eykur ekki
eingöngu verðmætasköpun held-
ur bætir lífsgæði einstaklinganna.
Það er, þegar upp er staðið, helsta
ástæða þess að við leggjum mikla
áherslu á starfsmenntamálin.
Menntun er kjaramál
KJARAMÁL
Ólafía B.
Rafnsdóttir
formaður VR
➜ Markmið okkar er
einfalt: við viljum hefja störf
í verslun og þjónustu til vegs
og virðingar og gera þau að
eftirsóknarverðum valkosti.
➜ Ekki er hægt að
segja að gagnsæi ríki
um kostnað þjóð-
félagsins við greiðslu-
miðlun og hin ýmsu
form hennar.
FJÁRMÁL
Ari Skúlason
hagfræðingur hjá
Landsbankanum
UMMÆLI VIKUNNAR
09.011.2013 ➜ 15.11.2013
Framsögumenn:
Ingvild Næss Stub,
aðstoðarutanríkisráðherra Noregs
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis
Anne Krogstad, prófessor, UiO
Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra
Fundarstjóri: Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi.
Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.
Léttar veitingar.
Norska sendiráðið í Reykjavík í samstarfi við
Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna (MARK)
og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) við Háskóla Íslands.
Pallborðsþátttakendur:
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti Íslands
Árni Páll Árnason, alþingismaður
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Rósa Erlingsdóttir, sérfræðingur, Velferðarráðuneyti
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor, HÍ
Málþing í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar norskra kvenna
Norræna húsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 15. 00 – 18.00
„Í ljósi þess sem
hér var sagt um brýna
nauðsyn aukinnar
fjárfestingar verð ég
að viðurkenna að ég er
orðin óþreyjufull. “
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, nefndi í
framhaldinu Helguvík á haustfundi
Landsvirkjunar. Síðar sagðist hún
ekki hafa verið að snupra menn.