Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 36
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
stjórnar- og aðflugstæki flugvallarins. Full-
trúar annarra flugfélaga voru á sama máli
og gefin var út rannsóknarskýrsla í samráði
við bandaríska sérfræðinga sem stangaðist
verulega á við niðurstöður fyrri rannsókn-
arinnar.
Var niðurstaða þessar-
ar nýju rannsóknar sú að
meginorsakir slyssins hafi
verið skortur á viðhaldi
aðflugstækja og að áhöfn
vélarinnar hafi fengið rang-
ar upplýsingar frá flugturni.
Þá var veðrið talið hafa átt
sinn þátt, en mikil rigning
var þegar slysið varð, vind-
ur og niðurstreymi.
Leifur Eiríksson, DC-8-þota Flug-leiða, brotlenti í aðflugi við Kat-unayake-flugvöll í Kólombó á Srí Lanka fyrir 35 árum í gær. Um er að ræða mannskæðasta slys íslenskrar flugsögu, en 183 fórust,
þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða.
Vélin var á leið frá Sádi-Arabíu með
indónesíska pílagríma á leið til síns heima,
Millilenda átti í Kólombó þar sem auka-
áhöfn og starfsmenn áttu að verða eftir. Í
afleitu veðri og skyggni brotlenti vélin á
kókoshnetuplantekru skömmu fyrir mið-
nætti, rúmum tveimur kílómetrum frá enda
flugbrautarinnar.
Þjóðin harmi slegin
79 komust lífs af úr slysinu, þar af fimm
Íslendingar. Þeir voru flugfreyjurnar Jón-
ína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifs-
dóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður
Vilhjálmsdóttir, og Harald Snæhólm flug-
stjóri. Þau eru öll á lífi í dag.
Áhöfn Dagfinns Stefánssonar, flugstjóra,
beið vélarinnar á flugvellinum, en hún átti
að taka við henni og flytja pílagrímana
áfram til Indónesíu. Hópurinn sat í far-
þegasal flugvallarins þegar honum voru
flutt tíðindin.
Íslendingarnir fimm sem komust lífs af
voru fluttir á sjúkrahús í Kólombó og reynd-
ist ekkert þeirra lífshættulega slasað.
Að kvöldi 19. nóvember lenti Boeing
727-þota Flugleiða með lík sjö þeirra átta
Íslendinga sem fórust í slysinu. Fjöldi
einkennisklæddra starfsmanna Flugleiða
stóð heiðursvörð við móttökuathöfnina og
lúðrasveit spilaði á meðan líkkistunum var
raðað fyrir framan vélina. Þjóðin var harmi
slegin.
Rannsóknin gagnrýnd
Rannsókn flugmálayfirvalda á Srí Lanka
var gagnrýnd af Flugmálastjórn Íslands.
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að
gáleysi flugmannanna hefði verið megin-
orsök slyssins.
Hópur íslenskra rannsóknarmanna sem
var sendur utan komst að annarri niður-
stöðu og taldi ýmislegt athugavert við flug-
35 ár liðin frá mannskæðasta
slysi íslenskrar flugsögu
Í gær voru 35 ár liðin síðan þota Flugleiða brotlenti í aðflugi á Srí Lanka. 183 fórust í slysinu, þar af átta Íslendingar.
Ásta B. Hauksdóttir var fimmtán ára þegar
faðir hennar, flugstjórinn Haukur Hervins-
son, fórst í flugslysinu.
„Slysið verður sex um kvöld að íslensk-
um tíma en þetta er ekkert eins og núna.
Þú værir búinn að vita þetta eftir eina
mínútu. Ég man að presturinn kom heim
morguninn eftir klukkan sjö og bankaði
upp á með hempuna og hringdi dyrabjöll-
unni. Mamma fór og kíkti út um lítinn
glugga í betra anddyrinu og sá þennan
mann. Þá vorum við kallaðar fram syst-
urnar,“ segir Ásta. „Okkur var sagt að
vélin hefði farist í flugtaki, en hún fórst
í aðflugi. Allar upplýsingar voru rangar
en boðleiðirnar voru aðrar á þeim tíma.
Það var enginn sem fékk áfallahjálp. Ég
er fimmtug í dag og er enn þá að glíma
við þetta. Ég hef unnið með sjálfa mig
en maður er fullorðin kona í dag og þetta
„markerar“ mann alveg fyrir lífstíð.“
Þrátt fyrir slysið hræðilega ákvað Ásta
fimm árum síðar að „fara í flugið“ eins
og hún kallar það. Hún starfaði sem flug-
freyja í mörg ár og lærði síðan flugrekstr-
arfræði. Aðspurð segir hún slysið ekki
hafa dregið úr sér kjarkinn. „Þegar slysið
varð sagði ég að ég ætlaði aldrei að fara í
flugvél aftur. Svo bara var ég með þessa
bakteríu í blóðinu og þetta átti hug minn
allan.“ Hún bætir við að íslenskir flug-
menn séu tvímælalaust þeir bestu í heimi.
Í fluginu kynntist hún einmitt vel þeim
sem lifðu slysið af og hefur hún verið í
góðu sambandi við marga þeirra í gegnum
árin. Þess má geta að Ásta á þrjár dætur
og er ein þeirra, sem er sextán ára, harð-
ákveðin í að verða flugmaður.
Ásta bjó í útlöndum í tíu ár en flutti
aftur heim til Íslands í vor. Síðan þá hefur
hún átt í viðræðum við Icelandair um að
reistur verði minnisvarði um þá sem fór-
ust. Hún hefur einnig áhuga á að stofna
minningarsjóð sem yrði veitt úr einu sinni
á ári, 15. nóvember.
Henni finnst mikilvægt að eftirlifendur
slyssins og ættingjar þeirra sem fórust
haldi hópinn meira. „Það þarf einhvern til
að taka það frumkvæði og ég hugsa að ég
geri það. Ég gekk með það í maganum að
við myndum fara ferð til Srí Lanka. Ein-
hverjir hafa tekið vel í það og svo þarf
bara að framkvæma þetta.“
Presturinn bankaði upp á með hempuna
Flugstjórinn Harald Snæhólm, sem er 74
ára, var einn þeirra fimm Íslendinga sem
lifðu slysið af. Hann flaug sem farþegi og
sat aftast í eldhúsi flugvélarinnar þegar
slysið varð.
„Ég slasaðist mikið. Ég man að lung-
un lögðust saman, bakið fjórbrotnaði og
hausinn á mér var allur skorinn í sundur,“
rifjar Harald upp fyrir blaðamann. „Stélið
fór niður og það kom mikill hvellur. Svo
rankaði ég ekki við mér fyrr en 100 til 200
metra frá flugvélinni með stórt pálmatré
yfir brjóstinu á mér og ég gat ekki hreyft
mig, var alveg pikkfastur. Vélin sprakk og
ég hélt ég myndi brenna lifandi. En ég gat
grafið undan bakinu á mér með höndun-
um þannig að ég gat ýtt mér undan trénu.
Þannig skreið ég í burtu og tveir innfædd-
ir fundu mig og drösluðu mér á spítala.
Þetta var bara Guð og lukkan.“
Harald bætir við að öll deyfilyf hafi
verið búin. „Þegar andlitið á mér var
saumað saman héldu þeir mér niðri, Dag-
finnur Stefánsson og Einar Guðlaugsson,
sem voru í áhöfninni sem átti að taka við
af okkur.“
Eftir að hann var gróinn sára sinna
sneri Harald aftur til starfa sem flugstjóri
þrátt fyrir þessa ógurlegu lífsreynslu. Það
gerðu einnig hinir fjórir eftirlifendurnir
og áttu þau eftir að fljúga margoft saman.
„Ég var settur í þjálfun aftur og svo byrj-
aði þetta smám saman að koma. Þetta
var andskoti erfitt en það var annaðhvort
að takast á við þetta eða finna sér aðra
vinnu.“
Harald fékk enga áfallahjálp frekar en
aðrir sem lentu í slysinu en segir það hafa
hjálpað sér mikið að tala við aðra flug-
menn um það sem gerðist. „Þeir voru allt-
af að spyrja mig og ég var alltaf að kjafta.
Þá losar maður um þetta. Ég hef fengið
hálfgerða hjálp þannig.“
Þegar Útkalls-bók Óttars Sveinssonar
um slysið kom út árið 2006 hitti Harald
í fyrsta sinn ættingja þeirra sem fórust
í slysinu. „Það var mjög þægileg og góð
stund.“
Aðspurður segist hann hafa áhuga á að
fara aftur til Srí Lanka og setja þar upp
minnisvarða að heiman. „Það fyndist mér
réttlætanlegt. Ég held að við værum öll til-
búin til að gera það.“
Hélt ég myndi brenna lifandi
Haukur Viðar
Alfreðsson
haukur@frettabladid.is
Freyr Bjarnason
freyr@frettabladid.is
MISSTI PABBA SINN Í SLYSINU Ásta B.
Hauksdóttir lét flugslysið ekki draga úr sér
kjarkinn og gerðist flugfreyja þegar hún var
tvítug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HARALD SNÆHÓLM Harald er einn þeirra fimm
Íslendinga sem lifðu slysið af. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FLAKIÐ Flak
flugvélarinnar á
staðnum þar sem
Harald Snæhólm
flugstjóri fannst.
MYND/ÚR EINKASAFNI
FLUGVÉLIN SEM
BROTLENTI
Flugvél Loftleiða,
Leifur Eiríksson
TF-FLA, kemur
til lendingar á
Reykja víkur flug-
velli á flugdegi
í ágúst 1978.
Tæplega þremur
mánuðum síðar
fórst vélin í að-
flugi að flugvell-
inum í Kólombó
á Srí Lanka. 183
manns fórust.
MYND/LJÓSMYNDASAFN
REYKJAVÍKUR
FORSÍÐA VÍSIS Vísir fjallaði
ítarlega um slysið á forsíðu sinni
16. nóvember 1978.