Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 38
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Þetta er frumraun mín í leikhúsi,“ segir Systa Björnsdóttir hönnuður um leikmynd og bún-inga í Refnum á Litla sviði Borgarleikhússins. „Ég kem í rauninni úr allt öðrum heimi. Hef verið úti á Ítalíu í tæp tuttugu ár og meðal annars unnið í kvikmyndum, auglýsingum og sýn- ingum úti um allan heim en aldrei komið nálægt leikhúsi.“ Hún segir fólkið í Borgarleikhúsinu hafa verið henni hjálplegt. „Auðvitað snýst svona hönnun alltaf um það sama, handrit, áherslur og þarfir leikara. Verstu óvinir mínir í þessu verkefni voru sjónlínurnar. Ég er ekki vön að þurfa að taka mikið tillit til þeirra en þetta er búið að vera lærdómsríkt og skemmtilegt og ég sé eftir að hafa ekki kynnst heimi leikhússins fyrr.“ Ekki á náttfötunum út í búð Systa hefur haft bækistöð í Míl- anó frá því hún fór út, bjó þar með Ítala um tíma en flutti til Íslands á síðasta ári með son sinn Ísak sem verður þriggja ára í janúar. Hvað kom til? „Ég hafði verið úti öll mín fullorð- insár, var í bullandi karríer, alltaf að ferðast og sinna spennandi verk- efnum. Svo eignaðist ég Ísak og þá fór ég að hugsa allt út frá honum. Þegar fæðingarorlofinu lauk var hann sjö mánaða og alltaf hjá barna- píu og þegar ég fór að leita að leik- skóla handa honum komst ég að því að ég þurfti að koma með sápu og klósettpappír að heiman. Umhverf- ið var einstaklega óbarnvænt svo ég ákvað að prófa að flytja heim.“ Hún segir þó heilmikil viðbrigði að setjast að á Íslandi eftir tutt- ugu ára fjarveru. „Ég kom hingað bara sem gestur á þessu tuttugu ára tímabili og þá var alltaf skipu- lögð dagskrá og mikil gleði, þannig að ég sá dálítið bjagaða mynd af líf- inu hér. Það er óneitanlega erfitt að flytja hingað úr stóru samfélagi eins og Mílanó sem er milljónaborg. Hér get ég til dæmis ekki farið á náttföt- unum út í búð að kaupa í matinn eins og þar! Mér fannst ég alltaf vera að sjá sama fólkið hér og í byrjun vissi ég ekkert hvort ég ætti að heilsa því. Var farin að brosa vandræða- lega. Ítalir eru svo opnir og ég var orðin vön því að fólk segði það sem því fyndist. „Þú hefur bara fitnað.“ „Mikið lítur þú vel út í dag.“ „Þetta er falleg blússa sem þú ert í,“ og annað þess háttar. Ítalir spyrja allt- af hvernig maður hafi það og þá er ekkert athugavert við að segja bæði jákvæða og neikvæða hluti. Mér finnst eins og það sé ekki í boði hér, fólk tekur því eins og maður sé að kvarta og það er ekki vinsælt.“ Engin tvö verkefni eins Systa er úr Svarfaðardal, dóttir Björns Daníelssonar og Fjólu Guð- mundsdóttur. „Pabbi var kennari í Húsabakkaskóla. Þótt við værum í sveit áttum við bara ketti og páfa- gauka. Það var allur búskapurinn,“ segir Systa brosandi. Eftir nám í MA og á listabraut Kennaraháskólans kveðst hún hafa haldið til Ítalíu í nám í leikmynda-og búningahönnun. „Ég ætlaði ekkert að stoppa lengi. En að námi loknu byrjaði ég að vinna sem aðstoðar- maður hjá stórum leikmyndahönn- uðum. Það er mikill skóli og maður verður að vera hógvær og dugleg- ur. En smátt og smátt fór fólk að biðja mig að taka að mér verkefni meðfram svo ég fór að vinna sjálf- stætt. Það byrjaði mjög skarpt því ég fór strax að vinna með stórum nöfnum, Tony Kaye til dæmis sem gerði American History X, og ég fór að ferðast mikið, meðal annars til Suður-Ameríku, Suður-Afríku, til Asíu og út um allt. Það skiptir miklu máli að leikmyndahönnuður sé með frá byrjun og það sem gerir starfið skemmtilegt er að engin tvö verk- efni eru eins, oft erum við að búa til heim sem aldrei hefur verið til, eða var til fyrir löngu síðan. Það liggur mikil undirbúningsvinna á bak við hvert verk og ferlið er oft langt.“ Hún kveðst vera orðin sérfræðing- ur í að breyta húsnæði á marga vegu og oft hafa látið smíða stórar leik- myndir í stúdíóum. „Þar eru smíðuð heilu húsin en stundum er ekki hægt að opna hurðirnar,“ lýsir hún. Það voru viðbrigði fyrir Systu að koma heim vegna atvinnunnar. „Ég hafði ekki þurft að leita mér að vinnu í mörg, mörg ár fyrr en ég kom til Íslands en úti gat ég valið um verkefni,“ segir hún og kveðst hafa farið til Ítalíu til að vinna á mánaðarfresti fyrst eftir að hún flutti heim, enda með ákveðinn kúnnahóp þar, eins og Vodafone og IKEA. Þar kom að hún ákvað að fækka utanlandsferðum og reyna þess í stað að finna sér verkefni hér á landi. „Ég var svo heppin að kynn- ast kvikmyndafyrirtækinu Pega- susi, gerði til dæmis leikmyndina í Hrauninu, nýjum framhaldsþætti fyrir RÚV sem Pegasus fram- leiddi og fljótlega hefst vinna við skemmtilega sýningu í Hönnunar- safni Íslands.“ Engar pabbahelgar Þægindin á Íslandi og þráin eftir Ítalíu togast á í huga Systu. „Ég er búin að vera hér í ár og stund- um langar mig að komast í heims- borgaraskapið en þá er líka hægt að hoppa upp í flugvél og fara. Ég var 40 mínútur að keyra niður á strönd frá heimili mínu, klukkutíma upp í Alpana og það var tiltölulega stutt til Parísar en ég get ekki sagt að ég hafi alltaf verið að njóta lífsins á þessum stöðum. Mest flakkaði ég bara vinnunnar vegna og stundum fannst mér ég búa meira á hótelum og í flugvélum en heima hjá mér.“ Systa segir frábært að vera með börn á Íslandi og Ísak sé á yndis- legum leikskóla, Hagaborg. Hún kveðst ekki vera í neinu sambandi við barnsföður sinn, svo ekki er um neinar pabbahelgar að ræða. „En ég á góða fjölskyldu sem elskar Ísak og hjálpar mér mikið. Ég hef ferðast um heiminn, kynnst alls konar fólki, smakkað alls konar mat og notið ólíkrar menningar, ég hef átt velgengni að fagna í starfi og finnst allt í lagi að hægja á mér og setja son minn í fyrsta sæti. Og þótt ég búi á Íslandi og sé orðin mamma er ekki þar með sagt að ferillinn sé búinn!“ Það er óneitanlega erfitt að flytja hingað úr stóru samfélagi eins og Mílanó sem er milljóna- borg. Hér get ég til dæmis ekki farið á náttfötunum út í búð að kaupa í matinn eins og þar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Setti soninn í fyrsta sæti Systa Björnsdóttir bjó í Mílanó í tuttugu ár og vann við leikmyndahönnun fyrir auglýsingar og kvikmyndir víða um lönd en flutti heim á síðasta ári til að veita syni sínum betri aðbúnað í æsku. Nú hefur hún gert sína fyrstu leikmynd fyrir leikhús. HÖNNUÐURINN „Ég kom hingað bara sem gestur á tímabili og þá var alltaf skipulögð dagskrá og mikil gleði, þannig að ég sá dálítið bjagaða mynd af lífinu hér,“ segir Systa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÝNISHORN AF VERKEFNUM SYSTU Á ÍTLALÍU TOSCANA 1 Kynning- arefni fyrir Toscana- hérað; allt sem héraðið hefur upp á að bjóða var tekið fyrir á listrænan hátt. JÓLA- AUGLÝSING VODAFONE Margir risa- stórir hlutir smíðaðir, meðal annars hljóðfæri. SANPELLI- GRINO „Eitt af fyrstu verk um Systu sem leikmynda- hönnuðar, hluti unninn í tölvu- vinnslu en tekið upp í stúdíói. VIÐ STRÖNDINA Góðar bókmenntir eru eitt af því sem Toscana- hérað státar af.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.