Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 48
FÓLK| LJÓSMYNDIR
Inga Sól er menntaður húsgagna-hönnuður en hefur undanfarið ein-blínt á minni nytjahluti fyrir heimilið.
„Það sem hefur verið gegnumgangandi
þráður hjá mér er endurvinnsla. Ég hef
mjög gaman af því að skoða efni og at-
huga hvernig ég get notað þau á nýjan
hátt,“ segir Inga Sól, sem sýnir verk
sín á Handverki og hönnun í Ráðhúsi
Reykjavíkur um helgina.
Sem dæmi um endurunna hönnun
Ingu Sólar má benda á hálsmen sem
hún býr til úr gömlum rennilásum,
diskamottur sem ofnar eru úr dagblöð-
um í vefstól og hitaplatta sem hún býr
til úr gömlu parketi. „Þá hef ég notað
mjólkurfernur í ljósaseríurnar mínar.
Þá tek ég mjólkurfernur, eyði úr þeim
öllu lími og vaxi og bý til nýjan pappír
sem ég fæ þá annað hvort hvítan eða
brúnan,“ segir Inga Sól en úr þessum
pappír mótar hún blóm sem hún festir
við ljósaseríu. „Núna fyrir jólin litaði ég
pappírinn rauðan,“ segir Inga Sól, sem
hafði jólastjörnuna í huga við hönn-
unina. „Bæði blómið en einnig Betle-
hemsstjörnuna og stjörnurnar sem við
hengjum út í glugga um jólin,“ segir
hún. Inga Sól hefur lituðu seríuna ekki
til sölu á Handverki og hönnun en þeir
sem hafa áhuga geta pantað hana hjá
henni.
■ solveig@365.is
JÓLASTJARNA SKÍN
HÖNNUN Inga Sól Ingibjargardóttir leggur áherslu á endurvinnslu í sinni
hönnun. Nýverið hannaði hún rauða og jólalega ljósaseríu úr mjólkufernum.
INGA SÓL Nánari upplýsingar um hönnun Ingu Sólar er að finna á ingasolde-
sign.com og á facebook undir IngaSól design. MYND/GVA
Ljósmyndavörur ehf., eitt elsta ljós-myndafyrirtæki landsins (stofnað 1974), hafa stórbætt öflugasta fram-
köllunarvef landsins (framkollun.ljos-
myndavorur.is) núna í haust. Á vefnum er
hægt að panta ljósmyndir, líka Instagram
(10x10cm – á frábæru verði), stækkanir,
striga, jólakort, bolla, boli, brúsa, dagatöl,
músamottur, iPhone-hulstur, harðar ljós-
myndabækur og margt fleira. Breyting-
arnar voru gerðar til að mæta óskum
viðskiptavina. Núna eru allar pantanir
greiddar strax í gegnum örugga greiðslu-
síðu Valitors, þannig að allar pantanir sem
koma í gegnum vefinn fara strax í fram-
leiðslu. Það þýðir að við getum afgreitt
miklu hraðar en áður – en við vorum
býsna snögg áður! Við getum sent hraðar
frá okkur pantanir og mun styttri biðtími
verður eftir afgreiðslu í verslun okkar fyrir
þá sem vilja sækja sjálfir.
Að búa til ljósmyndir, jólakort, dagatöl,
striga og svo framvegis er leikur einn á
vefnum. Ef þú ert með myndir í tölvunni
þarftu bara að fara inn á framkollun.ljos-
myndavorur.is. Svo velur þú það sem þú
vilt gera, t.d. jólakort. Þá velur þú útlit
með því að smella á það kort sem þér lýst
best á, smellir svo á „Smelltu hér til að
velja mynd“ og þá færðu valmöguleika til
að finna myndina sem þú vilt (af tölvunni
þinni eða Facebook), smellir á hana, velur
fjölda og heldur svo áfram að panta eða
klárar pöntunina. Þú velur hvort þú vilt
sækja eða fá sent með pósti, greiðir og
pöntunin þín fer í framleiðslu. Þú færð
um hæl tölvupóst með upplýsingum um
pöntunina þína og afgreiðslutíma. Veljir
þú að sækja pöntunina færðu SMS þegar
hún er tilbúin. Þess má geta að umslög
fylgja jólakortunum.
Mikið hefur verið óskað eftir Facebook-
stuðningi og höfum við brugðist við því.
Núna er ekkert mál að fá ljósmyndir gerð-
ar úr Facebook-myndunum þínum. Eina
sem þarf að gera er að fara inn á framkoll-
un.ljosmyndavorur.is, velja Framköllun,
velja félagsmiðlar, smella á Facebook, skrá
sig inn á Facebook-síðuna sína og velja
myndirnar. Þá er hægt að gera ljósmyndir,
stækkanir, bolla, boli, brúsa, músamottur
o.fl. úr myndunum. Til að tryggja næga
afkastagetu bættum við við okkur annarri
Fujifilm Frontier-framköllunarvél sem er
sú hraðvirkasta á landinu.
Við bjóðum líka upp á mjúkar ljós-
myndabækur, sérstakt pöntunarforrit
er á ljosmyndavorur.is fyrir þær. Svo
erum við með mikið og sívaxandi úrval af
ljósmynda römmum.
EKKERT MÁL AÐ
GERA JÓLAKORTIN
LJÓSMYNDAVÖRUR KYNNA Lítið mál er að útbúa jólakortin með hjálp ljos-
myndavorur.is. Þar má einnig panta stækkanir, búa til dagatöl og ljósmynda-
bækur, láta prenta á bolla, boli og brúsa.
ÖFLUGUR FRAM-
KÖLLUNARVEFUR
framkollun.ljosmynda-
vorur.is er sniðugur
vefur.
L jósmynda-stofa Erlings er á Eiðistorgi
og hefur starfað frá
árinu 2000. Á stof-
unni starfa Erling
Ó. Aðalsteinsson
og Silla Páls. Ljós-
myndastofan sinnir
öllum almennum
myndatökum, til
dæmis barna- og
stúdentamynda-
tökum og einnig
fermingar- og brúð-
kaupsmyndatökum.
Passamyndatökur
hafa einnig verið
vinsælar undan-
farin ár auk ýmissa
fjölbreyttra við-
burðamyndataka.
Fyrir jólin er boðið
upp á svokallaða
jólakortamyndatöku
en það er hálftíma
myndataka þar sem ein mynd er valin á tuttugu jólakort á aðeins
18.000 krónur. Að koma í myndatöku á að vera gaman því minningin
um myndatökuna lifir með myndinni. Við mælum með að börnin hafi
sér uppáhaldsleikfangið sitt með í myndatökuna.
Það er vinsælt að stórfjölskyldan komi í myndatöku. Þá koma afi og
amma með börn og barnabörn og allir myndaðir, bæði allur hópur-
inn, afi og amma með barnabörnunum, og sínum börnum, síðan hver
fjölskylda fyrir sig. Þá er líka algengt að systkini koma í myndatöku og
koma foreldrum sínum á óvart með fallegri systkinamynd í jólagjöf.
Slíkar myndir eru ómetanlegar minningar og skemmtilegar gjöf sem
lifir að eilífu.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni okkar erling.is, faceboook
síðu okkar og í síma 552-0624.
JÓLAGJÖF SEM LIFIR
AÐ EILÍFU
LJÓSMYNDASTOFA ERLINGS KYNNIR Fallegar
ljósmyndir eru skemmtileg hugmynd að jólagjöf
sem lifir lengi.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
Barnaheillum
Jól með
AUÐVELT
AÐ VERA MEÐ
www.jolapeysan.is