Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 100

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 100
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 „Þetta er afar skemmtileg sýn- ing,“ segir Hall- dór Guðmunds- son, forstjóri Hörpu, um sýn- inguna Að móta Evrópu: Bygg- ingarlist í 25 ár. Verðlaun Evr- ópusambands- ins fyrir samtíma byggingarlist – Mies van der Rohe-verðlaun- in 1988-2013, sem opnuð verður í Hörpu í dag. Harpa hlaut sem kunnugt er þessi virtu verðlaun fyrr á þessu ári og er það kveikja þess að sýningin er sett upp hér. „Sýningin kemur til okkar frá Barcelona og var gerð í til- efni þess að þessi evrópsku arkitektúr verðlaun eru 25 ára,“ útskýrir Halldór. „Sett hefur verið saman sýning þar sem allar verðlaunabyggingarnar eru auk margra tilnefndra bygginga víðs vegar að úr Evrópu, en í allt eru 44 líkön á sýningunni, fyrir utan spjöld með ýmsum fróðleik.“ Halldór segir sýninguna gefa ótrúlega skemmtilegt yfirlit um evrópska byggingarlist síð- asta aldarfjórðunginn. „Það sem gerir þessa sýningu óvanalega í íslensku samhengi er sá mikli fjöldi af líkönum bygginga sem þarna er til sýnis, við erum van- ari ljósmyndum og teikningum, sem vissulega eru með hér líka.“ Sýningin er í almenningnum í Hörpu, aðgangur er ókeypis og að sjálfsögðu allir velkomnir, að sögn Halldórs. Henni lýkur í janúar. fridrikab@frettabladid.is Þróun byggingarlistar í aldarfj órðung Að móta Evrópu: Byggingarlist í 25 ár nefnist sýning sem opnuð verður í Hörpu í dag. Þar gefur að líta líkön, teikningar og myndir af þeim byggingum sem hlotið hafa Mies van der Rohe-verðlaunin síðastliðin 25 ár. ÓVANALEG SÝNING Sýningin er í almenningnum í Hörpu, aðgangur er ókeypis og að sjálfsögðu allir velkomnir, að sögn Halldórs. HALLDÓR GUÐMUNDSSON LEIKLIST ★★★★★ Sá á fund sem finnur sig Stúdentaleikhúsið LEIKSTJÓRI: PÉTUR ÁRMANNSSON Sá á fund sem finnur sig er nýtt íslenskt sviðsverk í uppsetningu Stúdentaleikhússins sýnt á Dans- verkstæðinu við Skúlagötu. Verk- ið fjallar um leikarana sjálfa sem allir vilja „finna sig“. Þeir taka þátt í keppni um það hver sé best- ur og fljótastur í að finna sig og áhorfendur fylgjast með ferlinu. Áhorfendum er falið að hafa áhrif á hver stendur uppi sem sigur- vegari keppninnar að lokum og á þá leið er þeim ögrað til þess að leggja eigin skilning í verkið. Hér er ekki um að ræða leiksýn- ingu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur það sem kallast „per- formans“. Þá styðjast leikarar við leikkerfi, búninga og myndbands- tækni. Hver sýning verður ein- stök því það virðist vera tilviljun- arkennt hverjir fá að tjá sig og hve lengi hverju sinni. Verkið er til- raunakennt en sem „performans“ er það í hefðbundnari kantinum. Hugmyndasmiður og leikstjóri er Pétur Ármannsson. Pétri tekst vel að draga fram hæfileika hinna ófaglærðu leikara. Til dæmis var Ásthildur skemmtilega fjarver- andi og veruleikafirrt í hlutverki sínu sem kynnir keppninnar og Grétar var sannfærandi sem ein- lægur einstaklingur sem ekki virtist auðveldlega ginnkeypt- ur gylliboðum þáttarstjórnenda. Einnig var spænskumælandi leik- ari í keppninni, Marjan, sem virt- ist ekki alveg skilja hvað var um að vera. Þá gilti einu hvort áhorf- andinn skildi spænsku. Leikar- arnir voru hver og einn sannfær- andi sem „þeir sjálfir“ og skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Í verkinu er tekist á við hug- myndir um raunveruleikann. Um er að ræða ádeilu á samfélagið, raunveruleikasjónvarp og pen- ingahyggju. Leikararnir vinna með ímyndir og leitina að sjálf- um sér um leið og þeir keppast um athygli áhorfenda. Það leið- ir þá á hálan ís, því hver sá sem keppist um athygli getur fljótlega orðið yfirborðskenndur eða ýktur. Sumir nota veikleika sína til þess að fá athygli á meðan aðrir ljúga kannski til þess? Ramminn utan um sýninguna er skýr en stefnu- leysi lýsir ástandi leikaranna, enda um ringlaða einstaklinga að ræða. Sýningin nær ekki nægi- lega alvarlegum undirtóni til þess að hreyfa við áhorfendum en leik- gleðin er mikil og boðskapurinn kemst til skila í gegnum húmor. Umgjörð og leikmynd er ein- föld. Með myndbandstækni skap- ast ákveðin ringulreið sem getur verið skírskotun í samtímann. Ringulreiðin verður þó held- ur mikil í lokin. Sýningin virk- ar óraunveruleg þótt hún fjalli um veruleikann og sýnir þann- ig ástand fáránleika. Einnig er ýmsum fáránlegum blæbrigðum fléttað inn í „söguþráðinn“ sem gefur sýningunni mikið. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir. NIÐURSTAÐA: Kómískur perform- ans sem ögrar áhorfendum með ádeilu á raunveruleikann. Skemmti- leg sýning sem vekur til umhugs- unar. Vel gert áhugaleikhús. Ádeila á raunveruleikann STÚDENTA- LEIKHÚSIÐ sýnir Sá á fund sem finnur sig. MYND/IONA SJÖFN PRJÓNAHÓF Í tilefni af útgáfu Prjónabiblíunnar stórglæsilegu verður efnt til útgáfuhófs sunnudaginn 17. nóvember kl. 14 í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. • Léttar veitingar í boði • Prjónaprufurnar úr bókinni verða til sýnis • Kynning frá Ömmu mús V O N U M S T T I L A Ð S J Á S E M F L E S T A gréta sörensen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.