Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 108
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 76
„Í upphafi var X-ið meira grund-
völlur fyrir ýmsar jaðartónlist-
arsenur til að koma sínu á fram-
færi. Þetta var jaðartónlist úr
öllum áttum og lítil sameigin-
leg stefna,“ segir útvarpsmað-
urinn Þossi um upphafsár X-ins,
útvarpsstöðvarinnar vinsælu.
Hann segir X-ið hafa verið að
svara mikilli þörf. „Það
var klárlega pláss á
markaðnum fyrir svona
stuð. Í þessa daga var
varla hægt að heyra Led
Zeppelin í útvarpinu, það
þótti of þungt. Á X-inu
heyrðist líka danstónlist,
rapptónlist, funk og fleira
sem var hvergi hægt að
heyra annars staðar.“
Að sögn Þossa var húsnæði
ansi nöturlegt í árdaga útvarps-
stöðvarinnar. „Við vorum
í húsi við Aðalstræti sem
var að hruni komið. Allt
mjög nöturlegt. Tækin
vöru gömul. Enginn glam-
úr, meira bara sóðalegt.“
Hlutverk Þorsteins
óx jafnt og þétt á nýrri
útvarpsstöð. „Ég var með
minn eigin þátt og spilaði
funktónlist. Síðan var ég
fenginn í afleysingar yfir dag-
inn og fljótlega var ég kominn í
fast starf.“ Hann segir X-ið hafa
verið leiðandi á ýmsum sviðum
skemmtanalífs. „Rosalega margt
sem gerðist fór í gegnum X-ið.
Danssenan var að miklu leyti
rekin þaðan, öll klúbbasenan
fylgdi með. Á X-inu var kannski
upphitun fyrir kvöldið. Þetta var
eiginlega sameiningarpunktur
fyrir þá sem vildu skemmta sér
eða hlusta á góða tónlist.“
Þegar Þossi lítur til baka yfir
árin á X-inu segir hann að erfitt
sé að segja eitthvað eitt standa
upp úr. „Þetta var frábær tími
í heildina. Ferli mínum þarna
má skipta í nokkur ólík tímabil
sem voru misskemmtileg auðvi-
tað eins og gengur og gerist. Við
tengdumst einhvern veginn öllu
sem var að gerast. Við náðum
ótrúlegum árangri í hlustunar-
mælingum og gerðum góða hluti
þegar við vorum að byrja. Þetta
var rokk og ról-útvarp í öllum
skilningi.“
Rokk og ról útvarp í öllum skilningi
Þorsteinn Hreggviðsson, betur þekktur sem Þossi, segir lítinn glamúr hafa verið yfi r útvarpsrekstri X-ins í byrjun. Hann segir X-ið hafa
nýtt sér rúm á markaðnum, spilað tónlist sem fólk vildi heyra. Hann segir X-ið hafa verið allt í öllu í skemmtanalífi Reykjavíkur.
ÞORSTEINN
HREGGVIÐSSON
„Skemmtilegustu tímarnir mínar á X-inu eru klárlega núna. Við erum búnir
að ganga í gegnum ýmislegt og nú er þetta allt komið í góðan farveg,“ segir
Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, þegar hann lítur yfir feril sinn hjá
útvarpsstöðinni sem hófst fyrir sextán árum.
„Ég byrjaði á næturvöktum. Þossa (Þorsteini Hreggviðssyni) þótti það góð
hugmynd. Hann sagði að ég hefði ekkert betra að gera.“ Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan þá og X-ið verið til húsa
víða um borgina.
„Við byrjuðum í Aðalstræti en fljótlega fluttum
við okkur yfir í gömlu Moggahöllina. Það var
besta staðsetningin. Við vorum undir nokkrum
fyrirtækjum og reksturinn oft erfiður. Ég man
eiginlega ekki eftir þessu öðruvísi en að ein-
hver hafi verið að ræða um gjaldþrot,“ segir
Máni. Hann segist ánægður með yfirmenn sína í
gegnum tíðina.
„Ég get ekki ímyndað mér að það hafi alltaf
verið arðbært að reka stöðina. Það eru forrétt-
indi að fá að vinna á X-inu, að vera með besta
vini sínum daglega. Við erum að verða langlífasti
dúett Íslandssögunnar,“ segir Máni um félaga
sinn Frosta Logason, sem er meðstjórnandi hans í
þættinum Harmageddon.
„Við byrjuðum árið 2007 eða 2008, bíddu
aðeins,“ segir Máni og slær nafni þáttarins upp í leitarvél á netinu. „Við byrj-
uðum árið 2008. Við erum ekki mikið fyrir að muna dagsetningar og erum
ekki mikið að gera mikið úr okkur.“ Hann segir erfiðustu tímana hafa verið
rétt eftir efnahagshrunið þegar stóð til að reka þá. „Við ákváðum að sætta
okkur við drulluléleg laun til þess að halda stöðinni lifandi. Eftir á að hyggja
var það frábær ákvörðun. Það var æðislegt að vera á lélegum launum árið
2008 og 2009 þegar allir voru reiðir. Við gátum úthúðað stjórnmálamönnum
og útrásarvíkingum á launum, þótt léleg hafi verið. Þetta var eiginlega andleg
hreinsun.“ Máni segir launin hafa batnað til muna. „En við erum samt á
skítalaunum,“ bætir hann við í stríðnistón.
Forréttindi að vinna á X-inu
Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri á X-inu, hefur upplifað ýmislegt
á sextán ára ferli sínum á stöðinni. Hann er ánægður með stöðu X-ins
nú á dögum.
ÞORKELL MÁNI
PÉTURSSON
1998 Þátturinn Partý Zone naut mikilla vinsælda á X-inu. Hér er verið að halda upp á átta ára afmæli
þáttarins, í október. Þáttarstjórnendurnir Kristján Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason með tveimur
vinum.
1996 Hér er Þorsteinn Hreggviðsson, betur þekktur sem Þossi, í hljóðveri X-ins í ágúst. Þarna
er X-ið þriggja ára gamalt. Þossi gegndi veigamiklu hlutverki á stöðinni í fjölda ára.
2002 Þetta eru Reynir Pálsson, sem var með þáttinn Breakbeat, Baldur Ingi Baldursson, sem var með
Fönkþáttinn, Róbert Aron Magnússon, sem var með Chronic, Frosti Logason, sem var með Babylon, og
Andri Freyr Viðarsson, sem stýrði Karate.
1993 Á þessari mynd eru þeir Davíð Þór Jónsson og Jakob Bjarnar Grétarsson sem stýrðu
þættinum Górillunni. Þættirnir voru sendir út á samtengdum rásum Aðalstöðvarinnar og X-ins.
ÚTVARPSSTÖÐIN X-IÐ HELDUR UPP Á 20 ÁRA AFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR
Kjartan Atli
Kjartansson
kjartanatli@frettabladid.is