Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 118

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 118
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 Íslenski leikurinn QuizUp nýtur gríðarlegra vinsælda en einn af þeim sem hafa spilað hann er leikarinn Arnar Dan Kristjánsson. Leikstjórinn Ragnar Bragason segir frá því á Facebook- síðu sinni að Arnar sé sérfræðingur í söngkonunni Taylor Swift. „Ekki reyna að skora á hann í Quiz Up, þið verðið bara fyrir von- brigðum,“ bætir Ragnar við. - lkg SÉRFRÆÐINGUR Í TAYLOR SWIFTÍslenski spurningaþátturinn Vertu viss hóf göngu sína á RÚV um síðustu helgi en kynnir er Þórhallur Gunnarsson. Uppsafnað áhorf á þáttinn var 50 prósent en annar þáttur fer í loftið í kvöld. Nú er búið að opna Vertu viss-leikinn á heima- síðu Íslandsspila þar sem áhorfendur heima í stofu geta spreytt sig á marg- víslegum spurning- um. NÝR NETLEIKUR „Þegar ég varð ólétt að seinni stráknum var vinur minn með áhyggjur af því að mínir draumar færu í ævilanga bið sökum þungun- arinnar. Út frá því var ég staðráðin í að láta drauma mína rætast, vegna barnanna en ekki þrátt fyrir þau,“ segir hin 23 ára gamla Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barnabókahöfundur og móðir, sem er að senda frá sér tvær barnabækur. Fyrsti draumur Katrínar var að verða rithöfundur og hefur hún nú skrifað tvær barnabækur sem bera annars vegar titilinn Karólína og týndu skórnir, og hins vegar Karó- lína og eggið. „Sagan varð til þegar ég var að segja eldri stráknum sögu fyrir svefninn, hann hafði bara svo gaman af henni að mig langaði að skrifa hana,“ útskýrir Katrín, sem á tvo stráka, annan fimm ára og hinn tveggja ára. „Þeir voru mínir helstu ráðgjafar þegar ég skrifaði sögurnar og hjálpuðu þeir mér mjög mikið,“ bætir Katrín við. Sagan fjallar um könguló sem heitir Karólína en hún fer alltaf í morgungöngu og lendir í alls kyns ævintýrum. „Í fyrri sögunni lendir Karólína í því að týna skónum sínum, en hún er auðvitað í átta skóm og lendir í alls kyns ævintýrum í leit sinni að skón- um. Í seinni bókinni finnur hún egg í morgungöngunni sem hún ætlar sér að koma til skila.“ Báðar bækurnar eru einnig eins konar kennslubæk- ur. Þær eru hugsaðar fyrir yngstu börnin en þó gætu eldri börn haft gaman af sögunni. Hún er um tutt- ugu blaðsíður, gefin út af Óðinsauga og Jenny Rojas myndskreytir. „Hugmyndin er að gera þetta að lengri syrpu ef þetta gengur vel,“ bætir Katrín við en hún er farin að huga að þriðju bókinni. Bækurnar koma í verslanir 20. nóvember og einnig verður útgáfuhátíð haldin 1. desember í Iðu í Lækjargötu. „Það væri gaman, ef vel gengur, að vinna enn frekar með bækurn- ar, eins og að búa til þrauta- og/eða verkefnabók og einnig væri gaman að búa til app úr þessu,“ segir Katr- ín að lokum hress og kát. - glp Næsta Hello Kitty Katrín Ósk hefur skrifað tvær barnabækur og ætlar að fylgja draumum sínum. ➜ Í fyrri bókinni er farið yfir litina, því Karólína er með átta fætur og eru allir skórnir hennar í mismunandi litnum. Í seinni bókinni kemur fyrir talnakennsla því þar finnur hún eitt egg, í garðinum sem hún býr í eru tvö tré og á hvoru tré eru þrjár greinar, þannig að þarna eru tölurnar í öndvegi. „Ég var alltaf fyrir það að vera nak- inn. Ég elskaði að vera nakinn. Ég var mjög opinn þann- ig að ég hugsaði að ég gæti alveg eins fengið borgað fyrir það,“ segir leikarinn. CHRIS PRATT UM FORTÍÐ SÍNA SEM FATAFELLA. „Það virðist vera þannig hjá fjöl- skyldunni að leiðir allra liggja beint í tónlist,“ segja mæðgurnar Ellen Kristjánsdóttir og Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur, sem halda svokallaða Mæðgnatónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg í kvöld. „Mamma og pabbi hafa tileink- að líf sitt músík, Sigríður er að læra tónsmíðar við Listaháskólann og við Elísabet höfum tónlist líka að aðalstarfa,“ segir Elín Eyþórs- dóttir um fjölskylduna tónelsku, en faðir hennar er Eyþór Gunnars- son tónlistarmaður. „Svo er litli bróðir okkar, Eyþór Ingi, líka far- inn að búa til músík,“ segir Elín. „Ég held að við höfum aldrei átt neitt val,“ segir hún létt í bragði. Í kvöld halda mæðgurnar tón- leika þar sem þær koma til með að spila eigið efni í bland við annarra. „Þórir Úlfarsson verður á píanói og við ætlum að syngja saman og til skiptis,“ segir Elín. Tónleikarnir eru þeir fyrstu þar sem mæðgurnar koma allar saman opinberlega. „Við höfum oft sung- ið saman, en aldrei svo ég muni höfum við haldið heila tónleika allar saman,“ segir Elín. „Nema kannski í stofunni heima,“ segir Elín. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og eru eins og áður sagði á Café Rosenberg við Klapparstíg. - ósk Tónelskasta fj ölskylda á Íslandi? Ellen Kristjánsdóttir og dætur hennar þrjár halda tónleika í kvöld á Rósenberg. FYRSTU TÓNLEIKARNIR SAMAN Þetta verður í fyrsta sinn sem mæðgurnar koma allar saman fram opinberlega. Sagan varð til þegar ég var að segja eldri strákn- um sögu fyrir svefninn, hann hafði bara svo gaman af henni að mig langaði að skrifa hana. Hin árlega herrafatasýning Herra- fataverzlunar Kormáks & Skjaldar verður haldin í Þjóðleikhúskjallar- anum miðvikudaginn 20. nóvem- ber. „Herrafatasýningin er eins og flestir þekkja ekki hefðbundin tískusýning heldur koma saman glaumgosar og önnur glæsimenni og sýna það helsta sem verslunin hefur upp á að bjóða frá vönduð- um vörumerkjum utan úr heimi,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason, aðstoðarverslunarstjóri Herrafata- verzlunar Kormáks & Skjaldar. Ný herrafatalína verslunarinnar verður kynnt en hún er samstarf Gunnars Hilmarssonar, Kormáks og Skjaldar og starfsmanna versl- unarinnar. „Línan í ár er sú stærsta og fjöl- breyttasta hingað til og má í henni finna þriggja hluta tvídjakkaföt, tvíhneppt jakkaföt og staka jakka. Einnig er fjölbreytt úrval af skyrt- um og yfirhöfnum ásamt slaufum fyrir unga sem aldna, sem hand- gerðar eru af klæðskera verslun- arinnar,“ segir Ragnar. - ósk Glaumgosar og glæsimenni sýna föt Árleg tískusýning Kormáks og Skjaldar á næsta leiti. NÝ LÍNA FRÁ KORMÁKI & SKILDI Afrakstur samstarfs Gunnars Hilmars- sonar, Kormáks og Skjaldar og starfs- manna. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Sögusamkoma í Hannesarholti, Grundarstíg 10, sunnudaginn 17. nóvember kl. 15. Gunnar Karlsson segir frá bók sinni Ástarsaga Íslendinga að fornu og Gísli Sigurðsson frá verki sínu Leiftur á horfinni öld. A L L I R V E L K O M N I R ÁSAMT SONUM SÍNUM Katrín Ósk Jóhanns- dóttir, ásamt sonum sínum og ráðgjöfum, Jóhanni Andra og Brynjari Atla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GEFUR ÚT BARNABÓK Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins, gefur á laugardaginn út barnabókina Saga um nótt. Þegar dóttir Evu, Saga, varð myrkfælin sagði Eva henni sögu til að minna hana á að myrkrið væri ekki hættu- legt. Á endanum skrifaði hún söguna niður sem varð svo að barnabókinni Saga um nótt. Listakonan Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir mynd- skreytir bókina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.