Fréttablaðið - 05.12.2013, Síða 6
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
Jólapakkann
Útivera í
1. Hvað heitir forsætisráðherra
Úkraínu?
2. Hversu mikið á frístundastyrkur
fyrir börn í Reykjavík að hækka?
3. Hvaða íslenski ilmhönnuður kynnti
afurðir sínar í Moskvu á dögunum?
SVÖR
STJÓRNSÝSLA Sitt sýnist hverjum
um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar-
innar um höfuðstólslækkun hús-
næðislána sem kynnt var síðast-
liðinn laugardag. Það kom í ljós
þegar blaðamaður tók fólk tali
á förnum vegi í vikunni. Margir
vildu þó ekki tjá sig um málið því
þeir vissu ekki fyrir víst hvernig
leiðréttingin myndi snerta þeirra
persónulegu hagi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði eru fjölmargir í
þeirri stöðu. Fyrri hluta vikunnar
bárust þjónustuveri sjóðsins um
helmingi fleiri símtöl en venju-
lega á mánudegi og þriðjudegi.
Helstu fyrirspurnirnar snúast um
hvenær og hvernig hægt verði að
sækja um skuldaniðurfellingu.
Íbúðalánasjóður gat ekki gefið
neinar upplýsingar umfram þær
sem koma fram á kynningarsíðu
yfirvalda um málið.
Þar kemur fram að leiðrétting-
in muni koma til framkvæmda
um mitt næsta ár og að hægt
verði að áætla niðurfellingu
hvers heimilis fljótlega með mik-
illi vissu. Þangað til endanlegt
frumvarp um málið hefur verið
samþykkt getur sjóðurinn ekki
gefið nákvæmari svör.
Sömu svör er að fá frá forsætis-
ráðuneytinu. Að ferlið liggi ekki
ljóst fyrir ennþá enda þurfi að
útfæra áætlunina nánar í frum-
vörpum. erlabjorg@frettabladid.is
Fólk vill fá svör um
skuldaniðurfellingu
Almenningur bíður frekari upplýsinga um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Álag
hefur verið á þjónustuveri Íbúðalánasjóðs. Fólk segist vilja vita hvenær og hvernig
sækja megi um niðurfellingu. Nánari tímasetning fæst ekki frá forsætisráðuneyti.
Snorri
Evuson
mun
ekkert fá
persónu-
lega úr
skulda-
leiðréttingum. „Nei, þetta
hefur engin áhrif á mig af
því að ég skulda of lítið.“
Snorri er þó ánægður
með aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar. „Mér finnst
sjálfsagt mál að fjármun-
um sé eytt í þetta. Mér
þykir óréttlátt hvernig
þetta hefur farið og hef
ekkert á móti því að bæta
fólki það upp.“
➜ Ánægður með að
fólk fái réttlæti
„Þetta
hefur ekki
áhrif á
mig, ég
fæ ekkert.
Ætli
maður
verði ekki að sætta sig við
það,“ segir Ragnheiður
Helga Óladóttir.
Hún hefur aftur á móti
áhyggjur af unga fólkinu.
„Það á ekkert eftir að eiga
þegar það er komið á aldur
ef það nýtir séreignarsparn-
aðinn. Þá lendir það í sömu
stöðu og ég sem er enn að
bíða eftir að ríkisstjórnin geri
eitthvað fyrir eldri borgara.“
➜ Hvað verður gert
fyrir eldri borgara?
„Ég fæ
einhverja
lækkun
en er
alls ekki
ánægð
með
þessar tillögur,“ segir Anna
Guðrún Sigurjónsdóttir.
Anna segir skuldaleið-
réttingar breyta sáralitlu
hjá henni, lánin lækki
kannski um milljón sem
verði komin aftur eftir ár.
„Ég hefði viljað sleppa
þessu og setja peninginn í
eitthvað annað, eins og að
hækka persónuafslátt eða í
Landspítalann.“
➜ Setja frekar pen-
ing í eitthvað annað
„Þetta
mun
koma að
góðum
notum,“
segir
Borgþór
Rafn Þórhallsson.
Aðgerðaáætlunin kemur
Borgþóri ekki á óvart. Hún
sé í takt við væntingar
hans.
Borgþór veit þó ekki
nákvæmlega hvaða leið
hann muni fara. „Ég hef
ekki ákveðið hvort ég tek
viðbótarlífeyrissparnaðinn
í þetta. Ég þarf að skoða
það betur.“
➜ Mun koma sér að
góðum notum
1. Mykola Azarov. 2. Um 5 þúsund krónur
– úr 25 í 30 þúsund krónur á ári. 3. Andrea
Maack.
AÐGERÐAÁÆTLUN KYNNT Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir
umsóknir hefur ekki verið gefin upp. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FJARSKIPTI Hrafnkell V. Gíslason,
forstjóri Póst- og fjarskiptastofn-
unar, segir fulla ástæðu til að
gera reglulegar úttektir á SMS-
gagnagrunnum fjarskiptafyrir-
tækjanna. Það er hins vegar ekki
gert.
„Við teljum okkur ekki hafa haft
afkastagetu til þess eða fjármuni,“
segir Hrafnkell. Hann segir að það
muni ekki breytast þrátt fyrir árás
hakkarans á Vodafone um síðustu
helgi: „Ekki miðað við þær upp-
lýsingar sem ég hef úr fjárlög-
um fyrir 2014, eða fjáraukalögum
2013.“
Í mars í fyrra var gerð úttekt
á upplýsingatæknimálum Símans
fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Í
kjölfarið sendi stofnunin Síman-
um átján úrbótatillögur, en engin
þeirra sneri að geymslu ódulkóð-
aðra SMS-skilaboða sem sendar
voru af vef Símans.
Hrafnkell segir þessa úttekt
hafa verið gerða á svokölluðum
umferðargagnagrunni Símans.
„Þar eru upplýsingar um hver
hringir í hvern, hversu lengi og
svo framvegis. Þessi ákvörðun
laut að þeim gagnagrunni, ekki
SMS-gagnagrunninum,“ segir
Hrafnkell, en 42. grein fjarskipta-
laga kveður á um að gögnum skuli
eyða eða þau gerð nafnlaus eftir
sex mánuði. - hva
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með SMS-gagnagrunnum:
Vantar fé til að sinna eftirliti
HRAFNKELL V. GÍSLASON Forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar segir fjár-
muni ekki duga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLA Maður hótaði að beita
skotvopnum á Sauðárkróki í gær
og var sérsveit ríkislögreglu-
stjóra kölluð til.
Maðurinn hringdi sjálfur í lög-
reglu rétt fyrir klukkan eitt og
sagðist vera búinn að birgja sig
upp af skotvopnum sem hann
ætlaði að nota. Sagðist hann vera
með hlaðnar byssur.
Lögregla var kominn að húsi
mannsins örskömmu síðar. „Við
reyndum að ræða við hann og
fá hann til að gefast upp,“ sagði
Stefán Vagn Stefánsson, yfir-
varðstjóri lögreglunnar á Sauð-
árkróki. Eftir nokkurt þref gafst
maðurinn þó upp og hleypti lög-
reglunni inn.
Hann var handtekinn skömmu
fyrir klukkan fjögur. Umsátrið
hafði þá staðið í um þrjár klukku-
stundir.
Hvorki byssa né önnur skotvopn
fundust við leit í húsi mannsins.
Stefán segir að fjarskiptamið-
stöð ríkislögreglustjóra hafi séð
um samskipti við manninn. Þeir
hafi verið í sambandi við hann
allan tímann með hléum.
Að sögn Stefáns á maðurinn við
geðræn vandamál að stríða. Hann
hefur áður komist í kast við lögin.
Hafsteinn Hannesson, íbúi á
Sauðárkróki, segir að maðurinn hafi
komið norður í sláturtíðinni og virk-
að hinn rólegasti. „Það hefur ekkert
ónæði verið af honum,“ segir hann.
Maðurinn var fluttur í lögreglu-
fylgd um kvöldmatarleytið í gær til
Akureyrar þar sem hann var lagður
inn á geðdeild. - jme, fbj
Sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til Sauðárkróks vegna hótana veiks manns:
Kvaðst vera með hlaðnar byssur
UMSÁTUR Á SAUÐÁRKRÓKI Yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki segir umsátrið
hafa staðið í þrjá tíma. MYND/VIGGÓ
VEISTU SVARIÐ?