Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 8
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Sérsveitin hefur þurft að sinna alls
kyns verkefnum undanfarin þrjátíu
ár. Hér er listi yfir nokkur þeirra:
4. maí 1984: Eitt fyrsta verkefni
sérsveitarinnar var að yfirbuga
óðan byssumann sem hóf skothríð
í Vesturbænum í Reykjavík. Hann
skaut á lögreglu og ljósmyndara DV.
Að lokum tókst að ná til mannsins
og var hann færður í fangageymslur.
30. apríl 1990: Ölvaður maður á
Ólafsfirði skaut tveimur skotum úr
haglabyssu á lögreglumann. Eftir
það braust hann inn í gagnfræða-
skólann og gaf sig loks fram við
lögreglu.
13. júní 1990: Drukkinn maður
í Æsufelli í Reykjavík, vopnaður
naglabyssu, hótaði að fyrirfara sér
og sprengja blokkina í loft upp.
Hann gafst upp eftir þriggja tíma
umsátur.
12. maí 1992: 21 árs maður hafði
skotið 25 ára mann í andlitið með
kindabyssu og hóf skothríð á sjúkra-
lið og lækna. Að tæplega þremur
tímum liðnum gafst hann upp.
30. nóvember 1992: Tveir
byssumenn voru yfirbugaðir í og við
hús á Rauðarárstíg í Reykjavík eftir
tveggja tíma umsátur. Annar kom
óvopnaður út og stukku sérsveitar-
menn á hann og handtóku. Að því
loknu var ráðist inn í húsið og hinn
maðurinn handtekinn.
3. september 2001: Heimilisfaðir
á Tómasarhaga í Reykjavík hafði í
hótunum við fjölskyldu sína og þótti
líklegur til að beita skotvopnum.
Þjálfaðir samningamenn innan sér-
sveitarinnar töluðu við manninn, sem
gafst upp eftir þriggja tíma umsátur
og lagði skotvopn sín á jörðina.
5. ágúst 2002: Dauðadrukkinn
maður var sagður hafa hleypt af
tveimur skotum í húsi á Álftanesi en
síðar kom í ljós að hann
gerði það ekki. Sérsveitin
yfirbugaði hann eftir
þriggja tíma umsátur.
31. júlí 2004: Sér-
sveitin var send að
húsi við Hellisbraut
á Reykhólum þar
sem tilkynnt
hafði verið um
að skotið hefði
verið á tvö
hús við götuna.
Ráðist var til inn-
göngu í húsið en
byssumaðurinn var
farinn.
13. mars 2008:
Karlmaður í húsi í
Reykjanesbæ lokaði
sig inni á salerni
vopnaður haglabyssu.
Eftir umsátur gaf
maðurinn sig fram
og hald var lagt á
byssuna.
Maí 2009: Maður vopnaður hagla-
byssu og með lambhúshettu bankaði
upp á í húsi í Seljahverfi um miðja
nótt. Hann hóf skothríð þegar hús-
ráðandinn opnaði dyrnar en vann
honum ekki mein. Sérsveitin mætti á
svæðið en maðurinn fannst ekki.
25. júlí 2009: Sami maður og var
handsamaður á Álftanesi 2002 var
vopnaður skotvopni í sumarbústað
á Barðaströnd um miðja nótt.
Sérsveitin yfirbugaði hann undir
morgun.
Júlí 2011: Lögreglan á Selfossi lagði
hald á um níutíu byssur og mikið
magn skotfæra á heimili á Stokkseyri
eftir að tilkynnt hafði verið um
skothvelli. Þegar lögreglan kom á
staðinn hélt maðurinn á tveimur
haglabyssum og stóð fyrir skot-
hríð.
Nóvember 2011: Maður
hleypti af haglabyssu í Bryggju-
hverfi og skaut í átt að manni
sem var akandi.
1. janúar 2013: Slagsmál brutust
út í heimahúsi í Hafnarfirði. Í
húsinu var maður vopnaður hagla-
byssu. Sérsveitin handtók manninn
en haglabyssan reyndist óhlaðin.
Júlí 2013: Sérsveitin var kölluð til
aðstoðar á Selfossi eftir að maður
hafði hótað nágranna sínum lífláti.
Hann hafði þá skotvopn undir
höndum.
ÚTKÖLL SÉRSVEITARINNAR Í ÞRJÁTÍU ÁR
LÖGREGLUMÁL Þrátt fyrir að sér-
sveit lögreglu hafi beitt skotvopn-
um í fyrsta sinn í Hraunbæ og að
byssumaðurinn hafi skotið út um
gluggann, telur Helgi Gunnlaugs-
son, afbrotafræðingur og pró-
fessor í félagsfræði við Háskóla
Íslands, að atburðirnir gefi ekki
tilefni til aukins vopnaburðar lög-
reglunnar.
„Þegar menn velta fyrir sér
hvort lögreglan þurfi að vera með
betri varnarviðbúnað hafa þeir
tengt það við skipulagða glæpa-
starfsemi eða eitthvað þess háttar
en þarna virðist vera um veikan
einstakling að ræða,“ segir Helgi.
„Þetta er persónulegur harmleik-
ur þar sem frekari vopnaburður
lögreglu hefði ekki aukið öryggi
viðstaddra. En þetta voru samt
erfiðar aðstæður og lögreglan
þurfti að bregðast við af yfirveg-
un en jafnframt festu. En ég tel
ekki að þetta tilfelli kalli á að lög-
reglan þurfi að breyta viðbúnaði
sínum með auknum vopnaburði,“
segir hann aðspurður.
„Auðvitað þarf lögreglan að
ræða verklagið við þetta mál og
draga sinn lærdóm af því hvern-
ig best er að bregðast við í erfið-
um aðstæðum þar sem hætta er
á ferðum en í fljótu bragði tel ég
ekki að ástæða sé fyrir lögregluna
að breyta vinnubrögðum sínum.“
Að sögn Helga þarf lögreglan,
eins og hún hefur gert í gegnum
árin, að halda áfram að beita rök-
ræðum, fortölum og þolinmæði á
vettvangi í stað þess að grípa strax
til vopna. „Þetta er að mínu mati
mikilvægasta löggæsluaðferðin.“
Spurður hvort hann telji lög-
regluna hafa skort þolinmæði í
Hraunbæ segir Helgi erfitt að
segja til um það enda viti hann ekki
nákvæmlega hvernig atburðarásin
var. „Við vitum að það var skotið á
tvo lögreglumenn. Menn vita ekki
hvenær hann [byssumaðurinn] er
vopnlaus eða hvort skotfæri hans
eru á þrotum en hann var örugg-
lega hættulegur.“
Aukin vopnavæðing
lögreglu engin lausn
Þrátt fyrir skotárásina í Hraunbæ telur Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur
ekki þörf á auknum vopnaburði lögreglunnar. Hann segir lögregluna þurfa að
halda áfram að beita rökræðum, fortölum og þolinmæði á vettvangi.
Skotárásin í Hraun-
bæ var sú fyrsta
þar sem sérsveitin
beitir skotvopnum
á vettvangi í rúm-
lega þrjátíu ára
sögu sinni og þykir
Helga Gunnlaugs-
syni það merkilegt.
STENDUR UNDIR ÁBYRGÐ
Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason skrifaði fyrir tveimur
árum grein í tímaritið Lögreglumaðurinn, þar sem hann
mælti með því að aðgangur lögreglumanna að skotvopnum
yrði bættur. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann um aðgang
að skotvopnum í tengslum við skotárásina í Hraunbæ en
vísaði þess í stað á greinina.
„Það sem margir lögreglumenn aðhyllast og þá sérstaklega
þeir sem eru útivinnandi er að lögreglumenn fái að geyma
vopn í læstum hirslum í lögreglubílum þannig að þau séu til
taks ef á þurfi að halda og að lögreglumenn geti á stuttum tíma
vopnast til að mæta yfirstandandi hættu sem krefst aukins víg-
búnaðar. Það er mjög líkt því sem bæði Norðmenn og Bretar gera nú þegar,“
skrifaði G. Jökull. Einnig sagði í greininni: „Það er hins vegar ekki er erfitt
að sjá fyrir að sá tími muni koma og það í nálægri framtíð að það þurfi
að vopna lögreglu með stuttum fyrirvara. Vopnuð rán og skotárásir eru nú
þegar komin og líklegt að sú þróun haldi áfram.“
Vildi betri aðgang að skotvopnum
G. JÖKULL
GÍSLASON
Helgi bætir við að Ísland hafi þá
sérstöðu, líkt og Noregur, að lög-
reglan sé ekki vopnuð við dagleg
skyldustörf. „Vopnaburður lög-
reglu er meiri í öðrum löndum,
til dæmis í Svíþjóð. Rannsóknir
sýna að voðaskot og slys hafa verið
algengari í Svíþjóð en í Noregi.
Aukinn vopnaburður lögreglu þarf
ekki að þýða það sama og öryggi
lögreglumanna og borgara.“
freyr@frettabladid.is
Þetta er ekki sérsveit sem er að beita
vopnum í tíma og ótíma, því fer víðs fjarri,
enda eru þetta menn sem hafa farið í gegn um
stranga þjálfun. Þeir hafa farið varlega með
vald sitt og sagan sýnir að þeir standi undir
ábyrgðinni. Lögreglan nýtur mikils trausts
borgaranna og miklu skiptir að viðhalda því.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 27.11.13 - 03.12.13
1 2 Skuggasund Arnaldur Indriðason Lygi Yrsa Sigurðardóttir
5 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánson 6
7 VeiðihundarnirJorn Lier Horst 8
10 Árleysi aldaBjarki Karlsson9 StrákarBjarni Fritzson/Kristín tómasdóttir
4 Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson3 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson
Rangstæður í Reykjavík
Gunnar Helgason
Karólína Lárusdóttir
Aðalsteinn Ingólfson