Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 12
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Audi A4 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 35.500 km, sjálfsk. Ásett verð 5.290.000,- Laugavegi 174 Sími 590 5040 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-16 EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST AUDI EÐALVAGN Audi A4 Avant 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 45.500 km, sjálfsk. Ásett verð 4.790.000,- Audi A4 2.0 TDI Árgerð 2011, dísil Ekinn 57.000 km, beinsk. Ásett verð 4.190.000,- Audi A4 Avant 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 24.500 km, sjálfsk. Ásett verð 6.250.000,- Við fjármögnum bílinn fyrir þig lykill.is Milano leðurinnrétting HEILBRIGÐISMÁL Fjölskylda geð- sjúks manns telur að skortur á samstarfi milli heilbrigðis- og vel- ferðarkerfisins hafi leitt til ótíma- bærs dauða hans. Árið 2010 flutti Sveinn Pálmar Jónsson í íbúð á vegum félags- þjónustu Reykja- víkurborgar við Skúlagötu. Í kjölfar flutn- inganna veikt- ist Sveinn Pálm- ar alvarlega af sjúkdómi sínum og telur fjöl- skyldan að samskiptaleysi milli geðheilbrigðiskerfisins og félags- þjónustu borgarinnar hafi orðið til þess að hann tók ekki inn tilskilin lyf við ofsóknargeðklofa. „Sveinn Pálmar sagði okkur að samkvæmt skriflegum samningi vegna íbúð- arinnar ætti hann að gefa sig dag- lega fram við þjónustukjarnann á staðnum, meðal annars til þess að taka inn lyfin sín,“ segir Fjóla Jónsdóttir, systir Sveins Pálmars. Læknir hans stóð í sömu mein- ingu, en þetta hafi hins vegar ekki gengið eftir. Í byrjun september árið 2012 náði faðir Sveins Pálmars ekki í hann og lýsti áhyggjum af syni sínum við starfsmann íbúakjarn- ans. Honum var þá tjáð ekki væri hægt að gá að Sveini nema að und- angengnum dómsúrskurði. Viku síðar tilkynnti lögreglan fjölskyldunni um andlát Sveins Pálmars og þótti ljóst að hann hefði legið látinn í íbúð sinni í þó nokkurn tíma. Af bankayfir- liti hans mátti sjá hvaða stefnu líf hans hafði tekið hálfu ári áður. Frá því í febrúar það ár hafði hann nær eingöngu keypt áfengi og telur fjölskylda hans að áfeng- isneysla og næringarskortur hafi dregið hann til dauða. „Hann end- aði á því að drekka sig í hel á smá- tíma. Enginn virtist hafa vitað það á þjónustukjarnanum, en nágrann- ar hans vissu þetta vel,“ segir Fjóla, en Sveinn Pálmar hafði ekki glímt við áfengisvanda áður. Hún bendir á að ef einhver hefði stig- ið fæti inn fyrir dyr íbúðarinnar hefði þeim hinum sama orðið sam- stundis ljóst af ástandi hennar hversu veikur Sveinn Pálmar var orðinn. „Á fundum okkar með stjórn- endum á geðsviði Landspítalans og félagsþjónustunni hefur komið fram að þau vilja sjá miklu meira samstarf þar á milli, en þau skort- ir fjármagn,“ segir Fjóla. „Starfs- fólkið á geðsviðinu er allt afar elskulegt og leggur sig mikið fram, en þetta kerfi er að mínu mati eins og aftan úr fornöld miðað við allt annað í heilbrigðis- kerfinu.“ eva@frettabladid.is Fársjúkur á gráu svæði Fjölskyldan segir skort á samstarfi í kerfinu hafa leitt til ótímabærs dauða geðsjúks fjölskyldumeðlims. Samband íslenskra sveitarfélaga vill ræða við stjórnvöld um verkefni þar sem óvissa ríkir um hver beri ábyrgð á að veita tiltekna þjónustu. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, segir að vegna hagræðingar hjá ríkinu undanfarin ár hafi verkefnum í meira mæli en áður verið ýtt yfir á sveitarfélögin án samninga. Það skapi svokölluð „grá svæði“ þar sem ábyrgð á verkefnum sé óljós. Í samantekt sem sambandið kynnti fjárlaganefnd Alþingis í nóvember segir að líkja megi gráum svæðum við einskismannsland á landakorti, þar sem notendur tiltekinnar þjónustu lenda á mörkum tveggja eða fleiri þjónustukerfa. „Grá svæði eru slæm fyrir alla, en alltaf langverst fyrir notendur þjónust- unnar,“ segir Halldór. Í einskismannslandi í velferðarkerfinu HALLDÓR HALLDÓRSSON SVEINN PÁLMAR JÓNSSON MEXÍKÓ, AP Flutningabifreið með stórhættulegan geislavirkan tækjabúnað og önnur geislavirk efni hefur verið stolið í Mexíkó. Mikil leit var gerð að bifreiðinni víða í Mexíkó í gær. Búnaðurinn var notaður við geislameðferð á krabbameinssjúk- lingum. Hann var þó ekki lengur í notkun því nýr tækjabúnaður var kominn í staðinn. Bifreiðinni var stolið af bensín- stöð í Tepojaco, litlu bæjarfélagi í Hidalgo-héraði skammt norðan við Mexíkóborg. Verið var að flytja búnaðinn frá Tijuana til geymslu fyrir kjarnorkuúrgang. Stjórnvöld segja líklegast að þjófarnir hafi ekki haft minnstu hugmynd um hvað verið var að flytja. Þeir voru hvattir til að að koma bifreiðinni sem allra fyrst í hendur yfirvalda og gæta þess vel að skemma hvorki né opna blý- hylkið. Búnaðurinn er geymdur í inn- sigluðu blýhylki en sagður lífs- hættulegur og geti orðið nær- stöddu fólki að bana á stuttum tíma, ef hylkið er rofið. - gb Mikil leit gerð að flutningabifreið með hættuleg tæki frá sjúkrahúsi: Geislavirkum búnaði stolið HLUTI BÚNAÐARINS Stjórnvöld segja búnaðinn geta orðið nærstöddu fólki að bana á stuttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hann endaði á því að drekka sig í hel á smátíma. Fjóla Jónsdóttir, systir Sveins Pálmars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.