Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 26

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 26
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 26 Arion banki varð fyrir valinu hjá tímaritinu The Banker, sem gefið er út af The Financial Times, sem banki ársins á Íslandi árið 2013. „Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem tímaritið veitir íslenskum banka þessa viðurkenningu og er það til marks um þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum við uppbyggingu nýs fjármálakerf- is hér á landi,“ segir í tilkynningu Arion banka. Höskuldur H. Ólafs- son, bankastjóri Arion banka, tók á móti viðurkenningunni fyrir helgi. „Í rökstuðningi fyrir vali sínu á Arion banka litu fulltrúar tímarits- ins ekki síst til árangurs bankans við að auka fjölbreytni fjármögn- unar,“ segir í tilkynningunni, en bankinn hefur sótt sér nýja fjár- mögnun bæði hér á landi sem og erlendis og minnkað þar með vægi innlána í fjármögnun. „Fyrr á árinu gaf Arion banki út skuldabréf í norskum krónum og varð þar með fyrsti íslenski bankinn frá árinu 2007 til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt.“ Að auki varð bank- inn fyrstur íslenskra fjármálafyr- irtækja til að gefa út óverðtryggð sértryggð skuldabréf innanlands. Tímaritið er einnig sagt hafa horft til árangurs sem náðst hafi við að lækka hlutfall lána í alvarleg- um vanskilum í lánasafni bankans. „Íslenskir bankar hafa glímt við hátt hlutfall vanskila en hafa náð miklum árangri á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar þeirrar umfangsmiklu vinnu sem farið hefur fram við fjár- hagslega endurskipulagningu fyrir- tækja og heimila.“ - óká Tímaritið The Banker, í eigu Financial Times, horfir til árangurs við byggingu nýs fjármálakerfis hér: Arion banki valinn banki ársins á Íslandi FRÁ AFHENDINGU Höskuldur H. Ólafs- son, bankastjóri Arion banka, tekur við viðurkenningu frá fulltrúum The Banker. MYND/ARION BANKI „Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stund- að viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreif- ingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneign- arkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Fin- ancial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármála- eftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslu- mat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki a l ltaf ánægð - ir með sinn við- skiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólf- ur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störf- um á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofn- að sérstakan reikning í viðskipta- banka þar sem inn- eignirnar eru geymd- ar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrr- verandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegund- ar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að breiðast hvað mest út í heimin- um í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma pen- ingum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur. haraldur@frettabladid.is Bjóða upp á banka- laus kortaviðskipti Fyrirtækið iKort hóf nýverið dreifingu á greiðslukorti sem er ekki tengt við banka- reikning og er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Financial Services. Fram- kvæmdastjóri iKort segir eftirspurn eftir korti sem „fer ekki í manngreinarálit“. Á SKRIFSTOFUNNI Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá iKort, segir að inneignarkortum fari ört fjölgandi í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Promens hefur opnað nýja verk- smiðju í Taicang í Kína. Jakob Sigurðsson, forstjóri fyrirtækis- ins, gangsetti verksmiðjuna 30. nóvember síðastliðinn. Um leið undirritaði Hermann Þórisson, stjórnarformaður Pro- mens, viljayfirlýsingu um stækk- un verksmiðjunnar við Wang Hong Xing, formann kommún- istaflokksins í Chengxiang. Haft er eftir forstjóra Pro- mens að opnunin í Taicang sé bara fyrsti áfangi af fyrirhug- aðri starfsemi í Kína. Til að byrja með sé áhersla á framleiðslu fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði. Snemma á næsta ári hefjist svo framleiðsla fyrir bílaiðnað. - óká Promens opnar verksmiðju: Fyrsta skrefið tekið í Taicang Teiknistofan Eik kynnir fyrir hönd Fjarðalax ehf drög að tillögum að matsáætlun um framleiðslu á laxi í sjókvíum samkvæmt reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Um er að ræða allt að 7.000 tonna aukningu á framleiðslu þriðja hvert ár í Patreksfirði og Tálknafirði. Drögin eru birt á heimasíðu Teikni- stofunnar, www.teiknistofan.is og er almenningi gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir. Athugasemdir sendist á netfangið gunnar@teiknistofan.is eða í pósti til: Teiknistofan Eik ehf. Suðurgata 12 400 Ísafjörður Framleiðsluaukning á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði Drög að matsáætlun Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 20. desember 2013 Tekin hefur verið í notkun ný útgáfa lyfjaumsýslukerfisins The- rapy frá Dojo Software. Fyrirtæk- ið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsemi í Danmörku og Hol- landi. „Nú geta læknar á sjúkra- húsunum St. Elizabeth og Twee- Steden í Tilburg í Hollandi ávísað rafrænt virkum efnum lyfja án þess að tiltaka sérlyf,“ segir í til- kynningu Dojo Software. Kerfið var uppfært um mánaðamótin, en eldri útgáfa hefur verið í notkun á sjúkrahúsunum í tæpan áratug. - óká Rafræn ávísun virkra efna: Ný uppfærsla tekin í notkun Gengi hlutabréfa Össurar hækk- aði mest af félögum Kauphall- arinnar eftir að uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs var birt. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka í gær. „Öll félögin birtu uppgjör í lok októ- ber eða nóvember og hafði birt- ingin mismikil áhrif á gengi félaganna,“ segir í umfjölluninni í Morgunkorni bankans. Bréf Össurar hækkuðu um 3,9 prósent daginn eftir birtingu. „Næstmest var hækkun bréfa í Vodafone, eða um 3,2 prósent, en segja má að með uppgjöri þriðja ársfjórðungs hafi félagið loks- ins fengið uppreisn æru eftir töluvert ýkt við- brögð við slæmu upp- gjöri á fyrsta ársfjórð- ungi.“ Bent er á að yfir nóv- embermánuð hafi bréf Vodafone samtals hækk- að um 4,8 pró- sent og hafi gengi félags- ins staðið í 29,75 krónum á hlut í lok hans. „Í kjölfar árásar á vef félagsins um síðustu helgi lækkaði gengi félagsins hins vegar töluvert aftur og stendur nú í kringum 26 krónur á hlut.“ Um leið er bent á að gengi félags- ins hafi hækkað verulega bæði í október og nóvember. Lækkunin nú í byrjun mánaðarins hafi ekki náð að þeirri hækkun að fullu. Í umfjöllun Greiningar er jafn- framt vísað í nýbirtar tölur Kaup- hallarinnar um veltu í nóvember. Hún nam tæpum 20 milljörðum króna, örlítið meiri en að jafnaði í september og október. Mest við- skipti voru með bréf Icelandair, sem stóðu undir 31 prósenti velt- unnar. Um leið bendir Greining Íslandsbanka á að bréf Marel hafi tekið „óvæntan kipp“ og félagið því með næstmesta veltu í Kauphöllinni þann mánuð. - óká Uppgjörstímabilið í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands er á enda runnið: Bréf Össurar hækkuðu mest Alls 256 samningum vegna fast- eignakaupa var þinglýst utan höf- uðborgarsvæðisins í nóvember. Heildarvelta samninganna nam 4,8 milljörðum króna, að því er segir á vef Þjóðskrár Íslands. Veltan var mest á Norðurlandi, eða um tveir milljarðar króna. Þar var 92 samningum þinglýst og af þeim voru 67 vegna fast- eigna á Akureyri. 59 samningar skiluðu sér til sýslumanna á Suð- urlandi og þar af voru samning- ar vegna eigna á Árborgarsvæð- inu, sem nær yfir sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus, 36 talsins. Fasteignasala á Vest- fjörðum rak síðan lestina með tíu kaupsamninga. - hg Fasteignir á landsbyggðinni: 256 þinglýsing- ar í nóvember BANDARÍKIN, AP Fyrir dómi í San Diego í Bandaríkjunum er tekist á um lögmæti sektar sem Cecilia Abadie fékk fyrir að aka með Google Glass-tölvugleraugu. Hún er í hópi þeirra sem fengið hafa að prófa tækið, en það á ekki að fara í sölu fyrr en á næsta ári. Hún var gripin fyrir of hraðan akstur í San Diego og bætti lögreglumaðurinn við sekt vegna augnbúnaðarins. Bannað væri að horfa á vídeó- eða sjónvarps- skjá við akstur, en á gleraugunum er agnarmár skjár fyrir ofan hægra auga. Fyrir dómi er nú tekist á um hvort konan hafi í raun brotið umferðarlög. Hún segir tækið hafa farið í gang þegar hún leit upp á lögreglumanninn. - óká Álitamál tengd notkun Google Glass fyrir dómi vestra: Fékk sekt vegna gleraugnanna SPJALLAR VIÐ LÖGMANN SINN Cecilia Abadie með Google Glass-gleraugun á tali við lögmann sinn fyrir utan umferðarlagadómstólinn í San Diego. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.