Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 26
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 26
Arion banki varð fyrir valinu hjá
tímaritinu The Banker, sem gefið
er út af The Financial Times, sem
banki ársins á Íslandi árið 2013.
„Er þetta í fyrsta skipti frá árinu
2007 sem tímaritið veitir íslenskum
banka þessa viðurkenningu og er
það til marks um þann árangur sem
náðst hefur á undanförnum árum
við uppbyggingu nýs fjármálakerf-
is hér á landi,“ segir í tilkynningu
Arion banka. Höskuldur H. Ólafs-
son, bankastjóri Arion banka, tók á
móti viðurkenningunni fyrir helgi.
„Í rökstuðningi fyrir vali sínu á
Arion banka litu fulltrúar tímarits-
ins ekki síst til árangurs bankans
við að auka fjölbreytni fjármögn-
unar,“ segir í tilkynningunni, en
bankinn hefur sótt sér nýja fjár-
mögnun bæði hér á landi sem og
erlendis og minnkað þar með vægi
innlána í fjármögnun. „Fyrr á
árinu gaf Arion banki út skuldabréf
í norskum krónum og varð þar með
fyrsti íslenski bankinn frá árinu
2007 til að gefa út skuldabréf í
erlendri mynt.“ Að auki varð bank-
inn fyrstur íslenskra fjármálafyr-
irtækja til að gefa út óverðtryggð
sértryggð skuldabréf innanlands.
Tímaritið er einnig sagt hafa
horft til árangurs sem náðst hafi
við að lækka hlutfall lána í alvarleg-
um vanskilum í lánasafni bankans.
„Íslenskir bankar hafa glímt við hátt
hlutfall vanskila en hafa náð miklum
árangri á undanförnum árum, ekki
síst í kjölfar þeirrar umfangsmiklu
vinnu sem farið hefur fram við fjár-
hagslega endurskipulagningu fyrir-
tækja og heimila.“ - óká
Tímaritið The Banker, í eigu Financial Times, horfir til árangurs við byggingu nýs fjármálakerfis hér:
Arion banki valinn banki ársins á Íslandi
FRÁ AFHENDINGU Höskuldur H. Ólafs-
son, bankastjóri Arion banka, tekur
við viðurkenningu frá fulltrúum The
Banker. MYND/ARION BANKI
„Það eru greinilega hópar fólks
sem sjá þörf á því að geta stund-
að viðskipti án þess að vera með
reikning í banka og velja kort sem
fer ekki í manngreinarálit,“ segir
Ingólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri iKort.
Fyrirtækið hóf nýverið dreif-
ingu á greiðslukortinu iKort, sem
er frábrugðið öðrum kortum að
því leyti að það er ekki tengt við
bankareikning. Það er inneign-
arkort sem er gefið út á vegum
breska fyrirtækisins Prepaid Fin-
ancial Services, sem lýtur að sögn
Ingólfs eftirliti breska fjármála-
eftirlitsins.
„Korthafi þarf því ekki leyfi
viðskiptabankanna til að stofna
eða nota kortið eða fara í greiðslu-
mat. Það eru yfir þrjátíu þúsund
aðilar sem fá ekki
greiðslukort í dag
og margir þeirra
eru búnir að fara
í gegnum erfiða
tíma og eru ekki
a l ltaf ánægð -
ir með sinn við-
skiptabanka.
Síðan er fullt af
fólki sem vill
ekki nota sín
greiðslukort þegar
það verslar á netinu,“ segir Ingólf-
ur og tekur fram að það séu fyrst
og fremst þessir tveir hópar fólks
sem hafi sótt um kortið.
„Við erum ekki í útlánastarfsemi
enda erum við bara tvö sem störf-
um á skrifstofunni. Fyrirtækið er
ekki vörsluaðili þeirra fjármuna
sem notendur leggja inn á kortin en
fyrirtækið hefur hins vegar stofn-
að sérstakan reikning í viðskipta-
banka þar
sem inn-
eignirnar
eru geymd-
ar.“
Spurður
um hvaðan
hugmyndin
að dreifingu
kortsins hér
á landi sé
komin segir
Ingólfur að hún sé upphaflega
komin frá Viktori Ólafssyni, fyrr-
verandi forstjóra Kreditkorta hf.
Hann segir einnig að kortið sé
fyrsta greiðslukort sinnar tegund-
ar hér á landi.
„Þetta er sú tegund korta sem er
að breiðast hvað mest út í heimin-
um í dag. Kortið er alþjóðlegt og
það er hægt að nota það á yfir 32
milljón stöðum í heiminum og þar
með talið í hraðbönkum þar sem
Mastercard er með samninga.
Korthafar þurfa því ekki að sækja
um ferðagjaldeyri í reiðufé áður
en farið er til útlanda og einnig er
hægt að nota það til að koma pen-
ingum til vina og vandamanna í
útlöndum,“ segir Ingólfur.
haraldur@frettabladid.is
Bjóða upp á banka-
laus kortaviðskipti
Fyrirtækið iKort hóf nýverið dreifingu á greiðslukorti sem er ekki tengt við banka-
reikning og er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Financial Services. Fram-
kvæmdastjóri iKort segir eftirspurn eftir korti sem „fer ekki í manngreinarálit“.
Á SKRIFSTOFUNNI Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá iKort, segir að
inneignarkortum fari ört fjölgandi í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL.
Það eru yfir þrjátíu
þúsund aðilar sem fá ekki
greiðslukort í dag og
margir þeirra eru búnir að
fara í gegnum erfiða tíma
og eru ekki alltaf ánægðir
með sinn viðskiptabanka.
Ingólfur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri iKort.
Promens hefur opnað nýja verk-
smiðju í Taicang í Kína. Jakob
Sigurðsson, forstjóri fyrirtækis-
ins, gangsetti verksmiðjuna 30.
nóvember síðastliðinn.
Um leið undirritaði Hermann
Þórisson, stjórnarformaður Pro-
mens, viljayfirlýsingu um stækk-
un verksmiðjunnar við Wang
Hong Xing, formann kommún-
istaflokksins í Chengxiang.
Haft er eftir forstjóra Pro-
mens að opnunin í Taicang sé
bara fyrsti áfangi af fyrirhug-
aðri starfsemi í Kína. Til að byrja
með sé áhersla á framleiðslu
fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði.
Snemma á næsta ári hefjist svo
framleiðsla fyrir bílaiðnað. - óká
Promens opnar verksmiðju:
Fyrsta skrefið
tekið í Taicang
Teiknistofan Eik kynnir fyrir hönd Fjarðalax ehf drög að tillögum að
matsáætlun um framleiðslu á laxi í sjókvíum samkvæmt reglugerð
nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.
Um er að ræða allt að 7.000 tonna aukningu á framleiðslu þriðja hvert
ár í Patreksfirði og Tálknafirði. Drögin eru birt á heimasíðu Teikni-
stofunnar, www.teiknistofan.is og er almenningi gefinn kostur á að
kynna sér drögin og gera athugasemdir.
Athugasemdir sendist á netfangið
gunnar@teiknistofan.is
eða í pósti til:
Teiknistofan Eik ehf.
Suðurgata 12
400 Ísafjörður
Framleiðsluaukning á laxi
í Patreksfirði og Tálknafirði
Drög að matsáætlun
Athugasemdir þurfa að berast
eigi síðar en 20. desember 2013
Tekin hefur verið í notkun ný
útgáfa lyfjaumsýslukerfisins The-
rapy frá Dojo Software. Fyrirtæk-
ið er með höfuðstöðvar á Akureyri
og starfsemi í Danmörku og Hol-
landi. „Nú geta læknar á sjúkra-
húsunum St. Elizabeth og Twee-
Steden í Tilburg í Hollandi ávísað
rafrænt virkum efnum lyfja án
þess að tiltaka sérlyf,“ segir í til-
kynningu Dojo Software. Kerfið
var uppfært um mánaðamótin, en
eldri útgáfa hefur verið í notkun á
sjúkrahúsunum í tæpan áratug. - óká
Rafræn ávísun virkra efna:
Ný uppfærsla
tekin í notkun
Gengi hlutabréfa Össurar hækk-
aði mest af félögum Kauphall-
arinnar eftir að uppgjör vegna
þriðja ársfjórðungs var birt.
Þetta kemur fram í umfjöllun
Greiningar Íslandsbanka í gær.
„Öll félögin birtu uppgjör í lok
októ-
ber eða nóvember og hafði birt-
ingin mismikil áhrif á gengi
félaganna,“ segir í umfjölluninni
í Morgunkorni bankans. Bréf
Össurar hækkuðu um 3,9 prósent
daginn eftir birtingu.
„Næstmest var hækkun bréfa í
Vodafone, eða um 3,2 prósent, en
segja má að með uppgjöri þriðja
ársfjórðungs hafi félagið loks-
ins fengið uppreisn æru
eftir töluvert ýkt við-
brögð við slæmu upp-
gjöri á fyrsta ársfjórð-
ungi.“
Bent er á að yfir nóv-
embermánuð hafi
bréf Vodafone
samtals hækk-
að um 4,8 pró-
sent og hafi
gengi félags-
ins staðið í
29,75 krónum
á hlut í lok hans. „Í kjölfar árásar
á vef félagsins um síðustu helgi
lækkaði gengi félagsins hins
vegar töluvert aftur og stendur
nú í kringum 26 krónur á hlut.“
Um leið er bent á að gengi félags-
ins hafi hækkað verulega bæði í
október og nóvember. Lækkunin
nú í byrjun mánaðarins hafi ekki
náð að þeirri hækkun að fullu.
Í umfjöllun Greiningar er jafn-
framt vísað í nýbirtar tölur Kaup-
hallarinnar um veltu í nóvember.
Hún nam tæpum 20 milljörðum
króna, örlítið meiri en að jafnaði
í september og október. Mest við-
skipti voru með bréf Icelandair,
sem stóðu undir 31 prósenti velt-
unnar. Um leið bendir Greining
Íslandsbanka á að bréf Marel
hafi tekið „óvæntan kipp“ og
félagið því með næstmesta veltu
í Kauphöllinni þann mánuð.
- óká
Uppgjörstímabilið í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands er á enda runnið:
Bréf Össurar hækkuðu mest
Alls 256 samningum vegna fast-
eignakaupa var þinglýst utan höf-
uðborgarsvæðisins í nóvember.
Heildarvelta samninganna nam
4,8 milljörðum króna, að því er
segir á vef Þjóðskrár Íslands.
Veltan var mest á Norðurlandi,
eða um tveir milljarðar króna.
Þar var 92 samningum þinglýst
og af þeim voru 67 vegna fast-
eigna á Akureyri. 59 samningar
skiluðu sér til sýslumanna á Suð-
urlandi og þar af voru samning-
ar vegna eigna á Árborgarsvæð-
inu, sem nær yfir sveitarfélögin
Árborg, Hveragerði og Ölfus,
36 talsins. Fasteignasala á Vest-
fjörðum rak síðan lestina með tíu
kaupsamninga. - hg
Fasteignir á landsbyggðinni:
256 þinglýsing-
ar í nóvember
BANDARÍKIN, AP Fyrir dómi í San Diego í Bandaríkjunum er tekist á
um lögmæti sektar sem Cecilia Abadie fékk fyrir að aka með Google
Glass-tölvugleraugu. Hún er í hópi þeirra sem fengið hafa að prófa
tækið, en það á ekki að fara í sölu fyrr en á næsta ári. Hún var gripin
fyrir of hraðan akstur í San Diego og bætti lögreglumaðurinn við sekt
vegna augnbúnaðarins. Bannað væri að horfa á vídeó- eða sjónvarps-
skjá við akstur, en á gleraugunum er agnarmár skjár fyrir ofan hægra
auga. Fyrir dómi er nú tekist á um hvort konan hafi í raun brotið
umferðarlög. Hún segir tækið hafa farið í gang þegar hún leit upp á
lögreglumanninn. - óká
Álitamál tengd notkun Google Glass fyrir dómi vestra:
Fékk sekt vegna gleraugnanna
SPJALLAR VIÐ LÖGMANN SINN Cecilia Abadie með Google Glass-gleraugun á tali
við lögmann sinn fyrir utan umferðarlagadómstólinn í San Diego. FRÉTTABLAÐIÐ/AP