Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 32
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Meirihluti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar telur
ástæðulaust að láta kanna
með einhverjum sérstök-
um hætti hagkvæmni þess
að selja 15,4% hlut Hafn-
arfjarðar í HS Veitum.
Það er ástæðan fyrir því
að bæjarfulltrúar Vinstri
grænna og Samfylkingar í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar
greiddu atkvæði gegn til-
lögu fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um að láta kanna
hvort hagkvæmt væri að bærinn
seldi hlut sinn í HS Veitum.
Hlutur Hafnarfjarðar
Rafveita Hafnarfjarðar og Hita-
veita Suðurnesja sameinuðust
árið 2001 og var breytt í hluta-
félag. Við sameininguna eignaðist
Hafnarfjarðarbær u.þ.b. 1/6 hlut í
fyrirtækinu. Sá hlutur var og er
í samræmi við virði þess orku-
dreifikerfis sem bærinn lagði inn
árið 2001.
Árið 2006 ákvað ríkið að selja
sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja
sem gerði það m.a. að verkum að
einkaaðilar eignuðust hlut í því.
Í kjölfarið voru sett lög á Íslandi
sem kváðu á um skilyrðislausan
aðskilnað samkeppnis- og sérleyf-
isstarfsemi orkufyrirtækja. Hita-
veitu Suðurnesja var þá skipt upp í
tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veit-
ur. HS Veitur er almenningsveita,
dreifingarfyrirtæki sem
er með einokunaraðstöðu
á sínu sviði. Lög um veitu-
fyrirtæki eru með þeim
hætti að opinberir aðilar
verða að eiga að lágmarki
51% hlutafjár.
Hingað til hefur ekki
verið ágreiningur um
þennan eignarhlut Hafnar-
fjarðarbæjar í veitufyrir-
tækinu. Það er því eðli-
legt að við í Hafnarfirði
eigum með beinni eignar-
aðild aðkomu og hlutdeild að HS
Veitum sem er almannafyrirtæki
í almannaþjónustu.
Stökkvum ekki á skyndilausnir
Það að reyna að draga upp þá
mynd að nauðsynlegt sé að selja
hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum
vegna bágrar fjárhagsstöðu stenst
ekki skoðun. Ef rekstur Hafnar-
fjarðarbæjar er skoðaður á þessu
kjörtímabili sést hvernig núver-
andi meirihluti hefur markvist
unnið að bættum fjárhag sveitar-
félagsins bæði með markvissum
skrefum í að auka tekjur og ekki
síður með því að draga úr kostnaði
í rekstri sveitarfélagsins með fjöl-
breyttum hætti.
Í staðinn fyrir að beina sjón-
um sínum að skyndilausnum,
sem eru skammgóður vermir, þá
hefur núverandi meirihluti Vinstri
grænna og Samfylkingar lagt
mikla áherslu á að stökkva ekki
á skyndilausnir heldur hugsa til
lengri tíma og huga að skipulegri
uppbyggingu á styrkri fjárhags-
stjórn hjá Hafnarfjarðarbæ.
Yfirlýst og samþykkt stefna
Sjálfstæðisflokksins er að stuðla
að einkavæðingu á sem flestum
sviðum. Það er því aumt að þora
ekki að koma bara hreint til dyr-
anna og viðurkenna það. Þess í
stað að reyna að réttlæta tillögu
að sölu með því að reyna að draga
fjárhagslega burði sveitarfélags-
ins í efa.
Bæjarfulltrúar Vinstri grænna
og Samfylkingar höfnuðu því til-
lögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
sem miðar að sölu á hlut bæjarins í
HS Veitum, og ítrekuðu þá afstöðu
að eignarhluti Hafnarfjarðarbæjar
yrði áfram í samfélagslegri eigu.
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar telur því með öllu ástæðu-
laust að láta kanna með einhverj-
um sérstökum hætti hagkvæmni
þess að selja 15,4% hlut Hafnar-
fjarðar í HS Veitum.
Enn ein tilraun
til einkavæðingar
Á dögunum var skipuð ný
stjórnarskrárnefnd. Síðan
hefur einn af nefndar-
mönnum skrifað grein í
Fréttablaðið og kvartað
undan því að takmörkuð
hrifning ríki um skipan-
ina. Um það skal ekki
fjallað. Á það skal þó
bent að svo virðist sem
núverandi stjórnarflokk-
ar vilji ekkert af síðasta
kjörtímabili vita. Þeir
taka upp óbreytt vinnu-
brögð frá því fyrir fall bank-
anna og skipa stjórnarskrárnefnd
með sem líkustum hætti og fyrr
tíðkaðist. Ætli stjórnmálaflokk-
arnir að haga stjórnsýslunni með
þeim hætti að huga aðeins að
einu kjörtímabili í senn og láta á
næsta kjörtímabili eins og ekk-
ert hafi gerst á því síðasta verða
seint umbætur á stjórnarháttum.
Stjórnarskráin verður þá varla
látin fylgja þjóðfélagsþróuninni.
Svo sem kunnugt er skilaði
stjórnlagaráð tillögum að heildar-
breytingum stjórnarskrárinnar
á síðasta kjörtímabili. Það dróst
hins vegar úr hömlu að Alþingi
tæki afstöðu til tillagnanna en
efndi þó loks til leiðbeinandi þjóð-
aratkvæðagreiðslu um mikilvæg
en takmörkuð atriði stjórnar-
skrárinnar. Vissulega hefði mátt
spyrja um miklu fleiri atriði og
orða spurningarnar með skýrari
hætti. Þátttaka var hins vegar
nokkuð góð og úrslitin afgerandi
sé miðað við slíkar atkvæða-
greiðslur með öðrum þjóðum.
Því hefði verið rétt að stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd þings-
ins hefði eftir síðustu kosningar
tekið sér tak og fengið til liðs við
sig fagmenn um stjórnarskrár-
efni til að semja upp úr tillögum
stjórnlagaráðs nothæfar tillögur
að breyttri stjórnarskrá eða að
minnsta kosti að hluta hennar að
teknu tilliti til niðurstöðu þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar. Til þessa
verks hefði stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndin átt að leita sam-
stöðu um hvaða fagmenn yrðu
fengnir til starfsins.
Fylgt yrði nýjustu þróun
Einsýnt er að þeir sem sjá um
kennslu og rannsóknir í stjórn-
skipunarrétti við stærstu
háskólana ættu að vera í
þeim hópi svo og viður-
kenndir heimspekingar
og sagnfræðingar sem
hafa látið sig þessi mál-
efni varða. Þá hefði verið
tryggt að fylgt yrði nýj-
ustu þróun og straumum
um gerð stjórnarskráa
en nokkur gerjun er í
þessum málefnum meðal
þjóða sem okkur eru
skyldastar að þjóðskipu-
lagi. Tillögur ættu að
liggja fyrir um mitt kjörtímabil
og koma þá til afgreiðslu Alþing-
is svo nálægð kosninga spilli
ekki fyrir afgreiðslunni. Gildis-
takan má svo bíða þings eftir
næstu kosningar. Það er Alþingis
að hafa frumkvæði að breyttri
stjórnarskrá og leita að sem
breiðustu samkomulagi um þann
þjóðfélagssáttmála sem stjórnar-
skráin á að vera. Sá sem ekki leit-
ar samkomulags nær engri sátt.
Við breytingu á stjórnar-
skránni verður að hafa í huga að
hún er grundvöllur og leiðarvísir
að því hvernig annarri löggjöf
landsins er hagað og hún skýrð.
Skipta má stjórnarskránni aðal-
lega í tvennt. Fyrri hluti hennar
eins og henni er nú skipað hefur
að geyma lagagrundvöll stjórn-
valda ríkisins í stórum dráttum
og takmörkun starfa þeirra. Síð-
ari hlutinn fjallar síðan um rétt-
indi borgaranna. Fyrri hlutann
þarf því að semja svo að skýrt sé
hver stjórnvöldin eru og hvert
valdsvið þeirra. Skil þeirra í milli
og ábyrgð hvers um sig verða að
koma greinilega fram.
Helsti gallinn
Það er líklegast helsti galli
núverandi stjórnarskrár að hún
uppfyllir tæpast þessi skilyrði.
Þá er kaflinn lítt skiljanlegur
þeim sem ekki þekkir söguleg-
ar forsendur hans. (Má nefna
að Norðmenn, sem á næsta ári
fagna 200 ára afmæli stjórnar-
skrár sinnar, ætla af því tilefni
að uppfæra hana til nútímahorfs
meðal annars með tilliti til mál-
fars og skýrleika. Stjórnarskrá
þeirra á að verða skiljanleg öllum
almenningi.) Réttindahlutann
þarf hins vegar að semja svo að
skýra megi ákvæði hans í sam-
ræmi við þá mannréttindasátt-
mála sem Ísland er aðili að. Það
er svo Alþingis að haga almenn-
um lögum í sem bestu sam-
ræmi við mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar og dómstóla
að semja dóma sína á þann veg
að best samræmi verði á milli
almennra laga, alþjóðasamninga
og stjórnarskrár. Ákvæðin þurfa
því að vera nokkuð opin og orðast
sem nokkurs konar vísireglur
(leiðbeiningarreglur?).
Þar sem ekki er svo langt
síðan þessum hluta stjórnar-
skrárinnar var breytt má vera
að ekki liggi eins á að afgreiða
þennan hluta stjórnarskrárinn-
ar gæti dómstólar að ríkjandi
aðferðum við skýringu stjórnar-
skrár svo sem þeim er beitt með
þjóðríkjum sem okkur eru skyld-
ust. Þeir sem vinna að endur-
bótum á stjórnarskránni ættu
því fyrst í stað að beina kröftum
sínum að þeim ákvæðum stjórn-
arskrár sem varða þingið, fram-
kvæmdavaldið og dómsvaldið
svo og einstökum breytingum
sem löngu eru brýnar. (Löngu
er t.d. nauðsynlegt að stjórnar-
skráin taki fullt tillit til þátttöku
Íslendinga í alþjóðasamstarfi
og tryggi líka að atkvæði allra
þegna ríkisins vegi jafnt við
alþingiskosningar.)
Stjórnmálamenn, fjölmiðla-
menn og aðrir þeir sem áhuga
hafa á þessum fræðum geta
á auðveldan hátt slökkt fróð-
leiksþorstann við lestur á bók
Benedikte Moltumyr Högberg
prófessors við Óslóarháskóla
sem kom út í sumar sem leið
hjá Universitetsforlaget. Bókin
kallast „Statsrett“ og gefur gott
yfirlit um gerð, tilgang og virkni
stjórnarskrár í öðru þeirra
tveggja ríkja sem skyldast er
okkar um löggjafarmálefni.
Að breyta stjórnarskrá
MIKIÐ ÚRVAL
AF GLÆSILEGUM
SÆNGURVERASETTUM!
Þegar mjúkt á að vera mjúkt standa sængurverasettin
í Betra Bak undir væntingum. Einstök gæði frá hinum
þýsku framleiðendum Elegante, Joop! og Bruno Banani.
Komdu við Maco Satin efnið og þú verður snortin(n).
JÓLA-
AFSLÁTTUR
20%
Save the Children á Íslandi
ORKUMÁL
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
bæjarstjóri í
Hafnarfi rði
➜ Það að reyna að draga
upp þá mynd að nauðsyn-
legt sé að selja hlut Hafnar-
fjarðar í HS Veitum vegna
bágrar fjárhagsstöðu stenst
ekki skoðun.
STJÓRNARSKRÁ
Hrafn
Bragason
fv. hæstaréttar-
dómari
➜ Það er Alþingis að hafa
frumkvæði að breyttri
stjórnarskrá og leita að sem
breiðustu samkomulagi um
þann þjóðfélagssáttmála
sem stjórnarskráin á að vera.
Sá sem ekki leitar samkomu-
lags nær engri sátt.