Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 36

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 36
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 36 Nokkur ríki heims hafa gert út á það að bjóða upp á skattaskjól og má nefna eyjarnar Cayman og Tortólu í því sambandi. Fyrir vikið hafa þessi ríki sætt harðri gagn- rýni enda oft skuggalegar ástæður að baki því að fé er komið í skjól á fjarlægum eyjum. Að undan- förnu hefur átt sér stað hér á landi umræða um að gera Ísland að ein- hvers konar fríríki internetsins. Það er ástæða til að staldra við og íhuga hvað það þýðir í raun. Er hugsanlega sú hætta til staðar að við verðum þekkt sem staðurinn þar sem óhreini þvottur netsins verður geymdur? Sú röksemd er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega aðstoðaði íslenska lögreglan bandarísku alríkislög- regluna við að loka Silkislóðinni, vefsíðu sem starfaði sem markaðs- torg með eiturlyf, leigumorðingja og annað misjafnt, en sú vefsíða var vistuð á Íslandi. Annað dæmi er heimasíðan The Pirate Bay sem er deilistöð fyrir höfundarréttar- varið efni en sú síða hefur verið á flótta um allan heim í nokkurn tíma eftir að hafa verið gerð brott- ræk frá heimalandi sínu Svíþjóð. Tilraunir voru gerðar til að tengja Pirate Bay og Ísland föstum bönd- um, meðal annars með að notast við .is endingu fyrir síðuna. Þeir sem talað hafa fyrir Íslandi sem fríríki internetsins segjast berjast fyrir réttindum almenn- ings til upplýsinga og vilja til dæmis gera það eins auðvelt og mögulegt er fyrir fréttamenn og uppljóstrara að koma upplýsingum til almennings. Hins vegar hefur verið rætt um Ísland sem miðstöð fyrir upplýsingar og skiptir hugs- anlega engu máli hvort viðkom- andi viðskiptavinur sé að geyma einhvern óþverra, svo lengi sem viðkomandi borgar reikninginn. Hafa hér hugsanlega blandast saman beinir markaðshagsmunir og háleitari hugmyndir um tján- ingarfrelsi? Þroskastig ekki mikið Finna má ýmsa vankanta á reglu- umhverfi netsins á Íslandi og það er ekki fyrr en í seinni tíð, þegar íslensk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á mikilvægi þessa mála- flokks, sem tekið hefur verið á þeim málum að einhverju marki. Þroskastig Íslands í netmálum er þó enn ekki mikið, sem setur okkar litla land frekar í annan eða þriðja flokk. Það eru flokkar þeirra ríkja sem standa ekki nægilega vel að regluverki internetsins, en sum hver eru samt sem áður að segja öðrum hvernig þeirra málum skuli háttað í þessum efnum. Það myndi kalla á hörð alþjóð- leg viðbrögð ef Íslendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Hvað með gögn er tengjast peningaþvætti, barnaníðingum eða viðskiptum með eiturlyf? Dettur einhverjum í hug að það yrði látið óáreitt ef Ísland skilgreindi sig sem rafrænt fríríki slíkra gagna? Hér er ástæða til að staldra við. Það að berjast fyrir því að Ísland verði fríríki á Internetinu með öllu sem því fylgir kann að vera sveipað rómantískum hetjuljóma. Þetta er hins vegar baráttumál sem myndi hafa slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir land og þjóð og er auk þess ekki það mikið hitamál fyrir þorra þjóðarinnar að það sé þess virði að hefja barátt- una. Stundum er betur heima setið. Þetta er eitt þeirra skipta. mynd akademískrar læknisfræði um hinn „krítíska fjölda“ sem ligg- ur að baki sameiningu háskóla- sjúkrahúsa. Hugmyndin um hinn „krítíska fjölda“ er kjarninn í upp- byggingu sérhæfingar og kveður á um ákveðinn lágmarksfjölda sjúk- linga svo læknar geti byggt upp og viðhaldið sérfræðilegri þekkingu. Eykst af sjálfu sér Markmiðin í stefnu Sjálfstæðis- flokksins um eitt sjúkrahús voru að geta náð betri tökum á stjórn sjúkrahússins til að draga úr starfsemi þess og stuðla þannig að þeirri þróun sem fólst í aukn- um einkarekstri utan sjúkrahúss- ins (creeping privatization). Fram- sóknarflokknum var ef til vill ekki ljóst á þessum tíma að samein- ing á opinberri þjónustu er oftast áfangi til aukins einkarekstrar. Á meðan einblínt var á sameiningu sjúkrahúsa til að draga úr tvöföld- un starfsemi og tækjabúnaðar þá misstu menn sjónar á heilbrigðis- kerfinu utan sjúkrahúsanna þar sem tæknivæddar einkareknar læknastofur spruttu upp eins og gorkúlur á haug. Það samræmist ekki hugmynd- um Sjálfstæðisflokksins um dreif- stýringu og einkarekstur að sam- eina og byggja upp „bákn“ sem erfitt er að stjórna nema að í því felist tækifæri til að endurskil- greina og einkavæða hluta starf- seminnar. Þessi tækifæri eru búin til með því að halda áfram að ítreka kröfuna um hagræðinguna sem lofað var með sameiningu sjúkrahúsanna. Verði því haldið til streitu þá eykst einkareksturinn af sjálfu sér; hann einfaldlega „ger- ist“. Þessi stefna grefur hins vegar undan hugmyndinni um hinn „krít- íska fjölda“ sjúklinga og getur því sett drauminn um háskólasjúkra- húsið í uppnám. Samanborið við heilbrigðiskerfi í nágrannalöndunum þá einkenn- ist kerfið á Íslandi af mikilli notk- un þjónustu á dýrustu hlið kerfis- ins, þ.e. sérgreinalæknaþjónustu, stofnanarýmum og dýrum lyfjum. Hér er hlutfall lækna og hjúkr- unarfólks á hverja þúsund íbúa og stofnanarýma fyrir aldraða á hverja þúsund íbúa yfir 65 ára hvað hæst. Hér eru fleiri mynd- greiningartæki, (segulóm- og tölvusneiðmyndatæki) miðað við höfðatölu en fyrirfinnst í nokkru öðru landi innan OECD. Fjöldi þessara tækja meira en tvöfaldað- ist milli áranna 2000 og 2011. Miðað við þá athygli sem vanda- mál Landspítalans hafa nú feng- ið og þann mikla tækjabúnað sem til er í landinu blasa nú við „kjöraðstæður“ sem geta rétt- lætt enn frekari flutning verkefna af Landspítala út í bæ. Þar eru jú tæki sem nýta má betur. Þannig er stefna látin „gerast“ eins og af illri nauðsyn. Á meðan fjarar undan hinum „krítíska fjölda“ sjúklinga á háskólasjúkrahúsinu. Læknarnir á Landspít- ala hafa komið málefnum spítalans á dagskrá stjórn- valda. Eitt er þó að koma málum á dagskrá, annað að ráða niðurstöðunni. Ástandið á Landspítala er ekki nýtt. Það er rökrétt framhald af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík á sínum tíma. Mark- miðið með sameiningunni fól í sér hugmyndir sem eru ósamrýmanlegar. Nú eru læknarnir á Landspít- ala ef til vill að vakna upp við það að draumur þeirra um háskólasjúkrahúsið var sýnd veiði en ekki gefin. Fjármálaráðuneytið undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins stefndi að því að sameina í þeim til- gangi að ná tökum á kostn- aði sjúkrahúsanna, hafa sjúkrahúsþjónustuna sem minnsta en koma öllu því sem hægt væri að koma „út á markað“ í einka- rekstur. Miðstýring hefur einkennt stefnu Fram- sóknarflokksins í heil- brigðismálum og vilji til að halda grunnþjónustunni í opinberum rekstri. Læknar á Landspítala létu sig dreyma um eitt stórt háskóla- sjúkrahús í þágu vísinda, þekking- ar og gæða. Þarna náðist saman um lausnina að sameina sjúkra- húsin í Reykjavík. Aftur á móti voru markmiðin með sameining- unni í raun afar ólík. Framsóknarflokkurinn fór með heilbrigðismálin og sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík var í samræmi við stefnu þeirra og trú á hagkvæmni stærðarinnar. Mark- mið þeirra féll ágætlega að hug- ➜ Verði því haldið til streitu þá eykst einkareksturinn af sjálfu sér; hann einfaldlega „gerist“. Draumurinn um háskólasjúkrahúsið ➜ Það myndi kalla á hörð alþjóðleg viðbrögð ef Ís- lendingar tækju að sér að vista efni algjörlega óháð því hvað um er að ræða. Rafrænt fríríki er varasöm hugmynd INTERNETIÐ Jón Kristinn Ragnarsson Ólafur R. Rafnsson ráðgjafar í upplýsingaöryggi hjá Capacent HEILBRIGÐIS- MÁL Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor í opinberri stjórnsýslu í Háskóla Íslands F A S TU S _E _4 3. 12 .1 3 Fastus býður uppá hágæða japanska hnífa og önnur eldhúsáhöld sem unun er að vinna með þegar matarundirbúningur stendur sem hæst. Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhugamenn geta ekki án verið í góðu eldhúsi. Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 De Buyer Mandolin rifjárn • Sneiðir, strimlar og bútar grænmeti • Stillanlegar þykktir 1-10mm Kr. 36.131,- Yaxell stálhnífur • Hágæða ryðfrítt stál - 20cm • Smíðaður í Japan Kr. 15.808,- Turmix töfrasproti • 3ja blaða hnífur úr ryðfríu stáli • Öruggt grip úr gúmmíi Kr. 33.760,- Veit á vandaða lausn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.