Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 44

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 44
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Hinir ástsælu Spaðar efna til tónleika á laugardags- kvöldið á Café Rosenberg og hefjast þeir klukkan 22. Hinir ástsælu Spaðar urðu þrítugir í ár og var tíma- mótanna minnst með diski sem hlaut nafnið Áfram með smjörið. Á tónleikunum verða leikin lög af nýja disk- inum og þar á meðal lagið Þorláksmessukall, sem er fyrsta og eina jólalagið sem frá sveitinni hefur komið. Í texta þess er fjallað af nokkru næmi um hlutskipti þeirra sem eru undir áhrifum og lykta af skötu á Þorláksmessu. Fyrsta og eina jólalag Spaða Fagna 30 ára afmæli með útgáfu disks. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON er söngvari Spaða. Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborg- arsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lár- usdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlut- anum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metro- politan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guð- mundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnars- dóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ fridrikab@frettabladid.is Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Stórskotalið söngvara stígur á svið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Kristján Jóhannsson fer fyrir hópnum og Kristinn Sigmundsson, Dísella Lárusdóttir og Þóra Einarsdóttir koma fram auk sinfóníuhljómsveitar og kvennakórs. TÓNLIST ★★★★★ Hátíðartónleikar kammer- kórsins Schola cantorum Stjórnandi: Hörður Áskelsson FYRSTA SUNNUDAG Í AÐVENTU Í HALLGRÍMSKIRKJU Á aðventutónleikum Schola cantor- um kenndi margra grasa. Þar bar hæst frumflutning þriggja verka eftir Hafliða Hallgrímsson. Þetta voru Earth Grown Old, The King‘s Birthday og Christ Was Born. Þar að auki flutti kórinn Joseph and the Angel eftir Hafliða. Allt voru það einstaklega fallegir sálmar. Tón- málið var blátt áfram og tilgerðar- laust, söngurinn tær og himneskur. Hafliði hefur samið margt fallegt í gegnum tíðina, eitt það glæsilegasta er Passían hans. Hér var músíkin einfaldari og þægilegri áheyrnar og hún rann ljúflega niður. Óþarfi er að telja upp allt á efnis- skránni, enda var hún býsna marg- brotin. En almennt talað var hún sérlega smekkleg, verkunum raðað þannig að það skapaði áhrifamikla heild. Fyrir utan fáein þjóðlög var tónlistin fremur nýleg. Hún kallað- ist þó alltaf á við fortíðina, við hefð- irnar og tónlistina sem tengist jólun- um. Eins konar tímaleysi einkenndi því stemninguna á tónleikunum. Ekki verður hjá því komist að nefna Christus vincit eftir James MacMillan. Það var fullt af hrífandi blæbrigðum. Þau voru kórónuð með ákaflega fallegum einsöng Telmu Hrannar Sigurdórsdóttur. Jóla- lag eftir Hauk Tómasson var líka frábært, allt öðru vísi en „framúr- stefnan“ sem maður á að venjast frá honum. Þetta var bara fábrotið lag á borð við Skreytum hús með græn- um greinum. Haukur getur greini- lega samið hvað sem er. Tónleikunum lauk með verki eftir Arvo Pärt, Sieben Magnificat- Antiphonen. Titillinn var á þýsku vegna þess að kórinn söng þýska þýðingu á andstefjum (andstef er nokkurs konar viðlag við sálm) við Lofsöng Maríu. Það er hið svokall- aða Magnificat, sem er ævaforn sálmur; hann er að finna í Lúkas- arguðspjalli. Tónlistin var dulúð- ug eins og margt eftir Pärt. Hún byggðist á endurtekningu grípandi tónhendinga sem voru skreyttar heillandi hljómum. Útkoman var seiðmögnuð. Kórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar var einfaldlega frábær. Söngurinn var hreinn og nákvæm- ur, bjartur og samtaka. Túlkunin var ávallt einlæg og tilfinningarík. Maður gekk út í náttmyrkrið á eftir í jólaskapi. Óhætt er að fullyrða að einn helsti fjársjóður þjóðkirkjunnar sé hið metnaðarfulla og vandaða tón- listarstarf í Hallgrímskirkju. Tón- leikarnir nú voru frábært dæmi um hvað þar fer fram, stundum í hverj- um mánuði, ár eftir ár. Megi þetta tónlistarstarf vaxa og dafna um ókomna tíð. Jónas Sen NIÐURSTAÐA Tónleikar Schola cantor- um voru áhrifamikil byrjun á aðventunni. Kom þú, kom vor Immanúel ÆFA STÍFT Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNING Hönnun: Jahn Aamodt Stóll + skemill kr. 379.000 NÚ Á JÓLATILBOÐI STÓLL + SKEMILL kr. 315.000 TIMEOUT LINAN.IS BÆJARLIND 16 - KÓPAVOVOGI - SÍMI 553 7100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.