Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 54
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 54 „Ég er með tónleika öll föstudags- og laugardagskvöld, og nánast öll fimmtudagskvöld,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi eins merki- legasta tónleika- og skemmti- staðar landsins, Græna hattsins á Akureyri. Hann tók við staðnum árið 2003 og hóf tónleikahaldið árið 2005. „Mig langaði mikið til þess að halda tónleika því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Þetta var þó erfitt fyrst um sinn, en gengur mjög vel núna,“ segir Haukur um upphafið. Árið 2005 fóru sextíu til sjötíu tónleikar fram á staðnum en árið 2013 fórum um 150 tónleikar fram. „Þetta eru í heildina líklega orðnir um ellefu hundruð tónleikar sem hafa farið fram á staðnum.“ Staðurinn er í raun einstak- ur á Íslandi en hefur ekki komið til tals að opna Græna hattinn í Reykjavík? „Jú, það hefur oft komið til tals að gera það. Það er þó ekki á stefnuskránni því vel- gengni staðarins má rekja til þess að maður hugsar vel um hann og er alltaf á staðnum og ég get ekki gert það í tveimur landshlutum,“ segir Haukur. Staðurinn fagnaði tíu ára afmælinu sínu fyrir skömmu með útgáfu bókar sem nefnist ein- faldlega Græni hatturinn. „Þetta er aðallega ljósmyndabók en það er þó farið aðeins yfir söguna og nokkrar hljómsveitir fá umsögn,“ bætir Haukur við. Bókin, sem er 225 blaðsíður, inniheldur 370 ljós- myndir af hinum ýmsu listamönn- um sem fram hafa komið á staðn- um. Ásamt Hauki sjálfum, unnu þeir Daníel Starrason, Skapti Hall- grímsson og Þórhallur Jónsson að gerð bókarinnar. „Við erum með góðar græjur hérna og hljóðið er mjög gott,“ segir Haukur spurður út í vinsæld- ir staðarins. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins hafa komið fram á staðnum í gegnum árin. „Hér hafa komið fram ýmsir lista- menn, allt frá Álftagerðisbræðr- um til Skálmaldar, sem segir til um hve fjölbreytnin er mikil.“ Haukur á líklega Íslandsmetið í því að vera viðstaddur tónleika. „Ég sé um 150 tónleika á ári og svo bæti ég nokkrum tónleikum við þegar ég fer í frí því þá fer ég yfirleitt á tónleika erlendis,“ útskýrir Haukur. Á Græna hattinum er einnig að finna einn helsta dýrgrip íslenskr- ar tónlistarsögu. „Hérna erum við með Hammond-orgelið sem Karl Sighvatsson átti en það er frá árinu 1958 og var meðal annars notað með Trúbrot.“ Haukur segir staðinn ætla að halda áfram að svala tónleika- þorstanum og bjóða áfram upp á háklassa tónleika. Fram undan er fjöldinn allur af tónleikum. Í kvöld koma fram Eyþór Ingi og Atóm- skáldin, annað kvöld Ojba Rasta og á laugardagskvöld Mammút. - gunnarleo@frettabladid.is ➜ Græni hatturinn var fyrsti reyklausi pöbb landsins þegar Sigmundur Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir stofnuðu staðinn 1999. Árið 2005 voru haldnir 60 til 70 tónleikar. Árið 2013 voru haldnir 140 til 150 tónleikar. Uppáhaldshljómsveitir Hauks eru Brian Wilson og Beach Boys, einnig er hann mikill aðdáandi Steely Dan. TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Hugurinn reikar víða á dimmum ógeðismorgnum í Reykjavík. Fyrst til Frakklands, þar sem Bob Dylan hefur verið kærður fyrir hatursboðskap og gæti þurft að sitja inni í heilt ár. Sem mun þó seint gerast því það er hreint ekki ólöglegt að rifja upp mishuggulega atburði úr mannkynssögunni. Í við- tali við Rolling Stone (sem var þýtt yfir á frönsku og birt í þarlendri útgáfu tímaritsins) minntist Dylan á þjóðernishreinsanirnar í Júgóslavíu í sömu andrá og helför nasista, án þess þó að bera þetta tvennt beinlínis saman, og hópur Króata móðgaðist heiftarlega. Aldrei má maður ekki neitt, eins og Laddi söng á sinni bestu plötu, Allt í lagi með það, frá árinu 1983. Laddi hlaut töluverða gagnrýni fyrir lagið Of feit fyrir mig nokkrum árum síðar, en litla sem enga fyrir smellinn Grínverjann á sömu plötu. Það hefur mér alltaf þótt einkennilegt. Rokksveitin Body Count, með sjálfan Ice-T í broddi fylkingar, var aldrei kærð fyrir lagið sitt umdeilda Cop Killer. Yfir- menn plötufyrirtækisins fengu þó morðhótanir og ákváðu að lokum að fjarlægja lagið af plötunni. Hama- gangurinn kom Ice-T mikið á óvart. Hann hafði verið að hlusta ítrekað á lagið Psycho Killer með Talking Heads, þótt það gott og ákvað að leika sér aðeins með þemað, en allt fór til andskotans. Silfurrefurinn Kenny Rogers flaut líka sofandi að feigðarósi þegar hann ákvað að ljúka tónleikum sínum í Dallas á tíunda áratug síðustu aldar með því að kasta frisbídisk út í æstan áhorf- endaskarann. Frisbídiskurinn lenti á risastórri ljósa- krónu sem féll niður á einn aðdáandann, sem heimtaði fúlgur fjár í skaðabætur. Málið var útkljáð utan dómstóla og Kenny gat snúið sér að því að syngja jólalög á ný. Jólin eru einmitt á næsta leiti. Skemmtileg tilviljun. Hugsað upphátt Einstakur á Akureyri Græni hatturinn stendur fyrir um 150 tónleikum á ári og á tíu ára afmæli í ár. Á LÍKLEGA ÍSLANDSMET Haukur Tryggvason, eigandi Græna hattsins, er viðstaddur meira en 150 tónleika á ári, sem er líklega Íslandsmet. Fróðlegar og skemmtilegar staðreyndir SIGRÍÐUR THORLACIUS– Jólakveðja ERNA HRÖNN OG PÁLMI SIGURHJARTARSON– Húmar að kveldi ÝMSIR – Gömlu dagana gefðu mér Í spilaranum LAGALISTINN TÓNLISTINN 28.11.2013 ➜ 5.12.2013 1 Steinar Up 2 Of Monsters And Men Silhouettes 3 Baggalútur og Jóhanna Mamma þarf að djamma 4 Kaleo Automobile 5 Leaves Ocean 6 One Republic Counting Stars 7 Kaleo Glass House 8 Jón Jónsson Feel For You 9 Avicii Hey Brother 10 Drangar Bál 1 Baggalútur Mamma þarf að djamma 2 Friðrik Ómar Kveðja 3 Björgvin Halldórsson Duet III 4 Páll Óskar Rauða boxið 5 Kaleo Kaleo 6 Sigríður Thorlacius Jólakveðja 7 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 8 One Direction Midnight Memories 9 Skálmöld Börn Loka 10 Bubbi Æsku minnar jól Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. STEMNING Í LOFTINU Græni hatturinn er einstakur staður með ríka sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.