Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 56

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 56
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 56 „Það skal ósagt látið hvort efnahagserfiðleikar Íslands hafi orðið til þess að sköpunarkraftur kvikmyndagerð- arfólks á Íslandi hefur blómstrað, en staðreyndin er sú að í ár hafa margar vel gerðar, frumlegar og listrænar myndir komið þaðan. Myndirnar búa yfir sérstökum, íslenskum einkennum sem sett eru fram á ferskan og persónulegan hátt,“ segir í yfirlýsingu frá Gautaborg- arhátíðinni, sem er stærsta kvikmyndahátíð Norður- landa. Hátíðin í ár kemur til með að gefa íslenskri kvikmyndagerð sérstakan gaum, en kvikmyndirnar Hross í oss, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, og Málmhaus, í leikstjórn Ragnars Bragasonar, keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar. Þá hlýtur Baltasar Kormákur sérstök heiðursverð- laun hátíðarinnar. Gautaborgarhátíðin er haldin snemma á næsta ári, þann 24. janúar til 3. febrúar, og á dagskránni er meðal annars sérstök yfirlitssýning frá Íslandi, þar sem nokkrar íslenskar kvikmyndir síðastliðinna tuttugu ára verða sýndar, meðal annars 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriks- son og Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur. - ósk Íslenskri kvikmyndagerð gerð skil á Gautaborgarhátíðinni Sérstök yfi rlitssýning íslenskra kvikmynda verður haldin á hátíðinni í ár. HEIÐRAÐUR Baltasar Kormákur hlýtur fyrstu heiðursverðlaun hátíðarinnar. AFP/NORDICPHOTOS Helstu myndir: 2 Guns, Mission Im- possible - Ghost Protocol, Precious og Déjà Vu. Leikkonan Paula Patton er 38 ára í dag. AFMÆLISBARN DAGSINS Kvikmyndin Machete Kills verð- ur frumsýnd á morgun en hún er skrifuð af Robert Rodriguez og í leikstjórn hans. Myndin er sú þriðja sem byggð er á gervi- stiklum úr myndunum Plan- et Terror og Death Proof sem saman mynda Grindhouse og kemur úr smiðju Rodriguez og leikstjórans Quentins Tarantino. Grindhouse-dúettinn kom út árið 2007 og vísaði til kvikmyndahúsa vestan hafs sem sérhæfa sig í B- myndum, og eru oftast kölluð Grindhouse. Hinar myndirnar, sem byggðar eru á gervistiklun- um, eru Machete og Hobo with a Shotgun. Machete Kills er framhald myndarinnar Machete sem var sýnd árið 2010 en saman mynda þær þríleik ásamt myndinni Machete Kills Again en óljóst er hvenær hún verður frumsýnd. Rodriguez skrifaði handrit fyrstu myndarinnar þegar hann réð leikarann Danny Trejo í hlutverk Navajas í kvikmyndinni Despe- rado árið 1993 en Trejo leikur einmitt titilhlutverkið í Machete- þríleiknum. „Þegar ég hitti Danny sagði ég að þessi gaur ætti að vera mexí- kóski Jean-Claude Van Damme eða Charles Bronson. Hann ætti að vera í bíó á hverju ári og nafn hans skyldi vera Machete,“ segir Rodriguez um uppruna fyrrver- andi lögreglumannsins Machete Cortez. Í Machete Kills er Machete fenginn til að binda enda á upp- gang brjálæðings sem hótar ver- öldinni öllu illu. Í myndinni leit- ar forseti Bandaríkjanna, sem er leikinn af ærslabelgnum Char- lie Sheen, á náðir Machetes, en brjálaður vopnasali hefur kom- ist yfir öflug, langdræg flug- skeyti sem hann ætlar að nota til að hefja styrjöld við alheiminn. Svo skemmtilega vill til að Mel Gibson leikur þennan snarklikk- aða glæpamann og verður Mac- hete að stöðva hann, hvað sem það kostar. Vandamálið er að það er nær ómögulegt að nálgast þennan brjálæðing en Machete hefur ráð undir rifi hverju eins og aðdáendur hans vita. Marg- ar af skærustu stjörnum Holly- wood fara með hlutverk í mynd- inni, þar á meðal Amber Heard, Michelle Rod riguez, Sofia Verg- ara, Antonio Banderas og Jessica Alba. liljakatrin@frettabladid.is Hinn mexíkóski Jean-Claude Van Damme snýr aft ur í bíó Kvikmyndin Machete Kills úr smiðju Roberts Rodriguez er frumsýnd á morgun. Machete Kills er framhald myndarinnar Machete og sem fyrr er það Danny Trejo sem leikur aðalhlutverkið. Sannkallað stjörnulið leikara fer einnig með hlutverk í myndinni, þar á meðal Antonio Banderas, Charlie Sheen og Jessica Alba. Þegar ég hitti Danny sagði ég að þessi gaur ætti að vera mexíkóski Jean- Claude Van Damme eða Charles Bronson. Robert Rodriguez STJÖRNULIÐ Meðal leikara í myndinni eru söngkonan Lady Gaga, Alexa Vega, Sofia Vergara og sjálfur Charlie Sheen. Miði á hvora mynd kostar 800 krónur en hægt er að fá miða á báðar mynd- irnar saman á 1.000 krónur. Þá bjóða kvikmyndahúsin upp á sérstakt fjöl- skyldutilboð– miðann á 500 krónur ef keyptir eru fjórir miðar eða fleiri. Kevin bjargar málunum Home Alone fjallar um drenginn Kevin, sem leikinn er af Macaulay Culkin, sem er skilinn eftir einn heima af fjölskyldu sinni fyrir mistök. Tveir óprúttnir bófar, sem túlkaðir eru af Joe Pesci og Daniel Stern, sjá sér leik á borði og reyna að brjótast inn á heimili Kevins sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóla-John í ham Í Die Hard neyðist harðhausinn John McClane, sem leikinn er af Bruce Willis, að bjarga eiginkonu sinni og fjölda annarra úr klóm glæpamannsins Hans Gruber. Hörkuspenn- andi jólamynd en aðalhasarinn gerist á sjálft aðfanga- dagskvöld. - lkg Klassískar kvik- myndir í bíó LEIKARARNIR SEM HEILLA RODRIGUEZ AÐEINS JÓLATILBOÐ 149.900 Leikarar Jessica Alba Antonio Banderas Danny Trejo Alexa Vega Tom Savini Lady Gaga Desperado Four Rooms From Dusk Till Dawn Spy Kids Spy Kids 2 Once Upon a Time in Mexico Spy Kids 3 Sin City Planet Terror Machete Spy Kids 4 Sin City 2 Machete Kills Leikstjórinn Robert Rodriguez velur oft sömu leikarana í myndir sínar. Mörg kunnugleg andlit hafa sést í myndum Rodriguez. Myndir UM HELGINA Home Alone og Die Hard
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.