Fréttablaðið - 05.12.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 05.12.2013, Síða 60
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 60 Fyrir skömmu lauk stærsta tón- leikaferðalagi Sigur Rósar en alls spilaði sveitin á 141 tónleikum í 32 löndum. Af þessum 141 tónleikum voru 39 tónleikar á tónleikahátíðum, líkt og á Lollapalooza, iTunes festi- val, Coachella og á Hróarskeldu. Alls sáu um níu hundruð þús- und manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Þetta er jafnframt mest sótta tón- leikaferðlag sveitarinnar og það stærsta að umfangi. Tónleikaferðin hófst í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og lauk í Hels- inki í Finnlandi. Þar á milli heim- sótti sveitin nánast allan heiminn en eins og flestir vita er hljómsveit- in dýrkuð og dáð út um allan heim. Þeir héldu stóra tónleika þann 4. nóvember árið 2012 í nýju Laugar- dalshöllinni, sem um átta þúsund manns sóttu. Þetta er mesti áhorf- endafjöldi á tónleikum hjá íslensk- um listamanni eða hljómsveit sem selt er inn á. Í Sigur Rós eru nú einungis þrír meðlimir, þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason en auk þeirra spiluðu átta hljóð- færaleikarar með þeim á tónleika- ferðalaginu og því ellefu manna hljómsveit á sviðinu. Yfirleitt var hópurinn sem ferðaðist saman á tónleikaferðalaginu um fjörutíu til fimmtíu manns, hljóðfæraleikarar og ýmsir tæknimenn. Oftast ferðaðist hópurinn um á þremur til fjórum rútum eða „tour- bus“ og fylgdu honum einnig fjórir risatrukkkar sem fluttu búnaðinn á milli staða. Í Asíu og Ástralíu var hins vera frekar flogið á milli staða. Sigur Rós hefur selt um tíu millj- ónir platna um heim allan, ef geisla- og mynddiskasala er lögð saman. Mest selda platan er Takk, sem selst hefur í 1,5 milljónum eintaka og kom hún út árið 2005. Sem stend- ur er sveitin með samning hjá XL Recordings en þar eru listamenn eins og Radiohead og Adele. Það var ýmislegt sem gerðist á meðan á tónleikaferðinni stóð en sveitin vann meðal annars verðlaun- in Knights Of Illumination Award fyrir sviðsmynd, lýsingu og mynd- bönd á tónleikaferðalaginu. Verð- launin fengu þeir fyrir „showið“ sem slíkt en verðlaunin voru veitt í október 2013. Sigur Rós hitti hljómsveitina Metallica í San Francisco í ágúst í fyrra og fór vel á með sveitunum. Báðar sveitirnar eru aðdáendur hvor annarrar og eftir tónleikana hittust meðlimir baksviðs og áttu góða stund saman. Það ríkir mikil virðing á milli sveitanna. Sigur Rós hitti einnig hljómsveit- ina U2 á Írlandi. „U2-menn voru á hlið sviðsins á meðan Sigur Rós kom fram. Það var mjög fínt að spjalla við þá, þeir eru miklir tónlistar- áhugamenn og þrátt fyrir alla vel- gengni og sigra U2, þá eru þeir bara í þessu út af tónlistinni og það sást vel hversu miklir músíkantar og músíkáhugamenn þeir eru,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar, um þá Bono og The Edge úr U2 þegar hann hitti þá á Írlandi. - gunnarleo@frettabladid.is SIGUR RÓS SIGRAR HEIMINN Ein þekktasta hljómsveit Íslandssögunnar lauk nýverið við sína stærstu tónleikaferð til þessa. Alls kom sveitin fram á 141 tónleikum en talið er að um 900.000 manns hafi sótt tónleika sveitarinnar á ferðalaginu sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Skemmtilegar sokkauppskriftir fyrir byrjendur og lengra komna. Líflegar myndir og góðar teikningar sem gera litríkt prjón að léttum leik. Sköpunargleðin í fyrirrúmi Frumlegt hekl og litríkt Glaðlegir vetrarsokkar · · · · · · · · · · · · · eftir Ágústu Þóru Jónsdóttur og Benný Ósk Harðardóttur VALTARI/KVEIKUR TÓNLEIKAFERÐALAG SIGUR RÓSAR 2012-2013 ➜ Kom fram á Electric Picnic Festival á Írlandi 31. ágúst 2012 ásamt The Cure og The Killers. Kári Sturluson, umboðsmaður sveitarinn- ar, spjallaði við meðlimi U2 á meðan Sigur Rós spilaði og ræddu þeir um heima og geima. ➜ Kom fram á Berlin Festival í Berlín í Þýskalandi 7. september 2012, ásamt meðal annars The Killers og Franz Ferdinand ➜ Kom fram á Lollapalooza í Chicago 5. ágúst 2012, ásamt meðal annars Red Hot Chili Peppers, The Black Keys og Black Sabbath ➜ Kom fram í Outside Lands í San Francisco 11. ágúst 2012 og hitti þar Metallica og átti með sveitinni ánægjulega kvöldstund ➜ Kom fram í Hollywood For- ever Cemetery í Los Angeles 12. ágúst 2012 ➜ Kom fram á Hróarskeldu 6. júlí 2013 ásamt t.d. Metallica, Queens Of The Stone Age og Slipknot ➜ Kom fram á Paléo Festival í Nyon í Sviss 25. júlí 2013, ásamt t.d. Smashing Pumpkins, Blur, Neil Young og Santana. Hittu þar Billy Corgan og Smashing Pumpkins. Corgan er mikill aðdáandi og meðlimir Sigur Rósar aðdáendur Corgans, vinskapur myndast. ➜ Kom fram á Summer Sonic Festival í Tókýó 18. ágúst 2012, ásamt meðal annars Jamiroquai, Rihanna og Green Day ➜ Kom fram á Corona Capital- hátíðinni í Mexíkóborg 13. október 2013, ásamt meðal annars Jimmy Eat World og Stereophonics ➜ Kom fram á Harvest Festival í Sydney í Ástralíu 17. nóvember 2012, ásamt t.d. Beck ➜ Kom fram á Urbanscapes festi- val í Kúala Lúmpúr í Malasíu, 25. nóvember 2012, í fyrsta sinn í MalasíuKom fram í sjónvarpi á árinu: ➜ Kom fram í The Simpsons í maí árið 2013 ➜ Kom fram í Jay Leno í maí árið 2013 ➜ Kom fram í Jimmy Fallon í mars árið 2013 ➜ Kom fram í Game of Thrones í september 2013 ➜ Kom fram á Sasquatch music festival 25. maí 2013 ásamt t.d. Mumford & Sons og Arctic Monkeys ➜ Kom fram í Round- house (iTunes festi- val) 2. september 2013, daginn áður kom Lady Gaga fram á sama sviði Nánar um einstaka tónleika: ➜ Uppselt á tónleika í Nýju Laugardalshöllinni í Reykjavík 4. nóvember 2012 (Airwaves) ➜ Uppselt á tónleika í Madison Square Garden í New York 25. mars 2013 ➜ Uppselt á tónleika í Wembley Arena í London 21. nóvem- ber 2013 ÚT UM ALLAN HEIM Sigur Rós lauk nýverið sínu stærsta tónleikaferðalagi til þessa, en það stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.