Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 64
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 64
Vodafone-lekinn er toppurinn á ísjak-anum. Við dælum persónuupplýsing-
um inn á samfélagsmiðla daglega og það
er tímaspursmál hvenær samskipti okkar
á Facebook, Snapchat og fleiri samfélags-
miðlum verða gerð opinber. Ekki ætla ég að
bíða eins og bjáni eftir félagslegri aftöku.
Nei, ég hyggst misnota þetta pláss í víðlesn-
asta dagblaði landsins og baktryggja mig
með því að opinbera mín dýpstu vefleyndó.
SPJALLIÐ á Facebook nota ég daglega.
Þar spjalla ég við vini og vinnufélaga
og dreg ekkert undan. Alþingismenn,
sjónvarpsstjörnur, vinir mínir og
keppendur í undankeppni Euro-
vision hafa orðið fyrir barðinu á
galgopalegu blaðrinu í mér og
við þau vil ég segja að ég meinti
örugglega hvert einasta orð.
Sorrí.
SNAPCHAT er alvarlegra mál. Ein-
hvern tíma verða myndirnar, sem fólk
heldur að gufi upp eftir að viðtakandinn
skoðar þær, opinberaðar af kófsveittum
Mountain Dew-lepjandi hakkara. Ég
svitna við tilhugsunina um að í bunkan-
um leynist myndir af mér. Myndirnar valda
eflaust usla í ákveðnum kreðsum sam-
félagsins og vil ég til dæmis biðja móður
mína afsökunar á hegðun minni — myndin
sem sýnir mig ganga örna minna var ætluð
vinum. Hún var reyndar tekin í sjálfsvörn
þar sem sömu vinir nýttu hugbúnaðinn til
að koma hægðum sínum á framfæri, í há-
skerpu og stundum steríó.
ÞÁ er mikilvægt að fólk viti að nektar-
myndin af mér í spegli baðherbergis míns
var aðeins ætluð kærustunni minni. Við
vorum reyndar ekki kærustupar þegar ég
sendi myndina, sem útskýrir viðleitnina
til að spenna sem flesta vöðva líkamans
og notkun lýsingar til að skerpa á þeim.
Ég skammast mín samt ekki enda vakti
myndin mikla lukku — og þá sérstaklega
fagmannlega útfærður pakkinn sem ég
teiknaði á mig miðjan til að hylja það allra
heilagasta, enda nýkominn úr kaldri sturtu.
LOKS gæti tónlistarmiðillinn Spotify orðið
fyrir barðinu á óprúttnum aðilum. Ég hef
ekkert að fela þar frekar en á öðrum sam-
félagsmiðlum: Wrecking Ball með Miley
Cyrus er í alvöru uppáhaldslagið mitt.
Mín dýpstu vefl eyndó
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIREROLLING STONE
GQ
DEADLINE HOLLYWOOD
ENTERTAINMENT WEEKLY
VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS?
MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI
VARIETY
HUNGER GAMES 2 6, 7, 9, 10
PHILOMENA 5:50, 8
CARRIE 10:10
FURÐUFUGLAR 2D 5
S.B. - FBL
“ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ
FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA”
S.B. - FBL
PARADÍS: VON
“IT COULD BE HIS BEST FILM
SO FAR” - THE GUARDIAN
THE BROKEN
CIRCLE BREAKDOWN
BESTA LEIKKONA Í
AÐALHLUTVERKI
TRIBECA 2013
SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
NÁNAR Á MIÐI.IS
PRINCE AVALANCHE
THE HUNGER GAMES 2
THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS
THE COUNCELOR
CAPTAIN PHILIPS
FURÐUFUGLAR 2D
THE PAST
NORTHWEST
THE HUNGER GAMES 2
PHILOMENA
CAPTAIN PHILIPS
HROSS Í OSS
THE HUNGER GAMES 2
NORTHWEST
KL. 8
KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9
KL. 8
KL. 8 - 10.30
KL. 10.10
KL. 3.30
KL. 6 - 9 - 10
KL. 6 - 8
Miðasala á: og
KL. 5.15 - 10.15
KL. 10.45
KL. 6 - 8 - 9
KL. 5.45 - 8
KL. 8
KL. 6
Save the Children á Íslandi
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
Sharon Osbourne, 61 árs, er
ófeimin við að tjá sig opinskátt
um allar lýtaaðgerðirnar sem
hún hefur farið í. Hún segir sárs-
aukafyllstu aðgerðina hafa verið
þegar hún lét laga kynfæri sín.
„Það versta var þegar leggöng-
in mín voru þrengd. Það var sárs-
aukafullt,“ segir Sharon í viðtali
við Graham Norton. Þá tjáði hún
sig líka um hjónaband sitt með
rokkaranum Ozzy Osbourne en
þau hættu saman og tóku aftur
saman stuttu seinna.
„Mikið hefur gerst í lífinu
þegar maður er búinn að þekkja
manneskju í fjörutíu ár og búinn
að vera með þeirri manneskju í
33 ár. Hann datt í það og neytti
blöndu af fíkniefnum og áfengi.“
- lkg
Lét laga
kynfærin
HRESS Sharon er ekki feimin.
Leikkonan Marcia Gay Harden er
búin að næla sér í hlutverk í kvik-
myndinni Fifty Shades of Grey
sem byggð er á samnefndri skáld-
sögu eftir E.L. James.
Marcia, 54 ára, mun leika Dr.
Grace Trevelyan Grey, móður
aðalkarlhetjunnar Christians
Grey, sem leikinn er af Jamie
Dornan. Með hlutverk systkina
Christians fara Luke Grimes og
Rita Ora en enn á eftir að afhjúpa
hver leikur föður hans.
Þá leikur nýstirnið Dakota
Johnson hina hlédrægu Anast-
asiu Steele sem kolfellur fyrir
Christian. Tökur á myndinni hóf-
ust í Vancouver í Kanada síðasta
sunnudag en áætlað er að frum-
sýna hana í febrúar árið 2015.
-lkg
Leikur móður
Christians Grey
HEPPIN Marcia leikur móður Christians.
„Mér finnst UN Women vinna þarft starf í þágu mál-
efna sem snerta okkur öll – ég elska að vinna með
snillingum og allir sem komu að átakinu eru það,“
segir Saga Sig ljósmyndari um UN Women-bolinn
sem hún ásamt Katrínu Maríu Káradóttur, yfirhönn-
uði ELLU, hannaði fyrir landsnefnd UN Women á
Íslandi.
Það er ósk þeirra að með hverjum bol sem selst
aukist meðvitund landsmanna um stöðu kvenna og
stúlkna í fátækustu löndum heims og um leið sam-
tökin.
Allur ágóði af bolunum rennur í Styrktarsjóð Sam-
einuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum.
Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að því að upp-
ræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og stuðla að
auknu jafnrétti þeirra.
„Í tilefni af gerð bolanna fengu samtökin konur og
stúlkur úr öllum áttum og á öllum aldri til liðs við
sig fyrir sérstaka auglýsingaherferð sem Saga tók.
Myndatakan fór fram í Ljósmyndaskóla Sissu og er
óhætt að segja að dagurinn hafi verið stórskemmti-
legur,“ segir Hanna Eiríksdóttir hjá UN Women.
Bolurinn verður seldur í takmörkuðu upplagi og
kemur í verslanir um miðjan mánuðinn. Efnt verður
til veislu þegar bolirnir koma í sölu í húsakynnum
ELLU.
Skyggnst bak við
tjöldin hjá UN Women
Saga Sig og Katrín María Káradóttir hönnuðu bol fyrir kynningarátak UN Wo-
men. Þær fengu til liðs við sig konur úr öllum áttum fyrir auglýsingaherferðina.
ÚR TÖKUM Þær Sigríður María Egilsdóttir og Selma Björk Hermannsdóttir lögðu
málefninu lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KONURNAR Á BAK VIÐ BOLINN Saga Sig, sem tók allar
myndir, og Katrín María Káradóttir, yfirhönnuður ELLU, í bak-
grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPÁÐ Í SPILIN Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð, sem
leikur í kvikmyndum á borð við Málmhaus og Djúpið, og Saga
Sig skoða útkomu úr myndatökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Saga var ljósmyndastjóri Verzl-
unarskólablaðsins á mennta-
skólaárunum. Það var þá sem
hún áttaði sig á því að hún
vildi vinna við ljósmyndun sem
listform.
Saga fór í eitt ár í listfræði
í Háskóla Íslands en flutti svo
til London þar sem hún lærði
tískuljósmyndun í London
College of Fashion. Hún út-
skrifaðist þaðan árið 2011 og
hefur síðan verið iðin við kol-
ann og meðal annars myndað
fyrir Nike Women, KALDA,
KronKron, Topshop, Burberry
og Harpers Bazaar Arabia svo
eitthvað sé nefnt.
Saga Sig