Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 66
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 66
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
SPORT
FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson hefur verið í
stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona
sem hafa farið mikinn það sem af er tíma-
bili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti
deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins
Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorent-
ina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio
eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni.
„Það er mikill munur á deildunum þann-
ig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“
segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíð-
inni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu und-
antekningarlítið og aðeins misst úr einn
leik. Þá var hann veikur.
„Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart.
Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég
hef verið með sama þjálfara sem hefur allt-
af jafn mikla trú á mér. Það gefur manni
innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem
spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu.
Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fior-
entina á mánudagskvöldið en liðið sækir
Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir
Bjarnason, félagi Emils úr íslenska lands-
liðinu, leikur með Sampdoria.
„Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu
nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reikn-
ar með því að fylgjast með gangi mála af
varamannabekknum eða stúkunni í kvöld.
Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir
Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsat-
riði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn
Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari
liðsins að lykilmenn verði ferskir.
Emil og Birki er vel til vina. Sá síðar-
nefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í
haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim
bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma
nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið
hjálpað.
„Ég vona svo innilega að hann fái að
spila og að honum gangi sem best,“ segir
Emil um herbergisfélaga sinn úr lands-
liðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að
skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert
það er liðin mættust í deildinni í lok októ-
ber.
„Ég tók meira að segja tvær treyjur.
Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir
Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi
gert hið sama. Hann muni klárlega nýta
tækifærið og spjalla við Birki í kvöld.
Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum
eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna
óskað sérstaklega eftir slíkri.
kolbeinntumi@frettabladid.is
Skiptust á treyjum síðast
Íslendingaliðin Hellas Verona og Sampdoria mætast í bikarslag á Ítalíu í kvöld. Emil Hallfreðsson verður
hvíldur en Hafnfi rðingurinn vonar að Birkir Bjarnason fái langþráð tækifæri undri stjórn Sinisa Mihajlovic.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hlaupakonan Aníta
Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risa-
verkefni því hún keppir þá á einu frægasta
innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna
sem haldið er árlega í New York. Frábær
árangur Anítu á þessu ári hefur komið
henni í flokk með framtíðarstjörnum
heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í
framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga
og virta innanhússmót, Millrose Games,
sem fer fram í 107. sinn í febrúar.
Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary
Cain (fædd 1996), sem er jafngömul
Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd
1995), sem hefur verið að hlaupa mjög
vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er
tveimur árum eldri og að verða einn flott-
asti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í
mótinu. „Mótshaldara í Bandaríkjunum
langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörn-
ur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að
fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu
um að það yrði af þessu ef Aníta vildi
koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson,
þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður
frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer
Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu
og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu
2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu
Elísdóttur.
Mótið í New York fer fram 15. febrúar
en verður þó ekki fyrsta mót hennar á
árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á
Íslandi í vetur og það verður alþjóð-
legt mót 19. janúar í Laugardals-
höllinni. Frjálsíþróttasambandið
stefnir á að fá tvo til þrjá er-
lenda keppendur á móti henni
á þessu móti, þar af einhverja
í hennar styrkleikaflokki,“ sagði
Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjall-
inu. - óój
Aníta keppir við framtíðarstjörnur Bandaríkjanna í New York
ÁN MARKS
Emil hefur
spilað 13 leiki
í deildinni á
tímabilinu en
á enn eftir að
skora. MYND/EPA
ford.is
Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 losun 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 losun 114 g/km.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
BEINSKIPTUR FRÁ
SJÁLFSKIPTUR FRÁ
FORD FIESTA
2.450.000 KR.
2.790.000 KR.
KOMDU OG PRÓFAÐU
FORD FIESTA ER BESTI SMÁBÍLLINN ÁRIÐ 2013
Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta:
Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og
EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er bíllinn því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum!
Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims,
Auto Express. Hann er útbúinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the
Year, tvö ár í röð. Síauknar vinsældir Fiesta koma ekki á óvart því nýtt útlit hans er sérstaklega
rennilegt, hann er útbúinn snilldarbúnaði og svo er hann bara svo flottur.
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
ARSENAL - HULL 2-0
1-0 Nicklas Bendtner (2.), 2-0 Mesut Özil (46.).
LIVERPOOL - NORWICH 5-1
1-0 Luis Suarez (14.), 2-0 Luis Suarez (29.), 3-0
Luis Suarez (35.), 4-0 Luis Suarez (73.), 4-1 Bradley
Johnson (83.), 5-1 Raheem Sterling (88.)
MAN. UNITED - EVERTON 0-1
0-1 Bryan Oviedo (86.).
SOUTHAMPTON - ASTON VILLA 2-3
0-1 Gabriel Agbonlahor (14.), 1-1 Jay Rodriguez
(48.), 1-2 Libor Kozak (63.), 2-2 Pablo Daniel Os-
valdo (69.), 2-3 Fabian Delph (79.)
STOKE - CARDIFF 0-0
SUNDERLAND - CHELSEA 3-4
1-0 Jozy Altidore (14.), 1-1 Frank Lampard (16.),
1-2 Eden Hazard (35.), 2-2 John O‘Shea (50.), 2-3
Eden Hazard (62.), 2-4 Philip Bardsley, sjm (84.),
3-4 Philip Bardsley (86.)
SWANSEA - NEWCASTLE 3-0
1-0 Nathan Dyer (45.+1), 2-0 Matieu Debuchy, sjm
(67.), 3-0 Jonjo Shelvey (80.)
FULHAM - TOTTENHAM 1-2
1-0 Ashkan Dejagah (56.), 1-1 Vlad Chiriches (72.),
1-2 Lewis Holtby (81.)
WEST BROM - MAN CITY 2-3
0-1 Sergio Aguero (9.), 0-2 Yaya Toure (24.), 0-3
Yaya Toure, víti (73.), 1-3 Costel Pantilimon, sjm
(85.), 2-3 Victor Anichebe (90.+5).
STAÐAN:
Arsenal 14 11 1 2 29-10 34
Chelsea 14 9 3 2 28-17 30
Manchester City 14 9 1 4 40-14 28
Liverpool 14 8 3 3 30-17 27
Everton 14 7 6 1 22-13 27
Tottenham 14 7 3 4 13-15 24
Newcastle 14 7 2 5 19-21 23
Southampton 14 6 4 4 18-13 22
Man. United 14 6 4 4 22-18 22
Aston Villa 14 5 4 5 16-16 19
Swansea 14 5 3 6 20-19 18
Hull City 14 5 2 7 12-18 17
WBA 14 3 6 5 17-19 15
Stoke 14 3 5 6 12-18 14
Cardiff 14 3 5 6 11-20 14
Norwich 14 4 2 8 12-28 14
West Ham 14 3 4 7 12-15 13
Crystal Palace 14 3 1 10 8-22 10
Fulham 14 3 1 10 12-26 10
Sunderland 14 2 2 10 11-28 8