Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 68

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 68
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 68 DRÁTTURINN 8-LIÐA ÚRSLIT KARLA GRINDAVÍK - NJARÐVÍK FJÖLNIR - TINDASTÓLL ÞÓR Þ. - HAUKAR ÍR - KEFLAVÍK B 8-LIÐA ÚRSLIT KVENNA GRINDAVÍK - KR VALUR - SNÆFELL KEFLAVÍK - NJARÐVÍK FJÖLNIR - HAUKAR Ég er alltaf að horfa upp á við og það þarf að vera einhver rúsína í pylsuendanum sem drífur mann áfram í aukaæfingunum en ég æfi mikið aukalega. Ég þarf að horfa til einhvers markmiðs til þess að nenna því og næst á dagskrá er að komast í landsliðið og fara út,“ sagði Hannes Þór Halldórs- son í viðtali við Fréttablaðið sumarið 2008. Hannes Þór varði þá mark Framara og hafði gert það af stakri prýði. Árið áður hafði hann verið gagnrýndur töluvert fyrir frammistöðu sína. „Ég kom inn í mótið, hélt að ég væri súpermann og ætlaði að sigra heiminn. Svo var ég sleginn niður á jörðina og þurfti að stokka spilin upp á nýtt. Ég þurfti að vinna í sjálfum mér og það er að skila sér núna,“ sagði Hannes. Markvörðurinn hefur upplifað hæðir og lægðir á ferli sínum auk þess að vera gagnrýndur fyrir ýmislegt í sínum leik. Spyrnugetan var mikill veikleiki en aukaæfingarnar hafa svo sannarlega skilað sér. Hreyfingarnar eru kannski ekki þær mýkstu en það kemur sjaldnast að sök. Hann er traustur, maður stóru augna- blikanna eins og vítaskyttur landsins þekkja alltof vel og vinsæll liðsfélagi. Sumarið 2004 sat hann á bekknum hjá Leikni í 2. deild, spilaði Aftureldingu í sömu deild árið eftir og með Stjörnunni í 1. deild 2006. Á þeim tíma hefðu fáið veðjað á að Hannes ætti innan nokkurra ára eftir að verja búrið í bestu undan- keppni karlalandsliðsins. Líklega höfðu sömuleiðis fáir trú á því sumarið 2008. Öðru máli gegndi um Hannes. „Ég tel mig eiga möguleika á landsliðssæti og er að von- ast til þess að fá tækifærið. Ég held að ég eigi alveg eins heima þar eins og þessir menn sem eru þarna núna. Mér fyndist það ekkert fáránlegt val hjá landsliðsþjálfaranum,“ sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. Einn af styrkleikum Hannesar hefur verið sá að deila markmiðum sínum með öðrum. Hann ætlaði sér að spila í efstu deild, hann ætlaði sér í landsliðið og ætlaði sér í atvinnu- mennsku. Hvort öll markmiðin hafi náðst ná- kvæmlega á þeim tíma sem hann setti sér að ná þeim er ekki aðalatriði. Í dag hefur hann náð þeim öllum og næst á dagskrá að stimpla sig inn á erlendri grundu. Ólíkt fjölmörgum knattspyrnu- köppum er Hannes ekki háður fótboltanum til að hafa í sig og á. Ást leikstjórans dáða á íþrótt sinni og metnaður hefur fleytt honum langt og engin leið að spá fyrir um framhaldið. Enginn skyldi reikna með því að Sandnes verði endastöð markvarðarins 29 ára. UTAN VALLAR KOLBEINN TUMI DAÐASON kolbeinntumi@frettabladid.is MISSTI ALDREI TRÚNA Á SJÁLFUM SÉR HANDBOLTI „Þetta er allt of langt frí. Við gáfum leikmönnum okkar vikufrí og þær fóru í ferðalög. Svo hittumst við á mánudaginn og erum byrjuð að æfa aftur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í kvennaflokki. Valsstelpur lögðu Fylki að velli í deildinni 20. nóvember sl. en hafa síðan ekki spilað leik. Næsti deild- arleikur er á dagskrá 11. janúar. Hlé var gert á deildinni hér heima eins og annars staðar í Evr- ópu vegna heimsmeistaramótsins í Serbíu. Íslenska liðið komst ekki í lokakeppnina en tíminn var þó nýttur til að kalla landsliðið saman. Liðið mætti Sviss í þremur leikjum í síðustu viku og æfir nú út vikuna. „Við höfum aðgang að leikmönn- um ytra í tvær vikur. Svo margir leikmenn landsliðsins spila erlendis að það er nauðsynlegt að nýta tím- ann vel,“ segir Róbert Geir Gísla- son, mótastjóri Handknattleiks- sambandsins. Liðið verði að fá tíma til æfinga ætli það sér að komast á næsta stórmót. „Landsliðið hefði átt að æfa í eina viku að meðtöldum landsleikjun- um gegn Sviss,“ segir Stefán sem finnst tveggja vikna æfingahrina landsiðsins of löng. „Það er auðvitað frábært að landsliðið fái verkefni en þegar liðið er ekki í lokakeppni á ekki að eyðileggja Íslandsmótið,“ segir Stefán. Ein vika hefði dugað og í kjölfarið hefði verið hægt að ná allt að þremur umferðum í deild- inni fyrir jól. Málið hafi ekki verið hugsað til enda heldur haldið í sama horfi og undanfarin ár þegar Ísland var með á stórmótum. „Það verður að horfa á heildina. Það eru fleiri að spila handbolta en landsliðsmennirnir,“ segir Stefán. Deildarbikarinn færður fram Róbert segist hafa sest niður með forráðamönnum félaganna í upp- hafi síðastliðins sumars þar sem línur hafi verið lagðar fyrir tíma- bilið. Félögin hafi verið spurð hvort vilji væri til að spila í deildinni í desember í kjölfar landsleikja- hlés eða lengja hléið fram í janúar. Mögulegt hefði verið að spila eina til tvær umferðir fyrir jól. Vilji félaganna hafi verið að halda des- emberhléinu líkt og undanfarin ár. „Desember er þungur mánuður fyrir félögin. Mörg lið eru skipuð ungum leikmönnum í framhalds- og háskóla sem eru á kafi í próf- um,“ segir Róbert. Hann minnir á að staða Vals sé nokkuð önnur en annarra liða. Margir leikmenn hafi lokið háskólanámi og séu úti á vinnumarkaðnum. Hjá öðrum liðum sé staðan erfiðari. Planið hafi verið sent til félaga og enginn hafi hreyft mótmælum. Þá minnir Róbert á að deilda- bikarinn, sem spilaður hafi verið milli jóla og nýárs, verði leikinn 13.-14. desember í ár. Það komi til af því að þá geti leikir í karla- og kvennaflokki farið fram á sama tíma. Leikirnir fari því ekki ofan í undirbúning karlalandsliðsins sem hefur leik á Evrópumótinu í Dan- mörku 12. janúar. Valsmenn létu rúmenska leik- manninn Gherman Marinelu fara á dögunum en sú náði sér ekki á strik í rauða búningnum. Útlendingalaust Valslið „Þetta var ágætis leikmaður og góð stelpa en hentaði ekki okkar leikskipulagi,“ segir Stefán. Hún komi úr austur-evrópskum hand- bolta þar sem spiluð sé önnur vörn en flest liðin hér heima leika. Hún hafi verið föst í sínu og gengið illa að aðlagast. Stefán segir Val ekki munu reyna að fylla skarð Mar- inelu með erlendum leikmanni. Valsliðið ætli að taka á því án aðstoðar að utan út leiktíðina. Hins vegar segir Stefán fagnað- arefni að Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir og Rebekka Skúladóttir séu að komast á fulla ferð eftir barneignahlé. „ Þær eru að styrkjast og kom- ast í betra stand,“ seg i r Stefá n . Hann er ánægður með stöðu Valsl- iðsins sem situr í 2. sæti deildar- innar eftir tíu umferðir, stigi á eftir toppliði Stjörnunnar. Hvorugt liðið hefur tapað leik. „Ég sagði allt- af að þetta gæti orðið erfitt fyrir áramót. Við erum á ágætis stað miðað við hvað mannskapur- inn kemur seint inn,“ segir Stef- án. Markmiðið á Hlíðarenda er skýrt. „Við stefnum alltaf á topp- inn.“ kolbeinntumi@365.is Stelpurnar fá of langt jólafrí Þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta fagnar verkefnum fyrir A-landsliðið en telur þau ekki þurfa að bitna á deildinni. Mótastjóri HSÍ segir fyrirkomulagið í takt við vilja félaganna en að margir leikmenn séu í prófum. SIGURSÆLL Valskonur hafa unnið fjölmarga titla undanfarin ár undir stjórn Stefáns. Liðið varð bikarmeistari síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hefur unnið fimmtán titla með Val á fjórum tímabilum Stefán Arnarson hefur unnið fimmtán gull með Valsliðinu síðan að hann tók við liðinu fyrir 2008-09 tímabilið. Valsliðið hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla undir hans stjórn og er ríkjandi bikarmeistari. Fyrsti titill þessa tímabils kom í hús í byrjun vetrar þegar liðið vann Meistarakeppni HSÍ fjórða árið í röð. Valsstelpurnar unnu ekkert fyrsta tímabilið hans, 2008-09, en frá á með leiktíðinni 2009-10 hefur Valsliðið alltaf unnið annan af stóru titlunum og einu sinni tvöfalt. Auk þess að vinna þessi fimmtán gull þá hefur Valsliðið einnig krækt í þrjú silfur. Ekki slæm uppskera á svo stuttum tíma. TITLAR VALS UNDIR STJÓRN STEFÁNS ARNARSONAR ÍSLANDSMEISTARI - 3 SINNUM 2010, 2011, 2012 BIKARMEISTARI - 2 SINNUM 2012, 2013 DEILDARBIKARMEISTARI - 2 SINNUM 2011, 2012 DEILDARMEISTARI - 4 SINNUM 2010, 2011, 2012, 2013 MEISTARAR MEISTARANNA - 4 SINNUM 2010, 2011, 2012, 2013 HANDBOLTI Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, spilar ekki meira með sínum mönnum fyrir vetrar- fríið í Olísdeild karla þar sem hann er með brotið bein í fæti. „Það er álagssprunga í beini í ristinni og ég má ekkert æfa fyrr en í fyrsta lagi um miðjan janú- ar,“ sagði Róbert en deildin hefst á ný í febrúar. Það tók nokkurn tíma að fá rétta greiningu en meiðslin komu ekki ljós í fyrri rannsóknum. „Ég hefði auðvitað gjarnan viljað fá að vita þetta fyrr en sem betur fer virðast meiðslin ekki hafa versnað á síðustu vikum.“ Honum stóð til boða að fara til Þýskalands meðan á fríinu stóð til að æfa með úrvalsdeildarliði Hannover-Burgdorf, en nú er ljóst að ekkert verður af því. „Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Róbert. - esá Fer ekki til Þýskalands SKYTTAN Róbert Aron í leik með Fram á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STYRKIR VALSLIÐIÐ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kominn í slaginn á ný etir barnsburð. KÖRFUBOLTI Það verður seint sagt að Njarðvík fari auðveldu leiðina í bikarkeppni KKÍ, Powerade- bikarnum. Í 32-liða úrslitum keppninnar lenti hið unga lið Njarðvíkur í því að spila á móti KR. Húnarnir unnu þann leik með glæsibrag. Næst beið liðsins leikur gegn bikarmeisturum Stjörnunnar sem þeir unnu einnig. Í gær var svo dregið í átta liða úrslit og að þessu sinni þurfa Njarðvíkingar að fara til Grindavíkur í stórslag átta liða úrslitanna. Goðsagnarlið Keflavíkur mætir ÍR á útivelli en 1. deildar- liðin Fjölnir og Tindastóll mætast þannig að það er ljóst að 1. deild- arlið verður í undanúrslitunum í ár. Lokaleikurinn er síðan á milli Þórs og Hauka í Þorlákshöfn. Hjá konunum er stórleikurinn viðureign Vals og Snæfells en þá mætast einnig Reykjanesbæjar- liðin Keflavík og Njarðvík og Grindavík tekur á móti KR. Loka- leikurinn er síðan á milli 1. deild- arliðs Fjölnis og Hauka. - hbg Aft ur erfi tt hjá Njarðvík KRÝSUVÍKURLEIÐIN Elvar Már og félagar í Njarðvík eiga aftur erfitt verk- efni fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.