Fréttablaðið - 05.12.2013, Síða 79

Fréttablaðið - 05.12.2013, Síða 79
Kolbrún Björnsdóttir stýrir spjallþætti á Stöð 2 á miðviku dags- kvöldum. Hún verður með áhorfendum allt til jóla en gefur sér góðan tíma í jólaundir búninginn. „Það væri vel hægt að skrifa heila bók um jólin mín,“ segir sjónvarpskonan Kolla sem sýnir fyrirhyggju fyrir hátíðarnar. „Ég skipulegg allt sem tengist jólagjafa kaupum í Excel-skjali og geri dálka fyrir hugmyndir og hvað ég kaupi, hvað búið er að kaupa, pakka inn og afhenda. Þannig gleymi ég engri gjöf.“ Kolla heldur jólin með manni sínum, móður og þremur börnum þeirra hjóna en uppkomin stjúpdóttir hennar býr norðan heiða. „Við njótum þess að vera saman í rólegheitum og erum að skapa okkar eigin jólahefðir. Ein þeirra er að hafa lokið öllum jólaundirbúningi og tiltekt á Þorláksmessu og þá kveikjum við upp í arninum á Þorláksmessukvöld og horfum saman á jólamynd. Það er yndislegt að eiga ekkert eftir á aðfangadag annað en að vakna saman og bíða jólanna í ró og friði. Þá eldum við jólalega súpu og bjóðum gestum sem koma með jólapakka upp á súpu og konfekt í stresslausu andrúmslofti,“ segir hún. Fyrir jólin í fyrra fór Kolla á námskeið til að læra að baka Sörur og þær ætlar hún að baka aftur á aðventunni nú, sem og lakkrístoppa fyrir soninn. „Ég kaupi líka stundum tilbúið smá köku deig til að henda í ofninn og fá góða lykt í húsið,“ segir Kolla sem leggst yfir flókin púsluspil á hverjum jólum og nagar kalt hangikjöt með. „Stundum fæ ég púsluspil í jólapakka en yfirleitt slæ ég varnagla við að það gerist ekki og kaupi mér púslið sjálf. Þá legg ég undir mig borðstofuborðið eftir hátíðarverðinn á aðfangadagskvöld og keppist við að ljúka púslinu áður en gamlárskvöld rennur upp.“ Kollu þykir mest um vert að gleðja börnin sín á jólunum og slaka á með fjölskyldunni þegar friður jólanna færist yfir. „Mér finnst of mikil áhersla á veraldleg gæði á jólum og legg til að við leggjum meiri rækt við samveru og nánd. Við gætum til dæmis gert jólin meira andlega nærandi með því skrifa innihaldsrík jólabréf til ástvina okkar í stað gjafa sem oft er minni þörf á.“ KOLLA MIÐVIKUDAGA KL. 20.35 ALLTAF PÚSLUSPIL Á JÓLUNUM„Það er yndislegtað eiga ekkert eftir á aðfangadag annað en að vakna saman og bíða jólanna í ró og friði.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.