Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 79
Kolbrún Björnsdóttir
stýrir spjallþætti á
Stöð 2 á miðviku dags-
kvöldum. Hún verður með
áhorfendum allt til jóla
en gefur sér góðan tíma í
jólaundir búninginn.
„Það væri vel hægt að skrifa
heila bók um jólin mín,“ segir
sjónvarpskonan Kolla sem sýnir
fyrirhyggju fyrir hátíðarnar.
„Ég skipulegg allt sem tengist
jólagjafa kaupum í Excel-skjali og
geri dálka fyrir hugmyndir og hvað
ég kaupi, hvað búið er að kaupa, pakka
inn og afhenda. Þannig gleymi ég engri
gjöf.“
Kolla heldur jólin með manni sínum,
móður og þremur börnum þeirra hjóna en
uppkomin stjúpdóttir hennar býr norðan
heiða.
„Við njótum þess að vera saman í
rólegheitum og erum að skapa okkar eigin
jólahefðir. Ein þeirra er að hafa lokið öllum
jólaundirbúningi og tiltekt á Þorláksmessu
og þá kveikjum við upp í arninum á
Þorláksmessukvöld og horfum saman á
jólamynd. Það er yndislegt að eiga ekkert
eftir á aðfangadag annað en að vakna saman
og bíða jólanna í ró og friði. Þá eldum við
jólalega súpu og bjóðum gestum sem koma
með jólapakka upp á súpu og konfekt í
stresslausu andrúmslofti,“ segir hún.
Fyrir jólin í fyrra fór Kolla á námskeið til
að læra að baka Sörur og þær ætlar hún
að baka aftur á aðventunni nú, sem og
lakkrístoppa fyrir soninn.
„Ég kaupi líka stundum tilbúið smá köku deig
til að henda í ofninn og fá góða lykt í húsið,“
segir Kolla sem leggst yfir flókin púsluspil á
hverjum jólum og nagar kalt hangikjöt með.
„Stundum fæ ég púsluspil í jólapakka
en yfirleitt slæ ég varnagla við að það
gerist ekki og kaupi mér púslið sjálf.
Þá legg ég undir mig borðstofuborðið
eftir hátíðarverðinn á aðfangadagskvöld
og keppist við að ljúka púslinu áður en
gamlárskvöld rennur upp.“
Kollu þykir mest um vert að gleðja börnin
sín á jólunum og slaka á með fjölskyldunni
þegar friður jólanna færist yfir.
„Mér finnst of mikil áhersla á veraldleg
gæði á jólum og legg til að við leggjum meiri
rækt við samveru og nánd. Við gætum til
dæmis gert jólin meira andlega nærandi
með því skrifa innihaldsrík jólabréf til
ástvina okkar í stað gjafa sem oft er minni
þörf á.“
KOLLA
MIÐVIKUDAGA KL. 20.35
ALLTAF PÚSLUSPIL
Á JÓLUNUM„Það er yndislegtað eiga ekkert eftir
á aðfangadag annað
en að vakna saman
og bíða jólanna
í ró og friði.“