Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 84

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 84
Tónlist skipar veglegan sess í hátíðar dagskránni á Stöð 2. Sunnudaginn fyrir jól verður frumsýnd heimildar- myndin Okkar menn í Havana þar sem fylgst er með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni vinna að nýrri plötu í Havana á Kúbu. Í myndinni er fylgst með öllu upptökuferlinu ásamt því að sjá ljóslifandi hina litríku og heillandi borg Havana. Á aðfangadagskvöld, strax að lokinni beinni útsendingu frá aftansöng í Grafarvogskirkju, verður sýnd upptaka frá einstökum jólatónleikum sem systkinin KK og Ellen héldu í Eldborg í fyrra. Þau syngja og spila mörg okkar ástsælustu jólalög, íslensk og erlend, og seilast einnig í lög úr lagasjóði sínum, bæði ný og gömul. Góðir gestir koma fram á tónleikunum og má þar nefna Mugison, Magnús Eiríksson, Elínu Ey og Pikknikk. Tónlistarstjóri er Eyþór Gunnarsson. Á nýársdag verður síðan sýnt frá glæsilegum minningartónleikum sem voru haldnir til heiðurs Elly Vilhjálms í Laugardalshöllinni. Einstakur ferill Ellyjar var rifjaður upp í máli og myndum, með tónlist og ýmiss konar myndskeiðum, nýjum og gömlum. Laugardalshöllinni var breytt í tímavél og gestir hurfu aftur til 6. og 7. áratugarins í eina kvöldstund. Guðrún Gunnars, einn helsti merkisberi minningar Ellyjar síðastliðin ár skipaði veigamikið hlutverk í tónleikahaldinu. RISASTÓRI JÓLAÞÁTTURINN Logi Bergmann tekur á móti fjölda góðra gesta og tónlistarmanna í árlegum jólaþætti sínum á Stöð 2. Sjálfur er hann mikið jólabarn og heldur mest upp á íslensk jólalög og íslenska flytjendur. Árlegur jólaþáttur Loga í beinni ber yfirskriftina Risastóri jólaþátturinn og verður sýndur 20. des- em ber á Stöð 2. Ekkert verður til sparað frekar en venjulega. Fjöldi góðra gesta kemur í heimsókn og líkt og í fyrri jólaþáttum mun tónlistin skipa stóran sess. Sjálfur er Logi Bergmann mikið jólabarn og árlegur jólaþáttur hans er vandræðalega stór að hans sögn. „Þetta er fimmta árið í röð sem við höfum svona jólaþátt og við reynum alltaf að gera meira en við ráðum við. Ég geri ráð fyrir um 20 gestum en venjulega er ég með þrjá gesti í hverjum þætti. Síðan má gera ráð fyrir sex til sjö tónlistaratriðum, þannig að þetta verður rosalega gaman hjá okkur.“ Gamlar perlur á Þorláksmessu Jólaþátturinn verður sýndur fjórum dögum fyrir aðfangadag og því gerir Logi ráð fyrir góðri jólastemningu í salnum. „Reyndar byrjum við að keyra upp jólastemninguna í þættinum á undan sem verður sýndur 13. desember, þannig að tveir síðustu þættirnir fyrir jólin verði miklir jólaþættir. Það er ekki alveg ljóst á þessu stigi hverjir koma fram í jólaþættinum en þó má greina frá því að Bubbi Morthens syngur þar auk systkinanna KK og Ellenar Kristjánsdóttur. Síðan skýrist þetta allt saman þegar nær dregur en ég get lofað skemmtilegum gestum og flytjendum.“ Á Þorláksmessu verður auk þess sýndur sérstakur þáttur þar sem búið er að klippa saman jólalög úr eldri þáttum Loga. „Á síðustu árum hafa safnast saman mörg skemmtileg jólalög sem flutt hafa verið í þættinum. Við erum að tala um flytjendur eins og Ríó tríó, Ragga Bjarna, Helgu Möller, Sigurð Guðmundsson og Baggalút. Þessir flytjendur, ásamt öðrum, flytja bæði eigin lög og lög eftir aðra.“ Léttur um jólin Sem fyrr segir er Logi mikið jólabarn og eru íslensk jólalög og íslenskir flytjendur í mestu uppáhaldi. „Lagið Léttur um jólin með Ríó tríói er í miklu uppáhaldi hjá mér en það kom út á plötunni Jólastjörnur, árið 1976, sem var mikið spiluð á æskuheimili mínu. Það var skemmtileg stund þegar ég fékk þá félaga til mín og þeir tóku lagið í þættinum hjá mér enda lengi verið draumur minn. Ég hlustaði einnig mikið á jólaplötu Brunaliðsins, Með eld í hjarta, þegar ég var barn. Af nýlegra efni má nefna Sigurð Guðmundsson en ég er ofsalega hrifinn af honum. Hann gaf út jólaplötu fyrir fáeinum árum sem er strax orðin sígild í huga mínum. Svo má ekki gleyma Björgvini Halldórssyni sem á örugglega 100 jólalög sem eru stór hluti af jólum landsmanna.“ Þátturinn Logi í beinni fer í frí eftir áramót og tekur þá við spurningaþátturinn vinsæli Spurningabomban. „Þátturinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þótt einhverjar nýjungar muni hugsanlega bætast við. Við höldum þó þessu klassíska og þannig verður Rúnar Freyr til dæmis á sínum stað. Við byrjum strax eftir áramót með Áramótabombuna sem er nokkurs konar áramótauppgjör okkar. Þá verða fleiri gestir en venjulega og árinu skipt í hluta. Þetta verður stærsti bombuþáttur ársins.“ RISASTÓRI JÓLAÞÁTTURINN 20. DESEMBER KL. 19.50 FAGRIR TÓNAR YFIR HÁTÍÐIRNAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.