Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 87
„Franskur alvarleiki pirrar mig stundum og ég elska að fá Englendinga til að hlæja.“ Clémence Poésy ER FRAMUNDAN LOKAUPPGJÖRIÐ Dillane, sem margir muna eftir úr Game of Thrones, og franska þokkagyðjan Clémence Poésy. Bæði heilluðust af pólitískum söguþræði þáttanna. „Vissulega eru tungumálalandamæri á milli Frakka og Englendinga sem valda erfiðleikum í samskiptum þjóðanna. Við Stephen smullum hins vegar strax saman þótt við séum ekki af sömu kynslóðinni og bakgrunnur okkar sé ólíkur,“ segir Clémence um samstarf þeirra Stephens. Kann ekki að ljúga Í þáttunum spreytir Clémence sig á hlutverki Elise sem er með Asperger-heilkenni. „Elise er lokuð en einlæg sem barn. Hún gengur hreint til verks í kynlífi og pikkar upp menn á bar til að sofa hjá. Elise kann ekki að ljúga og þegar þannig er í pottinn búið lendir fólk í skrýtnum félagslegum aðstæðum þar sem varla er hægt að byggja upp sambönd við neinn, því mest af daglegu tjatti okkar byggist á lygum þegar við látum eins og allt sé betra en það er,“ segir Clémence. Stephen Dillane heillaðist af áleitnum, erfiðum og pólitískum spurningum sem varpað er fram í þáttunum. „Þættirnir sýna evrópska dystópíu eða helvíti með óvenjulegri nálgun og er engu líkara en að handritshöfundar hafi troðið atvinnuleysi, umhverfismálum, efnahagskreppunni, málum innflytjenda og fleiru ofan í kokið á einhverjum sem reynist vera fjöldamorðingi,“ segir Dillane og er ánægður með útkomuna. „Ég hafði áhuga á að vinna með Frökkum sem reyndist ánægjulegt. Þjóðirnar eru með ólíkar áherslur í kvikmyndagerð og það er spennandi að sjá hvernig menning okkar og þjóðlíf er fléttað saman.“ Charlotte Gainsbourg syngur upphafslagið þrúgandi röddu. „Franskur alvarleiki pirrar mig stundum og ég elska að fá Englendinga til að hlæja,“ segir Clémence sem birtist ómáluð í þáttunum, fyrir utan bólu- og baugahyljara. „Það gerir Elise áhugaverðari en mér hefur þótt óþægilegt þegar fjölmiðlamenn segja mig hugrakka fyrir vikið og tel mig kannski hafa gert heimskuleg mistök,“ segir Clémence hlæjandi. Báðum finnst hressandi að söguþráðurinn snúist um vináttu en ekki ástarsamband karls og konu. „Það er ekki nóg skrifað um vináttu karla og kvenna og greinilegt að efnistök í sjónvarpsþáttum taka nú nýja stefnu. Farið er að höfða til greindar áhorfenda sem í síauknum mæli njóta sjónvarpsefnis þar sem öll tungumál eru töluð.“ Einn vinsælasti erlendi þáttur Stöðvar 2 undanfarin ár, The Mentalist, snýr aftur á dagskrá í desember og verður sýndur á þriðjudagskvöldum í vetur eftir að hafa verið sýndur á sunnudagskvöldum undanfarin ár. Ástralski leikarinn Simon Baker leikur aðalhlutverkið í þáttunum en þetta er sjötta árið sem hann er í hlutverki hins bráðgáfaða Patricks Jane. Hann notar einstaklega skarpa athyglisgáfu sína til að aðstoða lögregluna við að leysa flókin mál en á sama tíma eltist hann við manninn sem myrti eiginkonu hans og dóttur. Morðinginn gengur undir nafninu Red John og má segja að eltingarleikurinn við hann hafi verið rauði þráðurinn í þáttunum allt frá byrjun. Í þessari þáttaröð kemst Jane loks að því hver Red John er í raun og veru. Sjálfur segir leikarinn að hann hafi ekki viljað vita of mikið. „Ég passaði mig á því að lesa ekki handrit þáttanna langt fram í tímann til að viðhalda spennunni,“ segir Baker. The Mentalist snýr aftur og verður á dagskrá á þriðjudagskvöldum. Danska þáttaröðin Lærkevej sló í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2 sl. sumar. Núna er að hefjast ný þáttaröð um skrautlega íbúana á Lærkevej en fyrsti þátturinn er á dagskrá miðvikudaginn 4. desember. Lærkevej er stórskemmtileg þáttaröð með blöndu af gamni og kolsvartri alvöru. Hún fjallar um þrjú systkin sem þurftu að flýja frá Kaupmannahöfn eftir að hafa lent upp á kant við eiturlyfjamafíu. Þau neyddust til að losa sig við lík og fara huldu höfði. Þau fundu sér felustað í rólegu úthverfi þar sem allt virtist slétt og fellt á yfirborðinu. En íbúarnir við Lærkevej eru skrautlegir og búa sjálfir allir yfir leyndarmálum. Í fyrsta þættinum bankar lögreglan upp á hjá íbúum við götuna og það getur bara endað með ósköpum. Lærkevej-þættirnir vöktu athygli vestur yfir haf og hefur NBC-sjónvarpsstöðin keypt framleiðslurétt þáttanna. Bandarísk útgáfa mun því verða framleidd undir heitinu Park Road. Framleiðsluteymi Park Road verður það sama og stóð að þáttunum um mafíufjölskylduna The Sopranos. LEYNDARMÁL OG LYGAR Á LÆRKEVEJ LÆRKEVEJ MIÐVIKUDAGA KL. 21.10 THE MENTALIST ÞRIÐJUDAGA KL. 21.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.