Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 96
Gullstöðin verður í sannkölluðum
hátíðarbúningi allan desember-
mánuð, en dagskráin samanstendur
af íslenskum þáttum af dagskrá
Stöðvar 2 frá því fyrr á þessu ári og
besta innlenda sjónvarpsefninu úr
sögu Stöðvar 2.
Framleiðsla á innlendu sjónvarpsefni var
aukin til muna nú á haustdögum og fá nýir
áskrifendur tækifæri til að sjá þá þætti sem
einkenndu sjónvarpsdagskrána undanfarna
mánuði. Þá gefst tryggum áskrifendum
tækifæri til að rifja upp alla bestu íslensku
þættina úr sögu Stöðvar 2.
Það er sannarlega af mörgu af taka og nægir
að nefna nokkra þætti sem
vakið hafa athygli á Stöð 2
undanfarin ár; Neyðarlínuna
með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur,
Sælkeraferð Völu Matt, Mannshvörf
með Helgu Arnardóttur, Tossana með Lóu
Pind Aldísardóttur, Veistu hver ég var? með
Sigga Hlö, Bubba Morthens og Beint frá býli,
Örlagadaginn með Sirrý auk þátta á borð
við Spurningabombuna, Loga í beinni, Það
var lagið, Viltu vinna milljón?, Kollu, Pönk í
Reykjavík, Um land allt, Heimsókn, Týndu
kynslóðina og Stóru þjóðina, svo fátt eitt sé
nefnt.
BESTU ÍSLENSKU
ÞÆTTIRNIR
Á GULLINU
LJÚFFENGAR KRÆSINGAR
Í desembermánuði hugum við alla jafna meira að mat en
hina mánuði ársins. Það er því við hæfi að Gullstöðin sýnir
matreiðsluþætti alla daga vikunnar, þá bestu úr safni Stöðvar
2. Og af nógu er að taka; fyrsta þáttaröðin af Hinu blómlega búi
verður rifjuð upp auk þess sem sjónvarps-
kokkarnir góðkunnu Jói Fel og Rikka
sýna áhorfendum réttu handtökin í
eldhúsinu. Þá er ótalinn fyrsta íslenska
Masterchef-þáttaröðin, þar sem
áhuga kokkar hvaðanæva af landinu
reyndu með sér í skemmtilegri
keppni.
JÓLATÓNLIST
Jólagestir Björgvins verða á dagskrá
á jóladag og upptaka frá árlegum jóla-
tónleikum Frostrósa verður sýnd á
Gull stöðinni annan dag jóla.
GRÍN OG ALVARA
Leikið efni verður einnig í stóru hlutverki í jólamánuðinum og
verður þar fremst í flokki nýjasta þáttaröðin af Ástríði, sem sýnd
var á Stöð 2 á haustmánuðum á við góðar undirtektir. Þá verða
margir af bestu sjónvarpsþáttunum úr sögu Stöðvar 2 rifjaðir
upp, þeirra á meðal lögfræðidramað Réttur og spennuþáttaröðin
Pressa.
Grín og gaman er líka nauðsynlegt í aðdraganda jóla og
ætti enginn að verða svikinn af því að rifja upp þætti á borð
við Steindann okkar, Svínasúpuna, Fóstbræður, Mið-Ísland,
Spaugstofuna og Bara grín.