Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 100
FYRS
ÚRSLITASTUNDIN
Í BEINNI Á STÖÐ 3
ENGLAKROPPAR
Á EINSTAKRI
SÝNINGU
VICTORIA'S SECRET FASHION SHOW
MIÐVIKUDAGINN 18. DESEMBER KL. 19.45
THE X FACTOR
FIMMTUDAGA OG FÖSTUDAGA
Undirfatasýning Victoria’s
Secret vekur ávallt mikla
athygli. Stöð 3 sýnir upptöku
frá sýningunni miðvikudaginn
18. desember.
Margar af flottustu fyrirsætum
heims taka þátt í þessari
einstöku sýningu og á hverju
ári fær ein þeirra þann heiður
að klæðast brjóstahaldara
sem skreyttur er rándýrum
eðalsteinum. Sú heppna
að þessu sinni var Candice
Swanepoel í brjóstahaldara
sem metinn er á 10 milljónir
dollara.
Á meðan stúlkurnar spranga
um sviðið í kynþokkafullum
undirfötum skemmtir
söngkonan Taylor Swift
áhorfendum með nokkrum af
sínum þekktustu lögum.
Stóra stundin nálgast fyrir
aðdáendur The X Factor því
úrslita kvöldið verður í beinni
útsendingu á Stöð 3 fimmtu daginn
19. desember.
Þriðja þáttaröðin af The X Factor
hefur verið sýnd á Stöð 3 í vetur,
innan við sólarhring eftir frum-
sýningu þáttanna í bandarísku
sjónvarpi. Í hverri viku eru tveir
þættir og er sá fyrri sýndur á
fimmtudagskvöldum þar sem
keppendur sýna hvað í þeim býr
en sá síðari á föstudagskvöldum en
þar kemur ávallt í ljós hverjir hafa
náð að heilla áhorfendur og komast
áfram í keppninni.
Líkt og undanfarin ár verður
úrslita stundin í beinni útsendingu
og hefst hún klukkan eitt eftir
miðnætti aðfaranótt föstu-
dagsins 20. desember. Þeir sem
ekki eru tilbúnir að vaka fram
eftir nóttu til að fylgjast með
úrslita stundinni geta horft á
útsendinguna á hefð bundnum tíma
á föstudagskvöldinu.
Í síðustu viku voru tveir söngvarar
sendir heim og núna eru bara
sex söngvarar eða söngsveitir
eftir. Næsta verkefni þeirra er að
syngja tvö ólík lög. Annað verður
að vera lag sem uppáhalds „dívan“
þeirra hefur sungið og hitt er
órafmögnuð útgáfa af lagi að eigin
vali. Á föstudagskvöld kemur
síðan í ljós hverjir komast áfram
og eiga enn möguleika á að sigra í
keppninni.
THE X FAC
TOR
Tónlistarmaðurinn Friðrik
Dór Jónsson stýrir
skemmti þætti á Stöð 3 á
þriðju dags kvöldum fram
að jólum. Hann ætlar að
dvelja í Banda ríkjunum
yfir hátíð irnar en snýr svo
aftur á Stöð 3 í janúar.
„Ég fer með fjölskyldu kærustunnar
til Flórída yfir jólin og þaðan förum
við til New York þar sem við eyðum
áramótunum með fjölskyldunni minni.
Þetta verður gríðarlega spennandi,“
segir Friðrik Dór tónlistarmaður þegar
hann er spurður út í jólahaldið í ár og
er afar sáttur við að verja jólunum á
sundlaugarbakka með sólarvörn.
„Það verður fínt að hafa það heitt og
gott yfir jólin. Sennilega verður samt kalt
í New York, en það er fínt líka,“ bætir
hann við en venjulega hefur hann eytt
jólunum í foreldrahúsum.
Þessi jól verða einnig ólík öðrum jólum
þar sem þetta verða fyrstu jól Friðriks
sem fjölskylduföður en hann eignaðist
litla stúlku í haust.
„Það er spennandi að vera fyrstu jólin
með stelpuna okkar þarna úti. Hún
verður bara þriggja og hálfs mánaðar
um jólin og mun ekki vita neitt af sér,
á Flórída á fyrstu jólum. En það verður
gaman að klæða hana upp í jóladressið.
Ég vona bara að hún verði í góðu stuði
og fái hvorki í magann né í eyrun,“ segir
hann hlæjandi.
Hann segist lítið stressaður fyrir
jólahefðunum aðalatriðið sé að slappa
af með fjölskyldunni.
„Það er alltaf gaman á jólunum, bara
að vera með fólkinu sínu og borða
mikinn mat. Ég er ekki fastur í miklum
jólahefðum, keyri kannski út pakkana
á aðfangadag og yfirleitt hlustum við á
Rás 2 yfir matnum. Svo borða ég bara
mikið, ætli það sé ekki aðalhefðin hjá
mér,“ segir Friðrik hlæjandi. „Venjulega
er hamborgarhryggur í jólamatinn,
en kannski verður hefðin brotin í ár
og við höfum kalkún á borðum, fyrst
við verðum stödd í Bandaríkjunum á
jólunum.“