Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 102

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 102
JÓLAMATUR EVU LAUFEYJAR Eva Laufey Kjaran Hermanns dóttir ætti að vera áhorfendum Stöðvar 3 að góðu kunn en þátturinn hennar, Í eldhúsinu hennar Evu, hefur verið á dagskrá þar í vetur. Hún eldar ósvikinn heimilismat og lætur elskulegt viðmót hennar engan ósnortinn. Síðustu tveir þættirnir, sem verða á dagskrá 9. og 16. desem ber, verða helgaðir jólunum. „Í fyrri þættinum geri ég jóla -pavlovu en í þeim síðari verða ofnbakaðar kalkúna bringur með sætkartöflumús, rósakáli og Waldorfsalati.“ Þáttaröðin er frumraun Evu Laufeyjar í sjónvarpi. Hún segir ferlið við gerð þeirra hafa verið afar skemmtilegt og lærdóms ríkt. Samhliða þeirri vinnu hefur hún svo unnið að lokafrágangi fyrstu matreiðslubókar sinnar, Matargleði Evu, sem kom út fyrir skemmstu. „Þar eru áherslurnar svipaðar og í þættinum. Ég aðhyllist ekki ákveðið mataræði en bókin hefur að geyma uppskriftir að góðum og gildum heimilismat sem hægt er að elda allan ársins hring.“ Eva deilir hér uppskriftinni að kalkúnabringunum og meðlætinu. Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra 1 kg kalkúnabringa smjör kalkúnakrydd salt og pipar 3 dl vatn 1 kjúklingateningur Aðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur. Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild. Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar. Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og pipar Aðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur. Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Í ELDHÚSINU HENNAR EVU MÁNUDAGA KL. 20.45 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir mun elda jólamatinn með áhorfendum Stöðvar 3 skref fyrir skref. Jólaþátturinn verður á dagskrá 16. desember.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.