Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 2
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
Una María, er ekki bara komið
nóg af snjó?
„Nei, nei, ég vil alltaf mikið „fun“.“
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi í
Kópavogi, er ánægð með nýjan samning um
rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og
segir snjóframleiðslu það sem koma skuli.
MENNING Ríkisstjórn Íslands ákvað
á fundi sínum í gær að festa kaup
á netbirtingarrétti á þremur nýjum
heildarútgáfum Íslendingasagna og
-þátta á dönsku, norsku og sænsku.
Ákvað ríkisstjórnin að verja 10
milljónum króna til kaupanna á
þessu ári, en eftirstöðvar kaupverðs
verða greiddar á næstu 6-8 árum.
Heildarþýðingar allra Íslendinga-
sagna og -þátta á dönsku, norsku og
sænsku teljast vera eitt stærsta þýð-
ingarátak í heiminum. Verkið hófst
árið 2006 og lýkur því á næsta ári
en þá koma sögurnar út í fimm bind-
um í hverju landi, samtals um 8.400
síður. Að verkefninu hafa starfað
ríflega 60 fræðimenn, þýðendur og
rithöfundar. Jóhann Sigurðsson og
Saga forlag ehf. hafa haft veg og
vanda af útgáfunni.
Upphaf átaksins má rekja til árs-
ins 2005 þegar íslenska ríkið keypti
netbirtingarréttinn á ensku útgáf-
unni Complete Sagas of Icelanders.
Í framhaldinu var ráðist í þetta
stóra sameiginlega norræna verk-
efni þar sem helstu fræðimenn og
þýðendur á sviði norrænna fræða
lögðust á eitt undir ritstjórn Gísla
Sigurðssonar, rannsóknarprófess-
ors við Árnastofnun. - shá
Heildarþýðingar Íslendingasagna á þremur tungumálum gefnar út næsta vor:
Festa kaup á netbirtingarrétti
MÖÐRUVALLABÓK Þýðingin telst vera
eitt stærsta þýðingarátak í heiminum.
REKSTRAR-
VANDI Á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð búa
um 70 manns.
Heimilið glímir
við rekstrarvanda
og er beðið svara
frá heilbrigðisráð-
herra um framtíð
þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL „Mér brá. Ástand-
ið var mun verra en ég hafði gert
mér í hugarlund,“ segir Árni St.
Jónsson, formaður SFR.
Forystumenn verkalýðsfélag-
anna hittu stjórn Sunnuhlíðar á
fundi í gær þar sem farið var yfir
bága fjárhagsstöðu heimilisins.
„Þeir voru í startholunum að
segja upp fjölda manns. Við mót-
mæltum því harðlega og fengum
þá ofan af því að segja fólkinu
upp að svo stöddu. Okkar rök voru
meðal annars þau að stjórnin ætti
að bíða með allar aðgerðir þang-
að til að ljóst væri hvað stjórnvöld
myndu gera í málefnum heimilis-
ins,“ segir Árni.
Á hjúkrunarheimilinu Sunnu-
hlíð búa 70 manns. Þeir eru flest-
ir orðnir háaldraðir og lasburða.
Sunnuhlíð glímir við alvarlegan
rekstrarvanda. Heimilið skuld-
ar um 260 milljónir króna, þar af
eru 47 milljónir í vangoldnar líf-
eyrissjóðsgreiðslur og greiðslur
til verkalýðsfélaga. Þá skuldar
Sunnuhlíð birgjum vegna lyfja,
matar og annars sem tilheyrir
rekstri heimilisins. Sunnuhlíð
er þessa dagana rekið frá degi
til dags á yfirdrætti svo hægt sé
að greiða birgjum og laun starfs-
manna.
Guðjón Magnússon, formaður
stjórnar Sunnuhlíðar, segir að
heimilið eigi fasteignir sem dugi
fyrir skuldum yrðu þær seldar.
Hann segir að það sé möguleiki í
stöðunni að selja eða leigja eignir.
Að svo komnu verði starfsfólki
ekki sagt upp störfum. Beðið sé
eftir skýrum svörum frá heil-
brigðisráðherra um framtíð heim-
ilisins. Málefni aldraðra séu á
ábyrgð ríkisins.
„Daggjöldin sem við fáum frá
ríkinu eru of lág og duga ekki
fyrir rekstrinum. Það er ástæðan
fyrir fjárhagsvanda heimilisins.
Við erum búin að hagræða eins og
við getum, það verður ekki lengra
gengið í sparnaði,“ segir Guðjón.
Stjórn Sunnuhlíðar ritaði bæj-
arstjórn og velferðarráðuneytinu
bréf 11. desember þar sem Kópa-
vogsbæ og eða velferðarráðuneyt-
inu er boðið að taka að sér hjúkr-
unarheimilið eða rekstur þess.
Kópavogsbær hefur þegar hafn-
að þeirri málaleitan en beðið er
svara frá ríkinu.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra ætlar að hitta
stjórn Sunnuhlíðar á fundi í dag.
Að honum loknum vonast menn
til að það liggi fyrir hver framtíð
heimilisins verður.
Komið var í veg
fyrir fjöldauppsagnir
Formaður SFR segir að stjórn hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar hafi verið í
startholunum að segja upp fjölda starfsmanna. Heimilið er rekið á yfirdrætti og
skuldar birgjum háar fjárhæðir. Heilbrigðisráðherra ætlar að hitta stjórnina í dag.
Mér brá.
Ástandið var
mun verra en
ég hafði gert
mér í hugar-
lund.
Árni St. Jónsson
SJÁVARÚTVEGUR Togarar Síldarvinnslunnar, Barði NK og Bjartur NK,
hafa lokið veiðum fyrir hátíðirnar. Áhafnirnar fara nú í vel þegið
jólafrí en áformað er að skipin haldi til veiða á ný 3. janúar.
Barði, sem er frystiskip, kom til hafnar á mánudagskvöld með full-
fermi af ufsa og karfa, en ísfisktogarinn Bjartur kom til hafnar í gær-
morgun. Aflinn var blandaður, tæp 90 tonn af þorski og grálúðu.
Á vef útgerðarinnar er haft eftir Steinþóri Hálfdanarsyni skipstjóra
að fínasta fiskirí hafi verið í túrnum. Nóg virðist af þorski og auðvelt
að ná honum en heldur meiri fyrirhöfn er að ná í „grásuna“. - shá
Togararnir Barði og Bjartur hættir veiðum fyrir hátíðirnar:
Sjómenn komnir í langþráð frí
Í NORÐFJARÐARHÖFN Skipin bundin eitt af öðru og jólin mega koma. MYND/KRISTÍNHÁVARÐS
MENNING Ný skrifstofa menning-
ararfs verður sett á fót á vegum
forsætisráðuneytisins á næsta
ári.
Ráðuneytið hefur að undan-
förnu unnið að skipulagsbreyt-
ingum vegna flutnings verkefna
frá mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu. Það eru verkefni
er varða vernd menningararfs
Íslands.
Skrifstofa menningararfs mun
vinna að þessum nýju verkefnum
í ráðuneytinu og ákveðið hefur
verið að Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður verði, á grund-
velli 36. gr. laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins,
flutt í embætti skrifstofustjóra
á hinni nýju skrifstofu til eins
árs frá 1. febrúar 2014. Margrét
verður í leyfi frá Þjóðminjasafni
Íslands á sama tíma.
Undir nýja skrifstofu menning-
ararfs falla m.a. verkefni er lúta
að vernd menningararfsins, þjóð-
arverðmæta, húsa og mannvirkja
og menningartengdrar byggðar.
Í fjarveru Margrétar verða
Anna Guðný Ásgeirsdóttir og
doktor Anna Lísa Rúnarsdóttir
settar til að gegna embætti þjóð-
minjavarðar. - fb
Skipulagsbreytingar hafa verið undanfarið hjá forsætisráðuneytinu:
Stofna skrifstofu menningararfs
ÞJÓÐMINJA-
VÖRÐUR
Margrét Hall-
grímsdóttir
verður skrif-
stofustjóri á
nýrri skrif-
stofu menn-
ingararfs.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ Undir nýja skrifstofu
menningararfs falla m.a.
verkefni er lúta að vernd
menningararfsins, þjóðar-
verðmæta, húsa og
mannvirkja og menningar-
tengdrar byggðar.
DÓMSMÁL Hælisleitandinn, sem
gaf sig fram við lögreglu í síðustu
viku, mun sæta gæsluvarðhaldi
þar til honum verður vísað úr landi
en það verður í síðasta lagi á föstu-
dag.
Hæstiréttur staðfesti í gær
þennan úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur. Mannsins var leitað
í nokkrar vikur í kjölfar úrskurð-
ar um að hann skyldi sendur úr
landi. Því taldi ríkislögreglustjóri
ástæðu til að hann sætti gæslu-
varðhaldi fram að brottför. -ebg
Hælisleitanda vísað úr landi:
Varðhald fram
að brottför
TÆKNI Í dag skrifar Þjóðskrá
Íslands undir samning sem sagð-
ur er marka tímamót í þróun raf-
ræns lýðræðis á Íslandi.
Samningurinn er við spænska
fyrirtækið Sytl um aðlögun og
afnot af kosningakerfi þess og
framkvæmd tveggja rafrænna
íbúakosninga í tilraunaskyni.
Nú verður því í fyrsta sinn
hægt að framkvæma íbúa-
kosningar rafrænt samkvæmt
reglugerð um undirbúning,
framkvæmd og fyrirkomulag
rafrænna íbúakosninga og gerð
rafrænnar kjörskrár. -ebg
Nýtt kosningakerfi skoðað:
Tímamót raf-
ræns lýðræðis
DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur-
lands dæmdi í gær rúmlega fer-
tuga konu í tólf mánaða fangelsi,
þar af níu skilorðsbundna, fyrir
manndráp af gáleysi.
Konan ók undir áhrifum áfeng-
is, ók of hratt og yfir á rangan
vegarhelming og lenti í árekstri
við bíl sem kom úr gagnstæðri
átt með þeim afleiðingum að
17 ára stúlka lést. Slysið varð á
Akrafjallsvegi í apríl síðastliðn-
um. Konan var einnig svipt öku-
réttindum í fjögur ár og gert að
greiða tæpa eina og hálfa milljón
króna í málskostnað. -ebg
12 mánaða fangelsisdómur:
Dæmd fyrir
gáleysisakstur