Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 8
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 MENNTAMÁL Mýtan um að fáir útvaldir fæðist með stærðfræði- gáfu virðist ekki halda vatni. Stærðfræðikunnátta fæst fyrst og síðast með ástundun þar sem allir þættir greinarinnar eru þjálfaðir. Þetta er niðurstaða rannsókna- hóps frá Tækniháskólanum í Þrándheimi (NTNU) en niðurstöð- ur þeirra eru nýbirtar í tímaritinu Psychological Reports. Hermundur Sigmundsson, pró- fessor í lífeðlislegri sálarfræði, er einn þriggja rannsakenda, og segir það vera meginniðurstöðu rannsóknarinnar að einstakling- ur nær árangri í þeim þáttum sem hann æfir af hvað mestri elju, og að ekki hafi fundist samhengi á milli þess að vera sterkur í einni grein stærðfræði og þess vegna endilega þeirri næstu. Allar greinar stærð- fræði þarf að þjálfa jafnt, ef árang- ur á að nást. Rannsóknin náði til um 70 fimmtabekkinga í tveimur norsk- um grunnskól- um, en níu atriði tengd stærð- fræði voru lögð til grundvallar rannsókninni. Hermund- ur, sem einnig gegnir hluta- stöðu við Tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík, segir að nemandi geti verið góður í rúmfræði þó hann sé ekki góður í algebru, en þar koma fram vandræði hjá flestum nem- endum. Það sama megi segja um tölur og orðadæmi. Það veki upp þá von að einstakir nemendur geti orðið sterkir í einni grein stærð- fræði þó að góður árangur náist ekki í þeim öllum. Í fréttum af rannsókninni erlend- is er hún sett í samhengi við nýbirta PISA-könnun OECD þar sem læsi 15 ára krakka var kannað í stærð- fræði, lestri og náttúrufræði. Nið- urstaðan er mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag; 30% 15 ára pilta lesa sér ekki til gagns og staða krakkanna á landsbyggðinni er í frjálsu falli víðast hvar. Í heild versnar frammistaða íslenskra nemenda mikið þegar litið er aftur um áratug. Hermundur sagði í viðtali við Fréttablaðið að það yrði að gera grunnskólanám á Íslandi mark- vissara og nýta skólatímann til að þjálfa börn í þeim grunnþáttum náms sem eru þeim mikilvægastir – lestri og stærðfræði. Hermundur sagði jafnframt að heimanámið ætti heima í skólanum. Fyrstu árin eigi að leggja áherslu á að þjálfa það sem skiptir mestu máli – að lesa, skrifa og reikna sem sé mikilvægast þangað til þau verða 10 ára gömul. Þá sagði Her- mundur að börn væru tilbúin til að takast á við fleiri námsgreinar af fullum þunga. svavar@frettabladid.is Stærðfræðigáfa fæst ekki í vöggugjöf Rannsókn við Tækniháskólann í Þrándheimi byggir undir að yfirburðageta í stærðfræði sé fengin með eljusemi. Ekkert styður hins vegar að menn fæðist sem stærðfræðiséní. Niðurstaðan er sett í samhengi við nýja PISA-rannsókn OECD. HERMUNDUR SIGMUNDSSON SÉNÍ? Æfingin skapar meistarann þegar kemur að stærðfræði, virðist vera. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÁBÆR TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Gerðu mögnuð kaup! Fjöldi bíla á staðnum! SSANGYONG KYRON Nýskr. 05/10, ekinn 52 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.890.000 TILBOÐSVERÐ! 3.290 þús. NISSAN MURANO Nýskr. 11/07, ekinn 93 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.990.000 TILBOÐ kr. 2.290 þús. HYUNDAI i30 COMFORT Nýskr. 02/08, ekinn 178 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr. 1.590.000 TILBOÐ kr. 1.090 þús. TOYOTA LAND CRUISER 120 VX Nýskr. 09/06, ekinn 154 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.880.000 TILBOÐ kr. 3.990 þús. AUDI A4 1,8 Nýskr. 02/11, ekinn 31 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 6.390.000 TILBOÐ kr. 5.490 þús. PORSCHE CAYENNE S Nýskr. 02/06, ekinn 117 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.380.000 TILBOÐ kr. 3.380 þús. TOYOTA COROLLA Nýskr. 05/12, ekinn 31 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 2.790.000 TILBOÐ kr. 2.390 þús. Rnr. 201181 Rnr. 141770 Rnr. 120290 Rnr. 280620 Rnr. 280815 Rnr. 280598 Rnr. 281184 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS SÍ A 13 36 39 Fallegar jólagjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.