Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGKaffivélar MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20134 KAFFIÐ ER GOTT Bandaríski fréttavefurinn The Huffington Post birti grein fyrir skömmu þar sem tilgreindar eru nokkrar ástæður til að drekka gott kaffi. Blaðamaður segir að í raun sé ekki hægt að vera fullorðinn í Bandaríkjunum án þess að drekka kaffi og miðað við þá fjárhæð sem kaffihúsið Starbucks þénar á ári hverju, þá elskar fólk kaffi. 54% Bandaríkjamanna yfir 18 ára drekka kaffi. Vísindamenn í háskólanum í Seoul hafa fundið út að með því að þefa af góðu kaffi sé mögulegt að draga úr streitu. Rannsókn á rottum sýndi að ef þær fundu kaffiilm róuðust þær. ScienceDaily greindi frá því í fyrra að koffín gæti hjálpað fólki með Parkinson-sjúkdóminn að stjórna hreyfingum sínum. Rannsókn sem birt var árið 2006 sýndi að fólk sem drekkur að minnsta kosti einn bolla af kaffi á dag eru í 20% minni hættu en aðrir á að þróa skorpulifur. Þetta eru líklega góðar fréttir fyrir þá sem drekka líka áfengi. Rannsókn sem gerð var af National Institute of Health leiddi í ljós að þeir sem drekka þrjá til fjóra bolla af kaffi á dag eru síður líklegir til að verða þunglyndir. Læknadeild Harvard-háskóla greindi frá rannsókn þess efnis að mun minni hætta sé á að konur sem drekka þrjá eða fleiri kaffibolla á dag þrói með sér húð- krabbamein. Kaffi er gott fyrir íþróttamenn samkvæmt skýrslu sem birt var í blaðinu The New York Times. Einn bolli fyrir líkamsþjálfun eykur árangur. Kaffi getur minnkað áhættu á sykursýki 2 ef marka má rannsókn frá American Chemical Society. Vísindamenn við háskólann í Suður-Flórída og háskólann í Miami telja að fólk eldra en 65 ára sem hefur drukkið kaffi reglulega sé síður líklegt en aðrir til að fá Alzheimer. Það getur að minnsta kosti seinkað því með kaffi- drykkju. Því hefur stundum verið haldið fram að kaffi geri fólk greindara. Svefnþörf minnkar en rannsóknir sýna að koffínið geti bætt árvekni, athygli, viðbragðstíma og þess háttar. Hvað sem til er í þessum rann- sóknum, þá bendir flest til þess að fólk eigi bara að halda áfram að njóta þess að drekka kaffið. MJÓLKURKAFFI Í KULDANUM Kaffi er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Það er kannski ekki að undra enda þykir það bæði bragðgott og afar hressandi. Á þessum árstíma er fátt betra en að drýgja bollann með flóaðri mjólk og njóta þannig hitans og áhrifanna lengur. Cappuccino og Latte eru algengustu mjólkurkaffidrykkirnir. Cappuccino er yfirleitt borið fram í 150 til 180 millilítra bolla og samanstendur af 1/3 kaffi, 1/3 heitri mjólk og 1/3 mjólkurfroðu. Mjólkin á að blandast kaffinu þannig að hún renni saman við espressó-skotið svo að bollinn sé með hvítum mjólkurhatti umluktum rauðbrúnum kaffihring. Best þykir ef freydd mjólkin minnir á húsamálningu eða silki þegar henni er hellt út í kaffið. Caffé latte er yfirleitt búið til með því að hella flóaðri mjólk yfir lögun af espresso. Hlut- fallið á milli mjólkur og kaffis er venjulega um 5:1 . Latte inniheldur því mun meiri mjólk en Cappuccino. Það er yfirleitt borið fram í háu glasi. 100 HEPPNIR VILDARÁSKRIFENDUR FÁ JÓLAKÖRFU (GJAFAKORT) FRÁ BÓNUS AÐ VERÐMÆTI 30.000 KR. Skráðu þig á stod2.is/vild Við drögum út síðustu 50 körfurnar í Íslandi í dag þann 20. desember Vinsælar jólavörur í Bónus Kjarnafæði kofar. úrb. hangilæri Ali hamborgarhryggur m/beini Appelsínkippa 4x2 lítrar Kókkippa 6x1,5 lítrar Egils malt í dós 6x500 ml Egils jólaöl í dós 6x500 ml Mackintosh 2 kg Nóa konfekt 1 kg Toblerone 300 g Kjörís jólaís 2 lítrar Kjörís ísterta 12 manna Ömmu steikt laufabrauð Robin klementínur 2,3 kg Appolo lakkrískonfekt 700g Ora grænar heildós Ora maís heildós Ora rauðkál krukka Papco jóla wc pappír Papco jóla eldhúsrúllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.