Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 72
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 Bjargaði manni sem lá á götunni á
Austurvelli
2 Helgi Seljan um Pál: “Mér þykir þetta
ömurlegt“
3 Michael Jordan getur ekki selt húsið
sitt
4 Einar Kárason ritskoðaður af Actavis
5 “Þó ég sé múslimi þá gleðst ég með
öðrum um jólin“
Hittust á skautinu
Leik- og söngkonan Halla Vilhjálms-
dóttir hélt á suðurskautið í gær til
að klífa hæsta tind álfunnar, Vinson
Massif. Svo skemmtilega vill til að
pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir
er líka á Suðurskautslandinu og
hittust þær stöllur á leiðangursfundi
áður en haldið var á
tindinn. Vilborg
birti myndir af
þeim saman á
Facebook-síðu
sinni og var
himinlifandi
yfir að hitta
annan Íslending
í ævintýraferð
sinni. - lkg
Heimilið í þokkalegu
standi
„Ég gerði aðventukrans og er búin að
setja upp jólaseríu. Svo hef ég tekið
til á hlaupum síðustu daga. Heimilið
er í þokkalegu ástandi,“ segir Vigdís
Hauksdóttir, þingkona og formaður
fjárlaganefndar Alþingis. Eins og
jafnan á þessum árstíma eru gríðar-
legar annir á Alþingi enda verið að
ganga frá fjárlagafrumvarpi næsta
árs. Vigdís segist hafa varan á og
kaupa jólagjafirnar í september og
október. „Ég á eftir að kaupa tvær
gjafir. Það verður að öllum líkindum
ekki þing á sunnudaginn og þá ætla
ég að ljúka jóaundirbúningnum.
Ná mér í jólatré,
skreyta það og
húsið og bara
klára allt
sem eftir
er,“ segir
Vigdís.
- jme
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla