Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 33
KYNNING − AUGLÝSING Öryggi barna18. DESEMBER 2013 MIÐVIKUDAGUR 3 „Eins og fætur toga er þjónustumiðstöð sem hefur þríþætta starfsemi. Þar starf- ar fagfólk með íþróttatengdan bakgrunn svo sem íþróttafræðingar, íþróttanær- ingarfræðingur, íþróttasálfræðingur, íþróttanuddarar, hjúkrunarfræðing- ur, fótaaðgerðafræðingar, og fleiri sem hafa það sameiginlega markmið að auka hreyfingu landsmanna og halda uppi faglegri heilsutengdri umfjöllun,“ útskýrir Lýður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri Atlas göngugreiningar. „Við erum sérfræðingar í fótum og komum til með að bjóða fjölbreytta þjónustu fyrir fætur svo sem göngu- og hlaupagreiningu, fótaaðgerðir, stoðtækjaþjónustu auk þess að bjóða upp á mikið af vörum tengdum fótum. Eins og fætur toga verður með mikið úrval af vinnuskóm fyrir þá sem eru að vinna á fótunum og sér- verslun fyrir hlaupara og þá sem stunda létta göngu. Footbalance-bún- aður er notaður til að velja skó sem henta fótlagi og niðurstigi. Fjölbreytt þjónusta og vörur fyrir hlaupara og göngufólk. Sérhæfum okkur í gæða- skóm, Asics, Brooks, Ecco og New Balance, og fatnaði frá Brooks, Ron- hill, Under Armour, CWX, 2XU, Com- pressport og fleira.“ Góður árangur göngugreiningar fyrir börn „Ef börn kvarta mikið undan verkjum í fótum, er ástæðan í mjög mörgum til- fellum skakkir hælar,“ segir Lýður. „Þeir sem eiga börn sem eru löt að ganga, kvarta undan þreytu og vilja láta halda á sér ef þau eiga að ganga eitthvað, ættu því að koma til okkar í greiningu en dæmigert fyrir skakka hæla er að verkurinn hverfur um leið og börnin setjast niður og hvíla sig. Ef í ljós kemur að hælarnir eru skakkir, búum við til innlegg í skóna og réttum hælana af. Okkur hefur gengið ótrúlega vel að greina og laga skakka hæla hjá börnum og nánast undan- tekningarlaust líður börnunum betur,“ segir Lýður. „Innleggin sem slík laga ekki fót- inn en þau rétta hann af meðan þau eru undir. Líkaminn sér sjálfur um að styrkja liðbönd, vöðva og sinar í kring- um liði og þegar innleggin eru til stað- ar er möguleiki á að fóturinn styrkist í betri stöðu.“ Hversu ung börn er hægt að göngu- greina? „Um leið og börn eru hætt með bleiu og farin að hlaupa um geta þau komið í göngugreiningu. Þó er miðað við að börn komi fyrst í greiningu í kringum þriggja ára aldurinn.“ Hvernig fer göngugreining barna fram? „Barnið er látið ganga á hlaupabretti ef það hefur aldur til, yngstu börnin standa á brettinu og ganga á gólfinu. Tekin er vídeómynd aftan á fæturna og þannig sjáum við allar skekkjur í hælum, ökklum og hvernig álagið er upp í hné og mjaðmir. Eldri krakk- ar ganga einnig yfir þrýstiplötu sem sýnir hvar álagið er mest. Við skoð- um fótinn einnig með höndunum og athugum þannig hvort liðirn- ir eru lausir. Þeir sem framkvæma göngugreiningu barna eru sérhæfðir íþróttafræðingar. Sérfræðingar Atlas göngugreiningar taka um fimm þús- und manns í göngugreiningu á ári og hafa tekið um það bil 50.000 ís- lendinga í göngugreiningu frá árinu 2001.“ Láttu þér líða vel Atlas göngugreining opnaði nýlega Eins og fætur toga í Bæjarlind 4 í Kópavogi Atlas Göngugreining er flutt í Bæjarlind 4. í Kópavogi. Hjá Atlas göngugreiningu starfar fagfólk við göngu- og hlaupagreiningu fyrir bæði börn og fullorðna. Lýður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri segir skakka hæla algengustu orsök þess að börn kvarta undan verkjum í fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.