Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 62
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 42 BAKÞANKAR Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég gift- ist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég for- maður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópur- inn sem kemur til mín mjög bland- aður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heim- sækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heim- ilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frek- ar hefðbundið á heimilinu og Paul- ine segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en mat- urinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stof- una og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðar- höldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþætt- inum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. liljakatrin@frettabladid.is Býður einmana fólki heim á aðfangadag Pauline McCarthy er skosk kona sem fl utti til Íslands fyrir 22 árum. Í nítján ár hefur hún boðið einmana fólki heim á aðfangadag til að fagna jólunum. Hún ólst upp með tíu systkinum og fi nnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. ÓFEIMIN Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Pauline McCarthy Sigríður Thorlacius mun ásamt hljómsveit sinni leika á útgáfutón- leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Á plötunni, sem ber titilinn Jóla- kveðja, eru frumsamin lög en text- arnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. Textarnir spanna nokk- uð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamót- anna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skapað sér sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.00. - glp Jólakveðja í Fríkirkjunni ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Sigríður Thor- lacius leikur ásamt hljómsveit sinni á útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónleikar Skálmaldar og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands verða fáanlegir í verslunum víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í dag og um land allt á morgun. Til stóð að tónleikarnir, sem gefnir eru út á geisla- og mynddiski, kæmu í verslanir í gær en tafir á fram- leiðslu komu í veg fyrir það. Sveitin sendi frá sér tilkynningu á fésbókarsíðu sinni þess efnis að hún fyndi fyrir ofboðslegum byr í seglin en ekki væri unnt að panta meira fyrir jólin og því yrði að treysta á að upplagið dygði. „Við bendum þó jólasveinum á að bíða ekki of lengi með að kaupa gripinn í jólapakkana.“ Að lokum þakkar sveitin fyrir stuðninginn og fallegu orðin. - glp Skálmöld í sölu KOMNIR ÚT Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu út á geisla- og mynddiski í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hinn árlegi Kraumslisti verður tilkynntur í sjötta sinn í dag en þá kemur í ljós hvaða plötur skipa listann í ár og hljóta viðurkenn- ingu tónlistarsjóðsins Kraums sem bestu plötur ársins. Tuttugu manna dómnefnd velur á Kraumslistann en fyrir tveimur vikum tilnefndi níu manna öld- ungaráð Kraums tuttugu plötur á sérstakan úrvalslista sem dóm- nefnd velur af. Meðal listamanna sem eiga plötur á listanum eru Benni Hemm Hemm, Grísalappa- lísa, Lay Low, Mammút, Múm, Sin Fang og Tilbury. Kraumslistinn verður kynntur í húsakynnum Kraums tónlistar- sjóðs í Vonarstræti 4b klukkan fimm þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. lkg Kraumslisti tilkynntur Jólin eru svo magnaður tími, ekki síst aðventan. Hún er svo óræð; dularfull blanda af stressi, eftirvæntingu, söknuði og þrá. Allir hafa hugmyndir um hvern- ig jólin eigi að vera. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér aðfangadag án þess að borða rjúpur. Öðrum finnst allt vera ónýtt ef hamborgarhryggur er ekki á matseðlin- um. Sumar fjölskyldur hafa meira að segja hvort tveggja á boðstólum vegna þess að samkomulag hefur ekki náðst á gatnamót- um hjónabandsins. Ólíkar hefðir foreldr- anna eru kannski eins og tveir segulpólar, en saman mynda þær nýja og algjörlega órjúfanlega hefð fyrir afkomendunum. SYSTKINI keyra út pakka á aðfangadags- morgun, einn pakki hjá ömmu í hádeg- inu, mandarínur úr jólasveinakrukkunni, „skrípó“ í sjónvarpinu. Eftirvænting í loftinu. Svo líður tíminn, þrátt fyrir alla heimsins tregðu. STEFNUMÓT í kirkjugarðinum, systkini aka hvert í sína áttina, glæný börn og glæný eftirvænting sem samt er svo keimlík minningu frá fornu fari. Mandarínur í jólasveinakrukkunni sem nú er farin að láta á sjá og eflaust eru teiknimyndir í sjónvarpinu. Það hlýtur að vera. AÐVENTAN er óræður tími. Allt er á fullu – samt á hvolfi líka. Jólin nálgast með ógn- arhraða og einhvern veginn er ekkert búið að gera, alveg fram á síðustu stund. En inni í manni líður tíminn svo undarlega. Mitt í öllu stressinu reynir maður að rifja upp hvað raunverulega skiptir máli og átta sig á því hvort það sama gildi um aðra líka. TÍMINN leið öðru vísi á jólunum í æsku. Þá gat maður setið heila eilífð með höfuðið út um gluggann að reyna að grípa snjókorn með tungunni, höndunum – þau bráðnuðu hraðar í lófanum er á handarbakinu. Höndin varð svo undarlega köld þegar maður var búinn að sjúga bráðið snjókornið af handar- bakinu. Og munið þið eftir tilfinningunni að finna ískalda mandarínu ofan í skó í glugg- anum? Á jólunum eru tilfinningar kynngimagnað- ar. Söknuður verður sárari, gleði innilegri og þakklæti fæðist bara upp á nýtt. Og á jól- unum má maður sko vera tilfinningasamur með tárin í augunum og segja alls konar væmið. Jólin eru svo magnaður tími. Óræður tími aðventunnar NÁNAR Á MIÐI.IS FROSINN 2D FROSINN 3D THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR FURÐUFUGLAR 2D PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 HROSS Í OSS PIONEER MANDELA THE HUNGER GAMES 2 KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 - 6 KL. 5 - 6 - 8 - 9 KL. 5 - 8 KL. 8 KL. 3.30 KL. 6 - 8 KL. 10 KL. 6 - 9 Miðasala á: og KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 YFIR 35.000 MANNS Í AÐSÓ KN! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG -H.S.S, MBL PHILOMENA SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas FROZEN 2D 5:45 HUNGER GAMES 2 6, 8, 9 S.B. - FBL ÍSL TAL ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK USA TODAY LOS ANGELES TIMES THE PLAYLIST Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.